Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 202012 FRÉTTIR Verð frá kr. 595.000 m/vsk. RAFSKUTLUR www.sigmundsson.is www.sigmundsson.is Desjamýri 1, 270 Mosfellsbæ S. 856 4871 Fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Fjárlagafrumvarp 2021: Aukin framlög til jöfnunar dreifikostnaðar raforku, þrífösunar og úrbóta á varaafli Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2021, og fjármálaáætlun 2021–2025, koma fram áform rík- isstjórnarinnar um aukin fram- lög til jöfnunar dreifikostnaðar raforku, flýtingu á jarðstrengja- væðingu og þrífösun dreifikerfis raforku og úrbóta á varaafli. Þetta eru allt atriði sem mjög hafa brunnið á fólki víða um land sem oft hefur orðið illa úti á liðnum misser- um og árum vegna slitinna raflína og rofs á fjarskiptum. Í kynningu á þessu máli segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra: „Þessi þrjú verkefni styðja öll við þá stefnu okkar að tryggja öllum landsmönnum jafnan aðgang að raf- orku. Síðasti vetur gerði öllum ljóst að innviðir okkar eru viðkvæmir og aðstaða landsmanna ólík gagnvart bæði orkuöryggi og orkuverði. Því er mikilvægt að stíga afgerandi skref til úrbóta eins og hér er gert.“ Jöfnun dreifikostnaðar Fram kemur að þessi áform séu í samræmi við stefnu stjórnvalda um jöfnun orkukostnaðar á landsvísu í frumvarpi til fjárlaga 2021, og fjár- málaáætlun 2021 til 2025, kveðið á um 730 milljóna króna hækkun á framlagi til jöfnunar á dreifikostnaði raforku á árinu 2021. Er þar annars vegar um að ræða hækkun á jöfn- unargjaldi um 130 milljónir króna vegna verðbólgu og hins vegar 600 milljóna króna framlag úr ríkissjóði. Vaxandi dreifingarkostnaður eftir upptöku jöfnunargjalds Frá upptöku jöfnunargjalds árið 2015 hefur dreifingarkostnaður haldið áfram að aukast í dreifbýli umfram kostnað í þéttbýli. Jafnvel þó notendur í dreifbýlinu séu oft mun nær framleiðslustað raforkunnar en notendur í þéttbýlinu. Um þetta segir í útlistun ráðherrans: „Færri notendur eru í dreifbýli til að standa undir nauðsynlegum fjár- festingum í dreifikerfinu og hefur þróunin leitt til hækkana á gjald- skrám. Þörf fyrir aukið framlag til jöfnunar í dreifbýli hefur því vaxið á síðustu árum. Hins vegar er gert ráð fyrir að ákveðnu hámarki í fjár- festingarþörf í dreifbýli verði náð á næstu fimm árum. Núverandi hlutfall jöfnunar dreifikostnaðar í dreifbýli, sam- anborið við þéttbýli, er tæp 50%. Samkvæmt þeim áformum sem kynnt voru í dag er miðað við að þetta hlutfall fari í 85% á næsta ári.“ Jarðstrengjavæðingu og þrífös- un dreifikerfis flýtt verulega Í útlistun ráðuneytisins segir að í fjármálaáætlun sé gert ráð fyrir að 500 milljónum króna verði varið úr ríkissjóði í að flýta fyrir jarð- strengjavæðingu og þrífösun dreifi- kerfis raforku. Er það í samræmi við tillögur átakshóps ríkisstjórnar- innar um úrbætur í innviðum sem kynntar voru fyrr á árinu í kjölfar þess fárviðris sem gekk yfir landið síðasta vetur. Samkvæmt fyrri áætlunum á jarðstrengjavæðingu dreifikerfisins að ljúka eftir 15 ár en lagt er til að verkið verði unnið þrefalt hraðar. Þrífösun innleidd