Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 2020 37
Margrét Harpa verður til svars.
„Krakkarnir hafa mismikinn áhuga
en eru alla jafna áhugasöm um að
hjálpa til við störfin. Með aukinni
tæknivæðingu fækkar þó störfun-
um sem lítil börn ráða við. Svo á
bara eftir að koma í ljós hvort eitt-
hvert þeirra hafi áhuga á að leggja
búskap fyrir sig en við teljum að það
velti á því hvernig framtíð íslensks
landbúnaðar verður, kannski verður
bara allt flutt inn eða of lítið upp úr
búskapnum að hafa.“
Erum bjartsýn að eðlisfari
– Ef við horfum til íslensks land-
búnaðar í dag, hvernig líst ykkur á
stöðuna og framtíðina?
„Við erum bjartsýn að eðlis-
fari og sjáum óteljandi tækifæri í
íslenskum landbúnaði. Við erum
með leyfi til að selja kjöt og telj-
um vera sóknarfæri í að selja vörur
beint frá býli. Okkar kúnnar kunna
að meta að vita hvaðan varan kemur,
það virðist vera í tísku að versla
beint og því fer þessi hluti búrekstr-
arins ört stækkandi. Við erum að
skoða að byggja nautaeldishús en
ætlum aðeins að sjá til hvort íslensk
stjórnvöld átti sig ekki á mikilvægi
íslenskrar landbúnaðarframleiðslu
og hætti að hleypa hverju sem er
inn í landið, því allt er hægt að fá
ódýrara í útlöndum enda verka-
mannalaun þar lág borið saman við
Ísland,“ segir Ómar.
Einkennileg stefna að
leyfa aukinn innflutning á
landbúnaðarvörum
– Hvað segið þið um innflutning á
landbúnaðarvörum, hver er afstaða
ykkar til þess máls?
Nú setur Ómar í brýrnar og svar-
ar:
„Okkur þykir einkennileg sú
stefna stjórnvalda að leyfa aukinn
innflutning á landbúnaðarvörum
sem hægt er að framleiða hér á
landi. Á sama tíma og verið er að
hvetja fólk til að ferðast innanlands
og settur stórpeningur í að halda í
störf þá auka stjórnvöld innflutn-
ing á landbúnaðarvörum með því
að hafa lága tolla á þeim.“
– Merkingar á matvælum, þið
hafið skoðanir á því, hvað viljið þið
segja um það?
„Já, upprunamerkingar matvæla
í verslunum þurfa að vera meira
áberandi og eins þarf að sérmerkja
íslenskar vörur sem íslenskar, ekki
ganga út frá því að neytendur viti að
varan sé íslensk. Eins ætti að vera
ríkari skylda að veitingastaðir og
mötuneyti greini frá upprunalandi
hráefna sem þar eru notuð, því við
teljum að langflestir neytendur vilji
íslenskar vörur. Það mætti stund-
um halda að þeir sem selja innflutta
landbúnaðarvöru þori ekki að segja
hvaðan varan kemur, eru stundum
að líkja eftir íslenskum umbúðum
og hafa oft texta á íslensku á þeim
og mætti halda að það sé stundum
verið að villa um fyrir neytendum.
Láta þá halda að þeir séu að kaupa
íslenska vöru,“ segir Margrét Harpa.
Landgræðsluverðlaunin 2020
– Þið fenguð Landgræðsluverðlaunin
2020, hvernig tilfinning var að fá
þessi verðlaun og hvaða þýðingu
hafa þau?
„Það var mikill heiður og hvatn-
ing að fá þessi verðlaun. Við höfum
unnið markvisst að landgræðslu í 50
ár og teljum að landgræðsla og stýrð
búfjárbeit geti farið ágætlega saman
eins og raun ber vitni í Lambhaga.
Við höfum aðallega breytt söndum
í tún og nýtt kúamykju og heymoð
sem áburð, ásamt tilbúnum áburði,“
segir Ómar.
–Hvernig sjáið þið framtíð land-
búnaðar og búsins hjá ykkur næstu
20 til 30 árin?
„Vonandi hjálpast allir að sem
standa að íslenskum landbúnaði eins
og stjórnvöld, bændur, afurðastöðv-
ar, verslanir og neytendur, til að gera
þessa atvinnugrein enn þá öflugri.
Við þurfum að hugsa um fæðuör-
yggi þjóðarinnar og eins öll þau
störf sem skapast af landbúnaði. Við
alla vega stefnum að því að halda
ótrauð áfram að framleiða góða og
hreina matvöru,“ segir Ómar hvergi
banginn.
– Þegar þið eruð ekki að hugsa
um sveitina og skepnurnar, hvað
gerið þið ykkur til ánægju og
afþreyingar, fjölskyldan, til að
brjóta upp hversdaginn?
„Það er ýmislegt, við höfum t.d.
gaman af útiveru og samveru við
vini og fjölskyldu. Veiði, leikhús,
bíltúrar og þess háttar. Það er þó
lítið um löng frí enda má segja
að búskapurinn sé að vissu leyti
bæði vinna og áhugamál, það er
ákveðinn lífsstíll að vera bóndi,“
segir Margrét Harpa og Ómar tekur
undir með henni. /MHH
Hin fjölskyldan á bænum. Björgvin Reynir Helgason og Dóra Steinsdóttir
með börnum sínum, þeim Ásbergi Ævari, Þorbjörgu Helgu, Steini Skúla,
Pétri Frey og Óla Þóri.
Ómar staddur í fallegum kornakri í Lambhaga. Mynd / MHH.
Það eru ýmis verk, sem þarf að sinna í sveitinni, hér eru Björgvin Reynir og
Kolfinna í kálfaflutningum.
• Bárujárn í ýmsum litum
• Áfellur úr stáli í ýmsum litum
• Stuttur afgreiðslutími
• Gott verð
• Persónuleg þjónusta
Sinus 18 er lítið fjölskyldufyrirtæki sem staðsett er á Stokkseyri og flytur
inn bárujárn og glugga frá Danmörku. Fyrirtækið veitir viðskiptavinum
sínum persónulega þjónustu og tryggir bæði lágt vöruverð og stuttan
afgreiðslutíma. Sé áhugi til staðar getur fyrirtækið einnig aðstoðað með
mannskap við uppsetningu.
Til þess að fá tilboð sendið tölvupóst á 18sinus18@gmail.com eða hafið
samband í síma 772-2643.