Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 202058 BÆKUR& MENNING „Hella – þorp í þjóðbraut“ Bókin „Hella - þorp í þjóðbraut“ sem Ingibjörg Ólafsdóttir hefur tekið saman er nú í lokafrágangi og gert er ráð fyrir að hún fari í sölu síðar í mánuðinum. Í bókinni er rakin saga þeirra er fyrstir bjuggu í þorpinu, fyrstu húsum gerð nokkur skil sem og sögu jarðanna er Hella byggist úr. Að auki er nokkuð fjallað um sögu Rangárvallahrepps en Hella tilheyrði honum allt til ársins 2002. „Auk sagnfræðilegrar yfir- ferðar byggir bókin um margt á frásögnum heimamanna, sem ljá henni litbrigði. Bókina prýða meira en tvö þúsund myndir sem safnað hefur verið úr ýmsum áttum, jafn frá einstaklingum og úr stærri söfnum. Um tvö hund- ruð myndir koma úr safni þeirra Stolzenwald-feðga sem tóku mikið af myndum á Hellu á sinni tíð“, segir m.a. í tilkynningu vegna útgáfu bók- arinnar. Hægt er að panta bókina á heimasíðu Rangárþings ytra og eru allir áhugasamir hvattir til að tryggja sér eintak. /MHH Þann 13. október árið 1987 átti að slátra kú frá Breiðadal í Önundarfirði í sláturhúsinu á Flateyri. Þegar hún var leidd að sláturhúsinu virtist hún skynja hvað væri í vændum og sleit sig lausa og stökk í sjóinn. Sundkýrin Sæunn Sundkýrin Sæunn fjallar um kú í Breiðadal í Önundarfirði sem flúði slátrarann á Flateyri og stökk í sjóinn. Það sem meira er - sagan er sönn. Þann 13. október árið 1987 átti að slátra kúnni á Flateyri, en þegar hún var leidd að sláturhús- inu virtist hún skynja hvað væri í vændum og sleit sig lausa. Að því loknu tók hún á rás í átt til hafs, beið ekki boðanna og synti út á fjörðinn. Alla leið yfir fjörðinn, tæpa þrjá kílómetra. Talsvert var fjallað um sund afrek kýr innar í fjölmiðlum á sínum tíma og þar segir meðal annars „Þótt maður viti auðvitað aldrei hvað svona skepn- ur hugsa er engu líkara en hún hafi skilið hvað til stóð,“ sagði Halldór Mikkaelsson bóndi við Morgunblaðið 15. október. „Hún hefur alltaf verið afskap- lega gæf og gott að umgangast hana og því ólíkt henni að slíta sig svona lausa, eins og hún gerði þarna við slátur húsdyrnar.“ Önundarfjörður er ekki lítill og 2,5 kílómetrar frá Flateyri yfir í Valþjófsdal. Þangað synti kýrin, á móti straumi, og var um klukkustund á leiðinni. Björgunarsveitarmenn fóru út á bát til að fylgja henni síð- asta spölinn og þegar hún kom að landi, við bæinn Kirkjuból II, blés hún varla úr nös og átti greinilega nægt þrek eftir. Nú er sem sagt þessari stórmerki- legu og ótrúlegu sögu af sundkúnni Sæunni verið komið fyrir á bók, söguna skráir Eyþór Jóvinsson, bóksali á Flateyri, og bókina prýð- ir fjöldi glæsilegra litmynda eftir Freydísi Kristjánsdóttur sem gæðir söguna lífi. Bókin er gefin út af Sögur útgáfa og er þar á ferðinni fagurlega myndskreytt ævintýr, beint af býli úr Önundarfirði vestur á fjörðum. /VH Björgunarsveitarmenn fóru út á bát til að fylgja henni síðasta spölinn. Hansdætur „Sumt fólk skilur ekkert nema kindur og fisk, líklega skilja Íslend ingar ekkert nema kindur og fisk, sérstak- lega ekki karl menn.