samhliða jarðstrengjavæðingunni Áætlað er að jarðstrengjavæðingin muni fækka truflunum í dreifi- kerfinu um 85% og að þær verði að mestu óháðar veðri. Á þessu ári var 100 m.kr. varið úr ríkissjóði í verkefnið og er það þegar hafið. Miðað er við að árið 2022 verði fjárveiting ríkisins 200 m.kr. og 100 m.kr. á ári næstu tvö ár á eftir, eða samtals 500 m.kr. Úrbætur gerðar á varaafli Í fjárlagafrumvarpi 2021 og fjár- málaáætlun er gert ráð fyrir sér- stökum fjármunum í átak á sviði varaafls, en þær tillögur koma einnig úr átakshópi stjórnvalda um uppbyggingu innviða. Um er að ræða 20 m.kr. á ári yfir þriggja ára tímabil sem fari í að auka yfirsýn og eftirlit með varaafli og að hafa tiltæk stjórntæki til að bregðast við skorti á varaafli. /HKr. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Snorri Sigurðsson frá Kína til Arla Foods í Nígeríu Snorri Sigurðsson, sem er lesend- um Bændablaðsins að góðu kunnur fyrir reglubundin skrif um fagleg málefni landbúnaðar, hefur undanfarin ár gegnt stöðu eins af framkvæmdastjórum Arla Foods í Kína og haft yfirumsjón með rekstri hins Dansk-kínverska Mjaltatækniseturs. Snorri hefur nú verið ráðinn til Arla Foods í Nígeríu og mun flytjast þangað, ásamt konu sinni, Kolbrúnu Önnu Örlygsdóttur, eftir áramótin. Arla Foods, sem er fjórða stærsta fyrirtækið í mjólkurvinnslu í heim- inum og með nærri 100-falda mjólkurinnvigtun á við allt Ísland, hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu starf- semi sinnar utan Evrópu. Hingað til hefur félagið lagt mesta áherslu á Mið-Austurlönd þar sem hefur náðst einstakur árangur og félagið er langstærsti söluaðili mjólkur- vara þar í dag. Þá hefur undanfarið verið lögð mikið áhersla á kínverska markaðinn og nú er svo komið að félagið er stærsti innflytjandi á mjólk til landsins og hefur þar með sett hið þekkta Fonterra afturvfyrir sig. Nú hafa forsvarsmenn félagsins hins vegar ákveðið að setja mikinn kraft í uppbyggingu Arla Foods í Vestur- Afríku. Þar hefur orðið ör breyting á undanförnum árum og sér í lagi í Nígeríu með mikilli hlutfallslegri aukningu á tekjum með tilheyrandi fólksfjölgun og aukinni almennri velmegun. Nígería er sú þjóð sem vex hvað örast í heiminum og er talið að þar muni um 400 milljónir búa árið 2050. Svo ör vöxtur kallar á stór- aukna framleiðslu á matvælum og Arla Foods hefur alltaf þá stefnu að bæði flytja inn mjólkurvörur frá eigendum sínum í Norður-Evrópu en einnig að byggja upp eigin vinnslu í viðkomandi landi. Þar sem mjólkurframleiðslan í Nígeríu er næsta lítil, einungis 0,4 milljarðar lítra, eru mikil sóknarfæri í mjólkurframleiðslu í landinu fyrir Arla Foods. Það verður einmitt verk- efni Snorra að sjá um þessa þróunar- starfsemi félagsins, sem m.a. felst í því að byggja upp og efla mjólk- urframleiðslu landsins í samstarfi við þarlend stjórnvöld og mun Arla Foods samhliða byggja upp eigin afurðavinnslu til þess að vinna úr allri mjólkinni sem verður framleidd á komandi árum. /HKr. Snorri Sigurðsson. Einangrunarstöðin á Stóra-Ármóti. Mynd /MHH Sex Anguskálfar í Stóra- Ármóti komnir í 9 mánaða