Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 2020 43
ur til að finna styttri siglingaleið til
Indlands en leiðina fyrir Hornhöfða
í Suður-Afríku til að versla krydd.
Það er þess vegna sem innfæddir í
Ameríku kallast Indíánar, Kólumbus
hélt í fyrstu að hann hefði náð til
Indlands.
Banda-eyjaklasinn eða Krydd-
eyjarnar, eins og þær voru kallað-
ar um tíma, vöktu snemma áhuga
fyrstu evrópsku sjófarendanna.
Árið 1511 lagði flotaforinginn
og landkönnuðurinn Afonso de
Albuquerque, uppi 1453 til 1515,
undir sig þáverandi höfuðborg
Malasíu, Malacca, í nafni Manuels
konungs Portúgal, uppi 1469 til
1521. Borgin var á þeim tíma miðja
kryddverslunar Araba í Asíu. Sama
ár komst Albuquerque á snoðir um
Banda-eyjar og sendi þrjú skip
undir stjórn António de Abreu, uppi
1480 til 1514, flotaforingja til að
finna eyjarnar sem hann fann með
hjálp sjóliða frá Malasíu 1512.
Abreu og skip hans sigldu milli
eyjanna í um það bil mánuð og fylltu
lestar sínar af múskathnetu, múskat-
hnetuhýði og negul. Í riti eftir portú-
galska lækninn Tomé Pires, uppi
1465 til 1524 eða 1540, sem kallast
Suma Oriental, segir að þrátt fyrir
ábatasöm viðskipti hafa Portú galar
aldrei náð fullum yfirráðum á eyj-
unum.
Hollendingar fylgdu í kjöl-
far Portúgala og hófu fljótlega
múskatviðskipti við eyjaskeggja og
skömmu eftir aldamótin 1600 höfðu
þeir rutt Portúgölunum úr vegi.
Hrifning Evrópubúa af múskati
var mikil. Það var notað til að
krydda mat og drykki. Duftið var
sagt hafa lækningarmátt og í plág-
um báru konur það í litlum pokum
um hálsinn og önduðu að sér lækn-
ingarmætti þess gegnum pokann.
Karl menn blönduðu duftinu aftur á
móti út í neftóbak og tóku í nefið.
Eftir spurnin var gríðarleg og verðið
svimandi hátt og sagt er að verð-
gildi múskats í Evrópu hafi um tíma
verið 68 þúsund sinnum hærra en
það kostaði að rækta það og sigla
því til Amsterdam.
Til að tryggja sér einokun á
ræktun og verslun með múskat á
Banda-eyjum fór Hollenska Austur-
Indíafélagið í blóðugt stríð gegn
eyjaskeggjum árið 1621. Áætlaður
fjöldi íbúa eyjanna fyrir herför
málaliða félagsins var um 15 þús-
und en talið er að einungis um eitt
þúsund þeirra hafi lifað slátrunina
af. Þeir sem komust af voru eltir
uppi og hnepptir í þrældóm, þrælað
út og sveltir í hel. Á nokkrum árum
tókst að útrýma öllum innfæddum
íbúum Banda-eyja og því um hreint
og klárt þjóðarmorð að ræða.
Hiatus
Harðræði landstjóra Hollendinga á
eyjunum var gríðarlegt og innfluttir
þrælar miskunnarlaust pískaðir
áfram og refsað með pyntingum til
að auka framleiðsluna. Eftir mis-
heppnaða þrælauppreisn árið 1650
barði landsstjórinn allar tennurnar
úr uppreisnarforingjanum, skar
síðan úr honum tunguna áður en
hann skar á háls öðrum til viðvör-
unar.
Í framhaldinu varð Hollenska
Austur-Indíafélagið einrátt með við-
skipti með múskat frá Banda-eyjum
og um leið í heiminum það sem eftir
var sautjándu aldar. Framleiðslu-
aukningin var slík að Hollendingar
þurftu á hverju ári að brenna hluta
uppskerunnar til að halda verðinu
uppi.
Árið 1638 náðu Bretar með
hervaldi yfirráðum á eyjunni Run,
sem er ein Banda-eyja, í óþökk
Hollendinga.
Hollendingar voru ósáttir við
að Bretar hefðu stolið af þeim
eyjunni en þeir áttu spil uppi
í erminni. Á þessum árum til-
heyrði Manhattaneyja eða Nýja
Amsterdam, sem hluti New York
borgar stendur á í dag, Hollandi.
Bretar vildu komast yfir eyjuna og
árið 1667 gerðu þjóðirnar með sér
samkomulag um skipti. Holland
fékk Run-eyju og land til að rækta
sykurreyr í Suður-Ameríku frá
Bretum í skiptum Manhattan.
Hollendingar voru hæstánægðir
með skiptin og styrktu einokunar-
verslun sína með múskat eins vel
og þeir gátu og til að koma í veg
fyrir að fræ sem voru flutt út gætu
spírað var þeim velt upp úr kalki
og lá dauðarefsing við að smygla
frjóum fræjum eða lifandi plönt-
um frá eyjunum. Á eyjunum voru
einnig veiðimenn sem höfðu það
starf að drepa fugla sem sóttu í aldin
múskattrjánna og spilltu uppsker-
unni.
Árið 1776 tókst einhenta, franska
grasafræðingnum og garðyrkju-
manninum Pierre Poivre, uppi
1719 til 1786, að smygla nokkrum
hnetum úr landi og setja á fót litla
múskatræktun á eyjunni Máritíus.
Afskiptum Breta af Banda-
eyjum var samt ekki lokið. Í
Napóleonstríðunum, 1803 til
1815, var Holland hluti af veldi
Napóleon og um leið óvinaríki
Breta. Englendingar sáu sér leik
á borði og árið 1810 hertóku þeir
Banda-eyjar með skyndiárás.
