Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 202022 UTAN ÚR HEIMI Brugðist við miklum samdrætti í sölu á írsku nautakjöti í Evrópu: Efnt til söluherferðar á írskum nautasteikum í þrem löndum Samdráttur í ferðamennsku og lokanir veitingastaða valda víðar vanda en á Íslandi vegna COVID- 19. Frændur vorir Írar reyna nú að bregðast við miklum samdrætti í sölu á nautasteikum með sölu- og kynningarherferð í Þýskalandi, Ítalíu og á Spáni sem hófst 15. sept- ember síðastliðinn. Sala til veitingastaða hefur stað- ið undir þriðjungi af sölu á öllum nautakjötsútflutningi Íra til megin- lands Evrópu. Hins vegar hefur sala á írskum steikum til veitingastaða staðið undir um helmingi af sölu- verðmæti nautakjötsútflutnings- ins. Steikurnar hafa því verið afar mikilvægar í þessum útflutningi og því hefur spáðum 33% samdrætti á veitingastöðum á þessu ári mikil áhrif á írskan nautakjötsútflutning. Herferðin nær til 6.000 verslana Það er írska markaðsskrifstofan Bord Bia sem fer fyrir söluherferðinni á írska nautakjötinu í samstarfi við 11 smásölufyrirtæki í Evrópu. Nær það til allt að 6.000 verslana í Þýskalandi, Ítalíu og á Spáni. Ætlunin er að efla sölu á írskum nautasteikum í versl- unum utan mesta grilltíma sum- arsins. Þó steikur séu aðeins um 13% af nautskrokknum, þá hefur salan á steikunum skilað um 33% af verð- mæti hvers nautaskrokks. Aikish Forde, viðskiptaþró- unarstjóri Bord Bia, segir í sam- tali á vefsíðu AgriLand, að reynt sé að vinna með viðskiptavinum á Evrópumarkaði við að efla neyt- endamarkað á írsku nautakjöti. Fyrsti áfangi stendur út fyrsta ársfjórðung 2021 „Þetta er aðeins fyrsti áfangi í bar- áttunni sem mun standa út fyrsta ársfjórðung 2021. Við búumst við að fleiri smásöluaðilar í sölu á nautasteikum gangi í lið með okkur og styrki þannig tengsl okkar við evrópska smásöluverslun.“ Kynningar með fjölbreyttum hætti Á Ítalíu verður, samhliða sölu- herferð í verslunum, farið í ut- anhúss kynningarherferð á 200 strætisvagnaskýlum, á 23 staf- rænum auglýsingaskiltum og á 72 rútu- og sporvagnastöðvum á lykilstöðum í Mílanó, Bologna og í Róm. Þá verða einnig virkjaðir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum með áherslu á 12 áhrifaleiðtoga á Instagram. Svipaðri aðferðafræði verður beitt í Þýskalandi. /HKr. Vegna samdráttar á veintingahúsum út af COVID-19 hefur sala dregist mjög saman á nautasteikum frá Írlandi. Með söluherferð á írsku nautakjöti í þrem Evrópulöndum er ætlunin að efla sölu á írskum nautasteikum í verslunum utan mesta grilltíma sumarsins. Mynd / Bord Bia Könnun þýsku matvöruverslunarinnar Rewe: Þýskir neytendur vilja svæðisbundnar vörur Nýlega kynnti þýska matvöruversl- unin Rewe niðurstöður könnunar sem gerð var á 2.500 neytendum verslunarinnar, 18 ára og eldri, sem veitir innsýn í kaupendahegð- un. Áherslan var á svæðisbundn- ar vörur í matvöruverslunum og sýna niðurstöðurnar skýrt af hverju þýskir neytendur velja svæðis- bundnar vörur. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 86 prósent svarenda sögðu að það væri mikilvægt eða mjög mik- ilvægt fyrir þá að styðja við bændur og svæðisbundna birgja. Svör þátt- takenda sýndu einnig að meirihluti þeirra kaupir reglulega svæðisbundnar vörur í matvöruverslunum, einungis 1,6 prósent svarenda myndu aldrei versla slíka vöru. Flutningur varanna um styttri veg ásamt ferskleika þeirra voru ein af aðalrökum neytendanna fyrir því að kaupa svæðisbundnar vörur í mat- vöruverslunum. Framboð á svæðis- bundnum vörum í matvöruverslunum var mikilvægt eða mjög mikilvægt fyrir flesta þátttakendur. Þeir þættir sem þátttakendum fannst mikilvægt við svæðisbundnar vörur samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar eru að vörurnar eru ferskar, að framleiðendur fái sanngjarna þóknun og að vörurnar séu staðbundnar og jafnvel sérstakar fyrir það svæði sem þær koma frá. /ehg- organic-market.info Metinnflutningur Kínverja á svínakjöti Á síðasta ári jókst innflutning- ur Kínverja á svínakjöti, vegna svínapestarinnar sem þar geis- ar, um 156 prósent. Eru það sérstaklega Bandaríkin sem njóta góðs af innflutningnum en frá janúar til maí í ár hafa Kínverjar flutt inn rúmlega 330 þúsund tonn af svínakjöti þaðan. Bandaríkin njóta góðs af fyrsta áfanga í viðskiptasamn- ingi við Kínverja sem snýr að útflutningi á svínakjöti þrátt fyrir áframhaldandi pólitískar deilur milli landanna. Staða innflutn- ings frá Bandaríkjunum til Kína hefur snarbreyst frá árinu 2019 en frá janúar til maí á þessu ári hafa Kínverjar flutt inn 333.445 tonn af svínakjöti frá landinu sem er aukning um 531 prósent. Þetta má sjá í nýlegri skýrslu frá Pigprogress, sem safnar saman fréttum úr svínageiranum um heim allan. Svínakjötsframleiðslan aftur á uppleið Tölur frá tollayfirvöldum í Kína sýna að til landsins voru flutt inn 1,68 milljónir tonna af svínakjöti fyrstu fimm mánuði ársins. Það er 156 prósentum meira en árið áður. Á eftir Bandaríkjunum er mest flutt inn af svínakjöti frá Spáni, eða rúm 300 þúsund tonn og Þýskaland þar á eftir með tæp 240 þúsund tonn. Þau lönd sem flytja einnig mest út af svína- kjöti til Kína eru Brasilía, Danmörk, Kanada, Holland, Chíle, Frakkland og Stóra-Bretland. Fimm ný lönd hafa bæst við á þessu ári sem flytja út til Kína en það eru Argentína, Ítalía, Sviss, Kosta Ríka og Belgía. Á fyrri helmingi þessa árs flutti risalandið Kína inn 2,12 milljón- ir tonna af svínakjöti og er það meira en heildarinnflutningur ársins 2019 sem var 2,11 milljónir tonna. Landbúnaðaryfirvöld í Kína reikna með að flytja inn eina millj- ón tonna til af svínakjöti í ár til að tryggja framboð á innanlandsmark- aði. Fyrstu sex mánuði ársins voru framleiddir 251 milljón grísa í Kína sem er hnignun um 20 prósent frá fyrra ári. Hins vegar hafa kínversk landbúnaðaryfirvöld gefið út að svínakjötsframleiðsla í landinu sé aftur á uppleið. Í lok júní var fjöldi svína í landinu um 340 milljónir, sem er 30 milljónum meira en í upphafi árs. Flokkurinn er nú 77 prósent af því sem hann var í lok árs 2017 þegar svínapestin herjaði í landinu. /ehg - Bondebladet Verðhjöðnun ríkir í efnahagskerfi ESB – Ekki góðar horfur miðað við hagfræðikenningar Verðhjöðnun ríkir nú í hag- kerfi Evrópusambandsins þar sem verðbólga mæld- ist í ágústlok mínus 0,4% samkvæmt tölum Eurostat. Hefur staðan ekki verið verri á þessu ári frá sjón- arhóli hagfræðinnar ef jan- úar er undanskilinn, en þá fór verðhjöðnunin í – 0,7%. Miðað við hagfræðikenn- ingar gæti þetta verið ávísun á langvarandi stöðnun eða jafnvel efnahagssamdrátt. Verst hefur staðan verið á Kýpur, en þar hefur verið verðhjöðnun yfir heilt ár, eða neikvæð verðbólga, sem nemur -2,9% miðað við heilt ár á meðan hún var 0,1% í Þýskalandi. Mesta verðbólgan var hins vegar í Ungverjalandi, eða 4% og 3,7% í Póllandi. Hagfræðingar hafa iðulega talað um að of lítil verðbólga geti reynst hagvaxtardrifnum hagkerfum hættuleg og leitt til efnahagslegrar stöðnunar sem erfitt geti verið að snúa við. Löngum hefur verið bent á Japan í því sambandi, en þar hefur ríkt efnahagsleg stöðnun að heita má allar götur síðan við hrun bankanna 1991 með afar litlum og stundum neikvæðum hagvexti. Árið 2010 var talað um glötuðu 20 árin í Japan og nú hafa 10 ár bæst við með efna- hagslegri stöðnun. Frá 1995 til 2007 var efnahagssamdráttur í Japan þar sem þjóðarframleiðsla dróst saman úr sem