Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 202046 Fyrirsögn á grein í Morgun blaðinu 17. ágúst og orð í fleiri fjölmiðlum, í þá veru að rýrnun Grænlandsjökuls sé óafturkræf, benda til misskilnings. Túlka mætti ýmis þau orð undanfar- ið í þá veru að jökullinn sé á hraðleið til algjörrar eyðingar, jafnvel þótt tækist að snúa við hlýnun jarðar af mannavöldum. Vissulega getur jökullinn horfið en þá yrði meðalhiti jarðar að hafa hækkað um mörg stig í afar langan tíma. Elsti ís jökulsins, sem náðst hefur með borunum, er milli 200 og 300 þúsund ára. Svo hár aldur sannar að jökullinn hefur legið á Grænlandi bæði á jökulskeiði og hlýskeiði ísaldarinnar. Á svo löngu tímabili hefur hressilega kólnað og hlýnað á víxl, en þá af náttúrunnar völdum. Í greininni sem vitnað er til (eftir Ian Howat og fleiri við Ríkisháskóla Ohio) skrifa vísindamennirnir þetta í lok útdráttar síns: „Við sýnum fram á að víðáttu- mikil hörfun skriðjökla á árunum 2000 til 2005 olli snöggri við- bótareyðingu og umskiptum til nýrr- ar, hvikular stöðu hvað massatap varðar sem héldi áfram jafnvel þótt yfirborðsbráðun minnkaði.“ Með þessu er átt við að ísmassi Grænlandsjökuls getur rýrnað áfram þrátt fyrir viðbót vegna aukinnar ákomu/minni bráðnunar í kólnandi veðurfari, fari svo að núverandi þróun snúist við. Það eru alvarlegar rannsóknarniðurstöður, m.a. vegna hækkunar sjávarborðs. Haldi rýrn- un jökulsins áfram með svipuðum hraða og nú, má gera ráð fyrir 50-100 cm hækkun sjávarborðs frá rýrnandi jöklum víða um heim á öldinni. Allur Grænlandsjökull myndi skila 6-7 metrum! Hvergi er þó fullyrt í grein vísindamannanna að heildar massatapið héldi áfram þar til jök- ullinn hyrfi. Grænlandsjökull er seigur, sýnir jarðsagan, gæti leitað jafnvægis á ný og jafnvel stækkað aftur. Vonandi gerist það sem fyrst. Vandinn vegna hraðari lofts- lagsbreytinga en mæligögn hund- ruð þúsunda ára afhjúpa er mikill. Hann vex hratt á meðan ríki heims hika, það skortir á stamstöðu þeirra og mótvægisaðgerðir eru of linar, einkum ríkjanna sem mest áhrif hafa á loftslagsbreytingarn- ar. Matvælaframleiðslu jarðarbúa á landi er hollast að meðalhitinn breytist sem minnst og sem hæg- ast, svo ekki sé minnst á þörfina fyrir miklar viðgerðir á sködduðum jarðvegi, endurheimt vistkerfa og uppgræðslu auðna. Auk þess varða súrefnisframleiðsla gróðurs, og kolefnisbinding, okkur afar miklu – eins og allir vita. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðvísindamaður og þingmaður VG LESENDABÁS Hverfur Grænlandsjökull? Uppbygging um allt land Síðastliðinn vetur var viðburða- ríkur svo ekki verði meira sagt. Óveður geisuðu, þau verstu í manna minnum sem ollu gríðar- legu eignatjóni, sérstaklega í raforku- og fjarskiptakerfinu. Ríkisstjórnin brást skjótt við og lýsti yfir að fjárhagslegt tjón yrði bætt. Síðan kom heimsfar- aldurinn og enn er verið að bæta í fjárfestingar með opinberri fjár- festingu til að verja og skapa störf. Fjölbreyttar fjárfestingar sjást í samgöngum, byggingum, nýsköp- un og til styrkingar á innviðum tengdum fárviðrinu. Fjárfest er nú meira en nokkru sinni fyrr í samgöngum- og fjar- skiptum og eru áætluð tæpir 58,3 ma.kr. á næsta ári og aukast um 10,5 ma.kr. frá gildandi fjárlögum eða um 22% að raunvirði. Sú aukning er að mestu leyti tilkomin vegna aukinna framlaga í gegnum fjárfestingar- og uppbyggingarátakið 2021–2023. Til að fá raunhæfan samanburð þarf að bera saman fjárlög heilla ára en hætt er við miklum skekkjum ef verið er að bera saman ársfjórðungsuppgjör mismunandi fjárlagaára. Allt komið í gang Vegaframkvæmdir eru ekki hilluvara úti í búð. Þær eru misumfangsmiklar og þarf ýmis undirbúningur búinn að eiga sér stað áður en grafan mætir á staðinn. Með fjárfestingarátakinu var hægt að flýta mörgum mikil- vægum framkvæmdum sem voru fullhönnuð. Dæmi um slík verkefni sem voru klár, er breikkun og að- skilnaður aksturstefna Bæjarháls – Vesturlandsvegur á Suðurlandsvegi og breikkun og aðskilnaður Langitangi – Hafravatnsvegur í Mosfellsbæ. Önnur stór fjárfestinga- verkefni til viðbótar við aðrar fjár- veitingar á samgönguáætlun er að milljarður var settur til viðbótar í tengivegi og annað eins í viðhald á vegum vítt og breitt um landið. Þessar framkvæmdir eru allar komnar í gang. Hafnarframkvæmdir og nýjar tvöfaldar brýr í stað