Í kjölfar yfirráða Breta á Banda-
eyjum 1810 fluttu þeir múskatfræ
og plöntur til Srí Lanka og annarra
nýlenda í Asíu og í Afríku og hófu
ræktun þeirra þar og rufu þannig
einokun Hollendinga á verslun með
múskat. Í bókinni Hortus Botanicus
Malabaricus lýsir Hollendingurinn
Hendrik van Rheede, uppi 1636 til
1691, fyrstu tilraunum Indverja til
að rækta múskat.
Árið 1814 fengu Hollendingar
eyjarnar aftur eftir samningavið-
ræður en viðskipti með múskat
urðu aldrei eins ábatasöm eftir
það. Hollendingar héldu yfirráð-
um sínum á Banda-eyjunum til loka
seinni heimsstyrjaldarinnar 1944.
Langar múskathnetur
Breski ethnobotanistinn dr. Roy
Ellen telur að verslun með ýmsar
aðrar tegundir Myristica en fra-
grans eigi sér mun eldri sögu og
sé ekki bundin við Banda-eyjar.
Ellen bendir réttilega á að tegundir
innan ættkvíslarinnar séu margar
og vaxi víða í Asíu og fjöldi þeirra
séu ilm- og bragðsterkar. Hann telur
að verslað hafi verið með langar
múskathnetur frá Papúa Nýju Gíneu
og víðar í Asíu löngu áður en ar-
abískir og evrópskir kaupmenn og
landkönnuðir komu til sögunnar.
Nafnaspeki
Latneska ættkvíslarheitið Myristica
er komið úr grísku, myristikos, og
þýðir angan eða ilmur. Tegundar-
heitið fragrans þýðir einnig að
plantan angi.
Á ensku kallast plantan, hnetan
og múskatduft nutmeg en hnetu-
hýðið og hnetuhýðisduft mace.
Arabar kalla kryddið jawzat altayib
en í Kína segja ròu dòukòu. Víðast
hvar í Afríku þekkist kryddið sem
nutmeg og sem neutmuskatt á afr-
íkansk.
Hollendingar segja nootmuskaat,
en Frakkar og Ítalir noix de
muscade. Pólverjar kalla hnetuna
gałka muszkatołowa, Finnar
muskottipähkinä, Svíar muskot og
Danir muskatnød.
Á Íslandi er talað um múskat og
er þá hvort sem er átt við hnetuna
og hnetuduftið.
Nytjar
Í Malasíu eru múskathnetur og
blóm notuð til að stilla meltinguna
og sem örvandi til ástarleikja.
Evrópumenn á fimmtándu til átj-
ándu öld töldu kryddið styrkjandi
til Venusarleikja og var það síst til
að draga úr eftirsókn í það.
Auk þess sem múskat er mikið
notað sem krydd er unnin úr
hnetunni olía og það sem er kall-
að múskatsmjör. Múskatolía er
meðal annars notuð í hóstamixt-
úrur og tannkrem en múskatsmjör
í bakstur, sápur og sem smurefni
í iðnaði.
Ilmurinn af múskati er mjög
afgerandi og bragðið eilítið sætt. Í
indónesískri og indverskri matar-
gerð er kryddið notað í margs konar
kjöt- og grænmetisrétti, súpur og
sósur. Einnig þekkist á Indlandi að
mulið múskat sé reykt líkt og tóbak.
Í Evrópu er kryddið notað til að
bragðbæta kökur, sælgæti, búðinga,
kjöt og sósur, ýmiss konar drykki
eins og eggjapúns og espressókaffi.
Það er einnig sagt gott í kartöflu-
rétti.
Úr aldininu sem umliggur hnet-
una er búin til sulta eða að það er
borðað hrátt með sykri.
Eins og með flest annað er best
að nota múskat í hófi því ofnotkun
getur valdið ofnæmisviðbrögðum
og útbrotum, ofskynjunum og
lifrarskemmdum.
Múskat á Íslandi
Íslenskar húsmæður voru farnar
að nota múskat í bakstur fyrir þar-
síðustu aldamót og það nefnt í
Kvennablaðinu 1895 sem eitt af
mögu legum hráefnum í bakaða
smjörsnúða og árið 1899 er það
auglýst í Stefni ásamt öðrum ný-
lenduvörum.
Í Hagskýrslum um utanríkis-
verslun segir að árið 1926 hafi
verið flutt inn 394 kíló af múskati
frá Danmörku sem sýnir að notk-
un á kryddinu hefur verið talsverð
snemma þriðja áratug síðustu aldar.
Fram eftir öldinni er múskat reglu-
lega auglýst og er vinsælt í matar-
og kökuuppskriftum blaða.
Múskat er í garam masala og
mörgum karríblöndum og því víða
að finna í eldhúsum og því talsvert
mikið notað í matargerð, jafnvel
þó að við vitum ekki alltaf af því.
Holleska Austur-Indíafélagið var lengi einrátt með viðskipti með múskat
frá Banda-eyjum og um leið í heiminum. Framleiðsluaukningin var slík að
Hollendingar þurftu á hverju ári að brenna hluta uppskerunnar til að halda
verðinu uppi. Málverk Hendrik Cornelisz Vroom árið 1599.
Pyntingar og limlestingar þóttu sjálfsagt máli á Banda-eyjum til að auka
uppskeru á múskati.
Banda-eyjaklasinn austan við Indónesíu.
Myristica fragrans er 5 til 30 metra
hátt og sígrænt tré sem er haldið í
lægri kantinum í ræktun.
Tínsla og vinnsla á múskati fer nánast öll fram með höndum og er mannfrek.
Karfa á löngu skafti er notuð til að tína aldinin af trjánum.