nam 5,33 billjónum dollara í 4,36 billjónir dollara að meðaltali á ári. Kaupmáttur launa féll um 5% og stöðnun var í vöruverði. Staðan hefur ekki mikið skánað síðan. Vextir í Japan hafa verið um og undir núlli síðustu fimm ár. Það er mikil breyting frá því sem áður var því árið 1990 voru langtímavextir á japönskum ríkisskuldabréfum 10% og bankavextir nálægt 6%. Ekki er þó óumdeilt að hagvaxtarviðmið sé endilega besta mælieining á afkomu og félagslega líðan þjóðfélaga. Framkvæmdir í ríkjum Evrópusambandsins hafa dregist saman í COVID-19 faraldrinum og um 3,9% á milli ára. Miðað við fram- kvæmdavísitöluna 100 árið 2015, þá var hægur stígandi allt fram í byrjun árs 2020 þegar framkvæmdir hröp- uðu frá því í febrúar vegna lokana í kjölfar COVID-19. Var fallið um 30 prósentustig fram í apríl þegar stað- an var verst. Samkvæmt tölum fyrir júlí sem birtar voru 17. september síðastliðinn hefur verktakageirinn aðeins tekið við sér frá því í apríl og var vísitalan komin í um 105 stig í júlí sem telst samt vera afar slök staða. /HKr. Frá Bürger-Grebe fjölskyldubúinu í Norður-Hesse í Þýskalandi. Mynd / HKr. Eurostat úttekt á vergri landsframleiðslu í COVID-19 faraldri: Langmesti samdráttur sem sést hefur í ESB-ríkjunum frá upphafi mælinga Evrópska hagstofan Eurostat gaf út þann 8. september síðast- liðinn tölur um þróun vergrar landsframleiðslu (VLF eða Gross domestic product - GPD) í ESB- löndunum frá ársbyrjun 2008 fram til loka annars árfjórðungs 2020. Þar kemur fram að sam- dráttur í þjóðarframleiðslu það sem af er ári er sá langmesti sem mælst hefur frá því þessar mæl- ingar voru teknar upp 1995. Samdrátturinn nú, sem ber dám af heimsfaraldri COVID-19, er mun meiri en í efnahagskreppunni 2008 og bætist við nær engan hagvöxt í byrjun árs 2020. Samkvæmt tölum Eurostat varð 11,8% samdráttur að meðaltali í landsframleiðslu evruríkjanna á öðrum ársfjórðungi 2020 og 11,4% samdráttur hjá ESB- ríkjunum í heild. Borið saman við annan ársfjórðung 2019 og árstíða- bundna leiðréttingu VLF, þá nemur samdrátturinn á öðrum ársfjórðungi 2020 að meðaltali 14,7% á evru- svæðinu og 13,9% í evruríkjunum öllum. Kemur það í kjölfar 3,2% samdráttar hjá evruríkjunum á fyrsta ársfjórðungi 2020 og 2,7% samdrátt- ar hjá öllum ESB-ríkjunum. Skelfileg staða á Spáni og víðar Staðan í ESB-ríkjunum með árs- tíðabundinni leiðréttingu er æði mismunandi milli landa en í þeim öllum er landsframleiðslan neikvæð. Samdrátturinn var þó minnstur í Finnlandi, eða 6,3%, en mestur á Spáni, eða 22,1%. Það er hrikaleg staða, en hún er svo sem ekkert miklu skárri í Króatíu, Ungverjalandi, Grikklandi, Portúgal, Frakklandi, Ítalíu, Portúgal, Belgíu Kýpur og á Möltu. Í þeim löndum var samdrátturinn meiri en að meðal- tali í ESB-ríkjunum sem var 13,9%. Hefur aukning á atvinnuleysi haldist nokkuð í hendur við efnahagssam- dráttinn í þessum löndum. Aðeins í einu ríki ESB hefur orðið lítils háttar fjölgun starfa á öðrum ársfjórðungi, en það var á Möltu. Í tölum Eurostat kemur líka fram að á Íslandi hafi samdrátturinn á öðrum ársfjórðungi eftir leiðréttingu verið 10,7% sem er betri staða en í Þýskalandi, en svipuð staða og í Póllandi og í Tékklandi. Í samanburði Eurostat á stöðu mála og þróuninni í Bandaríkjunum sést að samdrátturinn hefur verið meiri í ESB-löndunum. Í Bandaríkjunum var samdrátturinn 9,1% á öðrum ársfjórðungi 2020. Reyndar hefur verg landsfram- leiðsla alveg frá upphafi banka- hrunsins 2008 nær alltaf verið meiri í Bandaríkjunum en í ESB- löndunum. Þá er vinnumarkaðurinn í Bandaríkjunum mun sterkari en í Evrópu og mun minni aukning á atvinnuleysi vegna COVID-19. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.