“ Hansdætur er áhrifamikil örlagasaga úr íslenskum veru- leika. Við sögu koma harð gerðar konur, viðkvæmar sálir, andans menn, óreiðufólk af ýmsu tagi, draumar og þrár, sorgir og sigrar. Í vestfirsku sjávarplássi í byrjun tuttugustu aldar geng- ur hver til sinna verka og nær óhugsandi er að rjúfa mörk stéttar og stöðu. Kona sem á þrjú börn með þremur mönnum á sér ekki viðreisnar von en dótt- ir hennar Gratíana þráir breytta tíma og betra líf. Hún hafnar þeim kvöðum sem hvíla á kvenfólki, hún vill ganga í buxum, frekar sulla í víni en vatni, og hún vill að Sella fái að syngja og Rannveig að ganga í skóla. Benný Sif Ísleifsdóttir hefur skrifað fyrir bæði börn og fullorðna en Hansdætur er önnur skáldsaga hennar. Fyrir Grímu hlaut hún Íslensku hljóðbókaverð- launin, Storytel awards, árið 2020. Hægt er að hafa samband við Benný í gegnum netfangið bennysif@gmail.com Er kroppurinn í lagi? Mörg búverk krefjast þess að bóndinn sé í líkamlega góðu formi. Hann verður að búa yfir styrk, lipurð og þoli til að mæta ólíkum verkefnum dagsins. Þess vegna er mikilvægt að halda sér í formi, gera reglulega æfingar og leggja áherslu á að styrkja alla vöðva líkamans. Er þitt bú öruggur og góður vinnustaður? Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is PO RT h ön nu n Sagnakonurnar Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Sigurbjörg Karlsdóttir, hafa á undanförnum árum staðið fyrir verkefninu „Til fundar við formæður“, þar sem unnið er með sögur formæðra. Haldnar hafa verið sögustundir og námskeið, ætluð konum. Nú í nóvember, verður í fyrsta sinn boðið upp á netnámskeið, sem síðan mun ljúka með sameigin- legri sögustund í Gerðubergi í Reykjavík, ef aðstæður leyfa. Námskeiðið er fyrir konur sem vilja kynnast betur sögu for- mæðra, aðstæðum þeirra og lífi. Reynsla margra sem vinna með sögu formæðra á þennan hátt, er sú að kynnast um leið sjálfum sér betur og þeim jarðvegi sem þær eru sprottnar úr. Þátttakendur velja sér sögu einnar formóður til að vinna með. Nálgunin byggir á persónulegri sögu formóður, frekar en á ættfræði eða sagnfræði. Kennsla fer fram í gegnum Zoom, í 6 skipti, 1½ klst. í senn. Námskeiðinu lýkur síðan, eins og fram kom hér á undan, með sögustund í Gerðubergi, þar sem hópurinn kemur saman, æfir sig og síðan segir hver og ein sína sögu. Á námskeiðinu skapa þátt- takendur söguna og búa hana til frásagnar. Notaðar verða ýmsar aðferðir við að móta söguna, svo sem að gera hugkort, skrifa niður texta og að segja frá í litlum hópum. Einnig verður stuðst við myndefni og persónulega hluti. Samhliða þessu er veittur undir- búningur fyrir það að standa upp og segja sögu í hópi, með æfingum og leiðbeiningum um sagnalist. Hver og einn þátttakandi byggir á þeirri þekkingu sem hún hefur, sumar hafa litla vitneskju um líf formóðurinnar, aðrar mikla. Ef efniviðurinn er lítill, má finna upplýsingar um aðstæður kvenna í sambærilegri stöðu og munu þátt- takendur fá ábendingar um hvernig hægt er að nálgast slíka upplýs- ingaöflun. Og þar sem vitneskjunni og upplýsingunum sleppir, er alveg óhætt að taka sér skáldaleyfi til að setja kjöt á beinin. Einungis ætlað konum Það er reynsla okkar sem að nám- skeiðinu stöndum að konur eigi auðveldara með viðfangsefnið þar sem eingöngu eru aðrar konur. Það skapast systralag og andrúmsloft trausts, þar sem haldið er á lofti sögum kvennanna sem oft hafa verið ósýnilegar í gegnum tíðina. Þó viljum við leggja áherslu á að það er ekki síður dýrmætt fyrir karla að kafa ofan í sögur sinna formæðra og hver veit nema við höfum slíkt námskeið síðar. Hægt er að skrá sig á nám- skeiðið hjá Sigurborgu Kr. Hannesdóttur, sigurborg@ildi. is, í síma 866 5527 eða með skila- boðum til hennar á Messenger á Facebook. Til fundar við formæður – netnámskeið fyrir konur Sigurbjörg Karlsdóttir og Sigur- borg Kr. Hannesdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.