Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 2020 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Fyrir skömmu birtist yfirlit um reynd naut í notkun hér á síðum blaðsins. Nú hefur verið keyrt nýtt kynbótamat fyrir afurðir og frumutölu síðan þetta yfirlit birtist. Hins vegar urðu það litl- ar breytingar á nautunum að lítil ástæða er til endurtaka það sem áður hefur verið sagt um þau. Rétt er þó að taka fram að Loki 12071 lækkaði um eitt stig og stendur nú í 107 í heildareinkunn. Þá hækkuðu Hæll 14008, Hnykkur 14029, Stáli 14050 og Bjarki 15011 allir um eitt stig. Svampur 15027 og Ábóti 15029 styrktu sína stöðu með hækkun um tvö stig. Fagráð í nautgriparækt ákvað að setja eitt nýtt naut í notkun sem reynt naut og er þar um að ræða Flóða 15047 frá Hnjúki í Vatnsdal. Flóði er sonur Bamba 08049 móðurfaðir var heimanaut undan Fonti 98027. Afurðageta Flóðadætra er í meðal- lagi en kostirnir felast einkum í góðri júgurgerð, sterku júgurbandi og vel bornum júgrum, og frábærum mjölt- um. Hafa þarf í huga að Flóði gefur mjög netta spena. Flóði er með 108 í heildareinkunn. Frekari upplýsingar um Flóða er að finna á nautaskra. net og þá mun ný nautaskrá koma út innan tíðar. Meginástæða þess að ekki var hægt að taka afstöðu til fleiri nauta úr 2015-árgangnum er sú að enn skortir á upplýsingar úr mjaltaathugunum. Því miður er staðan sú að skil á þeim hafa versnað frá því sem áður og er nú svo komið að þetta er þrengsti flöskuhálsinn er að afkvæmadómi nautanna kemur. Það er því full ástæða til að hvetja menn til að skila mjaltaathugnum hið fyrsta. Guðmundur Jóhannesson ábyrgðarmaður í nautgripa- rækt mundi@rml.is Flóði, nýja nautið í Nautastöðinni á Hesti í Borgarfirði. Flóði er sonur Bamba 08049, móðurfaðir var heimanaut undan Fonti 98027. Afurðageta Flóðadætra er í meðallagi en kostirnir felast einkum í góðri júgurgerð, sterku júgurbandi og vel bornum júgrum, og frábærum mjöltum. Hafa þarf í huga að Flóði gefur mjög netta spena. Flóði er með 108 í heildareinkunn. Mynd / SE Nautastöð BÍ á Hesti í Borgarfirði: Nýtt naut í notkun Bæklingur um fóðrun og aðbúnað ungkálfa á mjólkurskeiði Bænda 22. október Um nokkra hríð hefur umræða um að móta beri stefnu í landbún- aði aukist hér á landi. Bændur greinir þó á í þessum efnum eins og öðrum. Við höfum til dæmis horft upp á kúvendingar meðal bænda um hvert skuli stefna með stjórn á framleiðslumagni mjólk- ur. Á örfáum árum fór stefnan úr því að leggja niður kvótakerfi í það að festa kerfið í sessi. Stærri hluti þeirra fjármuna sem hið opinbera setur í stuðning við mjólkurframleiðslu er nú fest við kvótann. Síðustu tíu ár hafa sex ráðherrar setið í landbúnaðarráðuneytinu. Allir hafa þeir haft góðan hug til land- búnaðar og ýmsum framfaramálum verið þokað áfram. Á þessum tíma hafa þó einnig verið gerðir misgóðir tollasamningar. Ásetningarhlutfall í sauðfjárbúskap hefur einnig aukist og bændur verið hvattir til að fjölga fé til útflutnings. Blaðinu var svo snúið við þegar sú tilraun sigldi í strand. Tilraun var gerð með búvöru- samninga til lengri tíma en var svo breytt talsvert til að mæta nýjum aðstæðum og viðhorfsbreytingu bænda. Af þessu súpa bændur nú seyðið. Treglega gengur að ná upp afurðaverði á lambakjöti og lítil hreyfing er á greiðslumarki í mjólk sem þó er augljóslega þörf á ef slíkt kerfi á að ganga upp til lengri tíma. Svona hringl, hvort sem það er vegna sviptinga meðal bænda eða stjórnmálamanna , er landbúnaðin- um ekki til framdráttar. Stefnufestu er þörf Nú á að móta landbúnaðarstefnu á næstu mánuðum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað verkefnastjórn sem á að móta stefn- una með víðtæku samráði. Það er ágætt vegna þess að eigi slík stefna að standast tímans tönn og gera gagn þarf hún að þola gagnrýni frá frá öllum köntum og að kjarninn sé skil- inn frá hisminu. Forvinna hefur átt sér stað í formi „sviðsmyndagrein- inga“. Þar held ég að mikilvægt sé að þeir sem stefnuna móta myndi sér sjálfstæða skoðun á forsendum þeirrar