Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 2020 27 NÝ VERSLUN Á SELFOSSI Rekstrarland | Austurvegi 69 | 800 Selfoss | 480 1306 | rekstrarland.is Í Rekstrarlandi fást gæðavörur fyrir heimili, einstaklinga, fyrirtæki, iðnað, landbúnað og sjávarútveg. Verið velkomin! OPIÐ MÁN.–FIM. 8–18 FÖS. 8–17 Nánari upplýsingar gefur: Grétar Hrafn Harðarson S: 892-1480 Nf: gretarhrafn@simnet.is GRÆNU VELFERÐARGÓLFIN Bænda bbl.is Facebook lykt og það er stórkostleg tilfinning. Eimingarferlið getur tekið allt frá nokkrum klukkustundum og upp í hálfan sólarhring. Maður þarf að vita hvort jurtin eigi að vera þurrkuð eða hvort hægt sé að setja hana beint út í eimingarferlið. Þannig að aðferðirn- ar eru mismunandi og ferlið ólíkt en mjög skemmtilegt að vinna þetta.“ Lyktir hafa miðju, hjarta og topp Hönnuðirnir eru sem sagt búnar að þróa eigin aðferð við að ná lyktinni úr yfir 100 plöntum og trjám ásamt meðal annars kindataði og heyi. Úr hefur einnig orðið ilmsýningin Ilmbanki íslenskra jurta sem þær hafa stillt upp í vinnuhúsnæðinu í Álafosskvosinni. „Við erum stöðugt að þjálfa lyktarskynfærið sem flestir nota í raun ekki mikið. Það hefur ýmislegt komið á óvart í þessu ferli, eins og lykt af þistli sem er hálfgerður arfi en úr honum kemur góð rósalykt. Eins af burnirót, en það er krem- kennd og sæt hunangslykt af henni. Síðan eru sumar lyktir mjög rok- gjarnar og hverfa fljótt en aðrar eru margslungnari með miðju, hjarta og topp,“ segir Elín og Sonja bætir við: „Við erum að ná lykttegund sem fólk tengir við eins og öspin er lykt vorsins þegar asparbrumin ilma svo sterkt um allt. Síðan förum við lengra inn í sumarið og þá er birki- laufið ráðandi. Það er svo gaman að ná þessum ilmum sem liggja í dýpstu hjartarótum Íslendinga. Fólk tengir svo mismunandi við lyktir sem það finnur og það er svo gaman fyrir okkur að ná því samtali við fólk því það er svo persónubundið. Við höfum upplifað það að fólk hefur komið hér og fundið lykt og þá rifj- ast upp einhver minning og einstak- lingurinn verður aftur barn þegar það rifjast upp fyrir honum ljóslifandi atburður úr æsku. Skynfærið tengist nefnilega tilfinningu og þess vegna hafa mismunandi ilmir tengsl við minningar og upplifanir.“ Virkjum lyktarskynfærið Á Hönnunarmars í fyrra vakti ilmsturta Nordic angan mikla athygli en hugmyndin kemur frá japönskum skógarböðum, Shinrin-Yoku, sem ganga út á návist trjáa. „Í ilmsturtunni baðar fólk sig í íslenskum ilmkjarnaolíum. Hátíðnihljóðbylgjur brjóta olí- urnar niður í öragnir en þannig eiga þær greiðari leið inn í lík- amann. Ilmkjarnaolíurnar berast að öndunarfærunum sem köld þurrgufa. Rannsóknir japanskra vísindamanna sýna fram á að skógarböð draga úr streituhormónum, bæta ónæm- iskerfið og efla almenna vellíðan. Ástæðuna má finna í ilmkjarnaolíum sem trén framleiða og gefa frá sér til að verjast bakteríum og skordýr- um. Skógarloftið lætur manni því ekki aðeins líða vel heldur virðist það bæta ónæmiskerfið og urðu því skógarböð hluti af opinberri heilsu- áætlun í Japan árið 1982,“ útskýrir Sonja og Elín segir jafnframt: „Á sýningunni okkar hér sem er Ilmbanki íslenskra jurta erum við að gera um það bil einum fjórða skil en síðan getum við skipt út enda af nógu að taka. Núna erum við að markaðssetja sýninguna hér bæði fyrir einstaklinga og vinnu- staða- og vinahópa. Hægt er að panta heimsókn á heimasíðu okkar í ilmupplifun með leiðsögn og létt- um veitingum. Einnig erum við í stöðugri vöruþróun og að bæta við í versluninni hjá okkur þannig að við vonumst til að fá sem flesta hérna til okkar í kvosina til að virkja lykt- arskynfærin, ilma að sér íslenskri náttúru og framkalla um leið gaml- ar góðar minningar.