einbreiðra; Köldukvíslargil á Norðausturvegi, Gilsá á Völlum, Botnsá í Tálknafirði, Bjarnadalsá í Önundarfirði, Núpsvötn, Skjálfandafljót og Stóra- Laxá á Skeiða og Hrunamannavegi. Hringtorg á Flúðum, við Landvegamót og á Eyrabakkavegi. Fyrir utan þær brýr sem voru á sam- gönguáætlun. Stærri vegaframkvæmdir sem krefjast lengri undirbúnings og voru settar af stað í fjárfestingaátakinu voru Reykja nesbraut, Hvassahraun- Krísuvíku raf legg jari, Suðurlands- vegur og Fossvellir-Norðlingavað. Undir bún ingur er fjármagnaður á þessu ári og á næsta ári verða þær sýnilegar þegar grafan kemur. Þá er ótalin ný flugstöð á Akureyri sem er í hönnun og flughlað ásamt, akbraut og flughlaði á Egilsstöðum. Allar boðaðar fjárfestingar í samgöngu- og fjarskiptamálum sem lagðar voru fram í samgönguáætlun og sam- þykktar síðastliðið vor hafa farið af stað eða eru í undirbúningi, vinnslu og mörgum þeirra er lokið. Fjarskiptaöryggi í óveðrum Af fjarskiptaverkefnum er það að frétta að verið er að leggja lokahönd á að styrkja fjarskiptastöðvar víða um land með auknu varaafli og fær- anlegum varaaflstöðvum er fjölgað. Óveðrið sem gekk yfir landið af- hjúpaði marga veikleika í rafmagns- og fjarskiptakerfum landsins og boðaði ríkisstjórnin fjárfestingaátak sem er að klárast. Tilgangurinn er að tryggja fjarskiptaöryggi í óveðrum. Við ætlum að tryggja sem best að ef slíkt fárviðri geisar aftur sé til staðar varaafl og nægt rafmagn. Skipting framkvæmdar fer eftir stöðu varaaflastöðva sem kom í ljós að flestar sem viðgerðar þurftu við eru á Norðurlandi. Þar er búið að gera heilmiklar úrbætur sem og í öðrum landshlutum og verða verklok núna í október. Það er svo sannar- lega verið að standa við stóru orðin. Framundan eru einhverjar mestu umbætur í samgöngum sem sést hafa. Um leið og við vinnum gegn samdrætti í hagkerfinu þá stórbætum við vegakerfið okkar og aukum um- ferðaröryggi sem hefur verið og er mitt hjartans mál. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson. Ari Trausti Guðmundsson. Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnesi Sími 430-4300 Bændur/ábúendur lögbýla Nú eða aldrei! Framleiðnisjóður landbúnaðarins kallar eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á lögbýlum (B-flokkur) Í meira en hálfa öld hefur Framleiðnisjóður landbúnaðarins stutt ötullega við nýsköpun og þróun í íslenskum landbúnaði. Sjóðurinn hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum og hefur starf sjóðsins jafnframt markast af þeirri sýn að landbúnaður hafi mikilvægu hlutverki að gegna í byggðalegu samhengi. Matvælaframleiðsla er vissulega meginmarkmið greinarinnar, en slík framleiðsla á sér ekki stað í einangrun frá öðrum atvinnugreinum dreifbýlisins. Tækifæri framtíðarinnar liggja m.a. í nýjum leiðum til hlunninda- og landnýtingar, landverndar, sem og í mótun þjónustu af ýmsum toga. Stjórnvöld hafa nú ákveðið að Framleiðnisjóður verði lagður niður í lok ársins 2020. Stjórnendur Framleiðnisjóðs hafa ákveðið að síðasta úthlutun sjóðsins beinist fyrst og fremst að grasrótarstarfi bænda og þeirra viðleitni til eflingar atvinnu í sveitum. Hér er því kallað eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á lögbýlum. Forgangs njóta þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni, sem líkleg eru til að leiða af sér um- talsverða atvinnusköpun og þar sem stuðningur sjóðsins hefur afgerandi þýðingu. Umsækjendur eru jafnframt beðnir að kynna sér sérstaklega frekari upplýsingar um takmarkanir er gilda um verkefni á ákveðnum sviðum, styrkhæfan kostnað, framkvæmdatíma verkefna, o.fl. á heimasíðu sjóðsins, www.fl.is. Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.fl.is, undir flipanum EYÐUBLÖÐ, B-form, umsókn og greinargerð. Mikilvægt er að vanda til gerðar umsókna og gera grein fyrir öllum efnisatriðum sem farið er fram á í umsóknarforminu. Sjóðurinn leggur ríka áherslu á að vanda skuli til gerðar allra fylgigagna umsóknar. Umsóknarfrestur er til 30. október 2020. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið fl@fl.is og með hefðbundnum pósti til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Framleiðnisjóði landbúnaðarins í síma 430-4300 eða um netfangið sigridur@fl.is. Úr Scoresby-sundi, stærsta firði heims. Mynd / Ari Trausti Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.