greiningar en taki ekki við sviðsmyndunum sem steintöflum af Sínaífjalli. Til að stefnan sé fest í sessi má líta til hvernig hefur gengið á öðrum vígstöðvum að móta sátt um meginmarkmið. Fyrir rúmu ári var samþykkt þingsályktun um heil- brigðisstefnu á Alþingi með engu mótatkvæði. Þeirri stefnu fylgir aðgerðaráætlun sem uppfærð er reglulega. Þannig er skýrt fyrir alla þá sem vinna innan kerfisins hvert stefnt er og fjármunum forgagns- raðað til að ná markmiðum. Þessi nálgun er nokkuð sem ég tel að geti verið gagnlegt að horfa til. Talsvert gagn væri af því að landbúnaðarstefna væri lögð fyrir Alþingi til að dýpka umræðuna um landbúnaðarmál þar – en á því er ekki vanþörf. Ég hef trú á því að umræða á grundvelli staðreynda og þekkingar myndi skapa sátt um þá stefnu sem mótuð er og lyfta henni uppúr þeim skotgröfum sem við þekkjum mætavel. Það er komið gott af því að stefnumótun í landbúnaði sé eins og lauf í vindi og feykist fram og aftur í hvert skipti sem að nýr ráð- herra kemur í ráðuneytið. Sé stefnan ekki staðfest í formi þingsályktunar er hætta á því að hún sé eins og söln- að haustlauf næst þegar lyklaskipti verða í ráðuneytinu. Ný sýn byggð á þekkingu Þó það skipti máli hvernig stefnan er gerð og hvað er gert við hana þá er það auðvitað innihaldið sem skiptir meginmáli. Þekkingarsköpun á sviði landbúnaðar hefur verið gríðarleg síðustu tíu ár. Árið 2010 hefði engum dottið til hugar að hina nýtilkomnu erfðamarkarækt væri hægt að nýta í hinum smáa íslenska kúastofni. Eða að raunhæft gæti verið að framleiða áburð í heimahúsum, flytja út wasabi og svona mætti lengi telja. Nú hefur verið sýnt fram á að erfðamarkarækt sé vel framkvæmanleg hér á landi. Hún er örugg og það er jafn ljóst eins og grasið grænkar á vorin að hún skilar árangri. Það eina sem þarf er að byrja og það fyrr en seinna. Vegna þess hraða sem hefur verið í tækniþróun er mikilvægt að fólkið sem mótar þessa vinnu sé ekki of fast í hugmyndum liðinnar aldar. Tuttugasta öldin var öld áburðar, útflutningsbóta, framleiðslustyrkja og olíu. Ný öld hefur fært okkur ótal tækninýjungar og mikla þekk- ingu. Viðfangsefni nýrrar landbún- aðarstefnu ætti að vera hvernig við getum aftengt íslenskan landbúnað erlendum aðföngum eins og kostur er. Með því er hægt að auka fæðuör- yggi og og gera okkur klár í að takast á við stærsta verkefni okkar tíma, loftslagsbreytingar. Við höfum verið kyrfilega minnt á að það er ekki hræðsluáróður að landið geti lok- ast. Samhliða þessu þarf að breikka grundvöll búsetu í sveitum þar sem tækniframfarir munu áfram leiða til aukinnar hagræðingar og því þurfa nýjir sprotar að fá að skjóta rótum. Kári Gautason Ekki meira hringl með landbúnaðarstefnu Kári Gautason. Kallað hefur verið eftir auknu fræðsluefni um nautakjötsfram- leiðslu og lagði RML, í samstarfi við Framleiðnisjóð, af stað í gerð fræðslubæklings um nautakjöts- framleiðslu. Fóður- og nautgriparæktarhóp- ur RML hóf vinnslu bæklings- ins en þegar vinnan var hafin þá hefði fræðsluefnið orðið mjög yfirborðskennt ef allt ferli nauta- kjötsframleiðslu væri undir í einum stuttum bæklingi. Það varð úr að mismunandi skeiðum framleiðsl- unnar var skipt upp og stefnan er að gera röð bæklinga með mis- munandi tímabil framleiðslunnar í huga. Nú er fyrsta afurðin í þessari röð komin út en fjallar sá bæklingur um ungkálfa á mjólkurskeiði, en þessi bæklingur á jafnt við nautakjöts- framleiðslu og mjólkurframleiðslu. Lifandi og heilbrigðir kálfar eru lykilatriði í nautakjötsframleiðslu og eins og sagt er: „Lengi býr að fyrstu gerð!“ Hér er um að ræða einstaklega við- kvæmt tímabil og mistök á þessu tímabili geta litað líf kálfsins í lélegra heilsufari og minni vexti. Farið er í gegnum fyrstu tíma kálfsins, mikilvægi broddmjólkur, mjólkur-, kjarnfóður- og gróffóður- gjöf og aðbúnað en ef þessi atriði eru í lagi skilar það bóndanum betri gripum og auknum hagnaði. Bæklingurinn er aðgengilegur á vefsíðu RML, rml.is. LESENDABÁS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.