“ – Sjá nánar á nordicangan.com Eftirlíkingar af mannslungum á sýningunni eru ilmhylki sem innihalda mis- munandi lyktartegundir úr skóginum. Þar má meðal annars fræðast um að í Lindifuru eru Ketones, hópur lífrænna efnasambanda sem eru sérstaklega styrkjandi fyrir lungun og hafa góð áhrif á öndunarfærin. Lindifurur voru áður gróðursettar í kringum berklahæli því þær þóttu styrkjandi fyrir lungun. Byggðasamlagið Oddi bs óskar eftir að ráða leikskólastjóra við leikskólann Heklukot á Hellu. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að ganga glaður til verka og leiða af dugnaði öflugt leikskólasamfélag með samstöðu og árangur að leiðarljósi. Á Hellu búa um 900 manns og stendur Leikskólinn Heklukot í hjarta þorpsins á einu fegursta bæjarstæði landsins við hina lygnu Ytri-Rangá. Í næsta nágrenni við leikskólann er Grunnskólinn á Hellu og Tónlistarskóli Rangæinga, Íþróttamiðstöð með frábærri sundlaug, sparkvelli og leik- og útiíþróttasvæði. Á Hellu er margvísleg þjónusta og kraftmikil uppbygging m.a. hvað varðar fjölbreytt íbúðahúsnæði. Þar eru ótal möguleikar til að sinna áhugamálum og útiveru af öllu tagi. Á Hellu er gott mannlíf og þar er tekið vel á móti fólki. LEIKSKÓLASTJÓRI HEKLUKOTI Á HELLU Á starfssvæði byggðasamlagsins búa um 2000 íbúar en það eru sveitarfélögin Rangárþing ytra og Ásahreppur sem standa að Odda bs. Leikskólinn Heklukot er 5 deilda leikskóli með um 80 börn. Á Heklukoti er unnið eftir stefnu Grænfánans og Heilsustefnunnar og mikil áhersla lögð á að vinna gæðastarf með börnum. Í undirbúningi er að reisa nýjan leikskóla á Hellu og því mjög spennandi tímar framundan. Skólastefnu Rangárþings ytra og Ásahrepps má finna á slóðinni: www.ry.is/is/ibuar/skolar/leikskolar-dagvistun Gildi leikskólans á Heklukoti eru: Leikur – Gleði – Lífsleikni. Stefnt er að því að ráða í stöðuna frá 1. janúar næstkomandi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samninganefndar sveitarfélaga (SNS) og Félags stjórnenda leikskóla (FSL). Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri byggðasamlagsins Odda bs. Umsóknarfrestur er til 20. október nk. Umsóknum skal skila á netfangið agust@ry.is. Með umsókn skal skila starfsferilskrá, nöfnum 2 umsagnaraðila, stuttri kynningu á umsækjanda og greinargerð þar sem umsækjandi gerir grein fyrir sýn sinni á leikskólamál og faglegri reynslu og getu sem nýtist í starfi. Frekari upplýsingar um starfið veitir Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri í gegnum netfangið agust@ry.is eða í síma 4887000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Réttur er áskilinn til að hætta við ráðningu og/ eða auglýsa stöðuna að nýju. Helstu verkefni og ábyrgð: - Veita faglega forystu og leiða þróun skólastarfs til framtíðar í samræmi við skólastefnu sveitarfélaganna sem standa að byggðasamlaginu Odda bs, aðalnámskrá leikskóla og lög um leikskóla. - Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi leikskólans. - Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun. - Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagins. Menntunar- og hæfnikröfur: - Leikskólakennaramenntun eða leyfisbréf skv. núgildandi lögum og farsæl starfsreynsla í leikskóla. - Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða og/eða farsæl stjórnunarreynsla. - Færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun og áætlanagerð. - Hæfni í samskiptum og metnaður til árangurs. - Reynsla í fjármálastjórnun kostur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.