einangrun Nýlega voru þeir sex Anguskálfar sem fæddust í sumar á Ein- angrunar stöðinni á Stóra-Ármóti í Flóahreppi teknir undan kúnum og settir í einangrun þar sem þeir verða næstu níu mánuðina. Kálfarnir eru rúmlega þriggja mánaða en þeir eru undan Emil av Lillebakken 74028, sem er eitt besta Angusnautið í Noregi í dag. Kvígurnar eru 3 og heita Emelía, Endurbót og Etna. Nautin eru líka þrjú og heita Emmi, Erpur og Eðall. Þetta kemur m.a. fram á vefsíðu Búnaðarsambands Suðurlands. Þar kemur líka fram að sú nýbreytni verður tekin upp að kálfarnir verða viðraðir af og til í útigerði á þessum níu mánuðum. /MHH Byggðastofnun undirritar samning við European Investment Fund: Betri lánakjör eiga m.a. að auðvelda kynslóðaskipti á bújörðum Byggðastofnun hefur undirritað samstarfssamning við European Investment Fund (EIF) um aðild að ábyrgðakerfi sjóðsins á grundvelli s.k. COSME áætl- unar sem hefur það að mark- miði að bæta aðgengi lítilla og meðalstórra fyrirtækja að láns- fjármagni á samkeppnishæfum kjörum. EIF er sjóður í eigu Evrópu- bankans, Evrópusambandsins og annarra minni opinberra og einka- aðila. Ísland á aðild að EIF í gegn- um aðild að EES-samningnum. Samningurinn veitir Byggða- stofnun 50% bakábyrgð á lánum veittum úr tilteknum lánaflokkum. Gerir þetta stofnuninni kleift að útvíkka þessa lánaflokka og mæta þar með lánsþörfum landsbyggð- anna enn betur en áður. Sérstakur lánaflokkur vegna kynslóðaskipta í landbúnaði Þannig hefur verið stofnaður sér- stakur lánaflokkur vegna kynslóða- skipta í landbúnaði, en ungum bændum hefur reynst erfitt að fjár- magna kaup á bújörðum sökum hefðbundinnar 25% eiginfjárkröfu. Mun ungum bændum nú standa til boða allt að 90% fjármögnun vegna kynslóðaskipta með tilkomu ábyrgðakerfis EIF. Allt að 90% lán vegna verkefna í umhverfisvernd Að sama skapi mun stofnunin bjóða allt að 90% lán vegna verkefna sem stuðla að umhverfisvernd. Þar með talið nýtingu endurnýjan- legra orkugjafa, bættrar orkunýtni, mengunarvarna, bættrar auðlinda- notkunar, lífrænnar matvælafram- leiðslu o.s.frv. Þá mun viðkvæmum sjávar- byggðum standa til boða hagstæð lán til fiskvinnslu og útgerðar með allt að 75% veðsetningu í fiski- skipum með kvóta. Til viðbótar verða núverandi lánaflokkar stofnunarinnar enn í boði á starfssvæði hennar. Má þar helst nefna sérstök lán til stuðn- ings atvinnurekstri kvenna sem notið hafa mikilla vinsælda og lán vegna nýsköpunar í landsbyggð- unum. Allar nánari upplýsingar um lána- flokka Byggðastofnunar má finna á vefsíðunni undir „Fjármögnun“, eða hjá Arnari Má Elíassyni, forstöðu- manni fyrir tækja sviðs . /HKr. Myndin er tekin við undirritun fyrsta lánsins í samstarfi við EIF vegna kynslóðaskipta í landbúnaði, sem veitt var ungum bændum til kaupa á jörðinni Dæli í Skíðadal í Dalvíkurbyggð. Frá vinstri á myndinni eru: Arnar Már Elí- asson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar og Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri ásamt Hjálmari Birgi Jóhannssyni og Brynhildi Heiðu Jónsdóttur og dætrum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.