Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 202044 Sviðsstjóri fiskeldissvið Haf­ rannsókna stofnunar svarar hinn 10. september greinum mínum sem hafa birst í Bænda blaðinu þar sem áhættumat erfðablöndun­ ar hefur verið gagnrýnt. Í grein sviðsstjórans er í meginatriðum farið inn á að skýra a) áhættumat sem stjórnartæki, b) vöktunarað­ ferðir og c) ritrýni áhættumatsins. Í þessari grein verða teknir fyrir tveir seinni liðirnir. Rýniskýrslan Það liggur nú fyrir úttekt á áhættu- mati erfðablöndunar útgefið af þriggja manna vísindanefnd og búið er að leggja fyrir Alþingi. Skýrslan ber nafnið ,,Skýrsla sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra um niðurstöður óháðrar nefndar um athugun á aðferðarfræði, áhættumati og greiningum á fiskeldisburðarþoli á vegum Hafrannsóknastofnunar“. Hér á eftir verður skýrslan nefnd rýniskýrslan. Sviðsstjórinn dregur upp jákvæða mynd af áhættumati erfðablöndunar þegar minnst er á rýniskýrsluna í sinni grein. Vissulega nefnir sviðsstjórinn að ekki sé alltaf rétt reiknað eins og vísindanefndin bendir á, en látum það vera í bili og tökum nú sérstaklega fyrir viðmið- anir og vöktunaraðferðir sem mest er fjallað um í grein sviðstjórans. Fór vísindanefndin út fyrir sitt umboð? Vísindanefndinni var ekki ljóst hvort í erindisbréfi hennar sé sérstaklega farið fram á að nefndin leggi mat á vöktunaráætlanirnar sem komið hefur verið á fót tengt áhættu- mati erfðablöndunar. Það kann að vera ástæðan fyrir því í sumum tilvikum fékk vísindanefndi ekki alltaf umbeðnar upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun, gögn sem voru mikilvæg til að nefndin gæti unnið sýna vinnu á fullnægjandi hátt. Hér á eftir verður stuðst við við rýniskýrsluna að mestu þegar svarað er grein sviðstjórans. Viðmiðunarmörk Í grein sviðsstjórans kemur fram að miðað er við að hlutfall eldislaxa fari ekki yfir 4% af fjölda göngu- laxa og var það viðmið tekið í sam- ráði við færa erlenda sérfræðinga á sviði erfðablöndunar. Í grein minni í Bændablaðinu 4. júní er bent á að 4% viðmið geti verið varasamt og að ekkert viðmið sé fyrir erfðablöndun. En hvað segir vísindanefndin um 4% viðmiðunarmörk? • Lægri viðmiðunarmörk: Þau ættu e.t.v. að vera, jafnvel var- færnislegri, þar sem laxastofn- inn sem notaður er á Íslandi er af norskum uppruna og er þar með frábrugðinn, bæði vegna eldisáhrifanna og þróunarsögu. • Sérstök viðmiðunarmörk fyrir litla laxastofna: Einnig ætti að íhuga að nota lægri við- miðunarmörk fyrir minni stofna en stærri stofna. Ástæða þess er að fyrirliggjandi vísindaleg gögn benda til þess að litlir og dreifðir stofnar séu hlutfallslega viðkvæmari fyrir innblöndun en stærri og þéttari stofnar. Komið verður betur inn á litlu laxastofnana í seinni greinum. Vöktun með árvaka Á Íslandi er mikil áhersla lögð á notkun árvaka sem er að mörgu leiti hið besta mál en aðferðafræðin hefur ákveðna annmarka eins og bent var á í grein minni um vöktun laxastofna í Bændablaðinu þann 30. júlí. Helsti gallinn er að staðsetja á flesta árvak- ana langt frá eldissvæðum og þannig litlar líkur á að vart verði við eldislax í þeim. En hvað segir vísindanefndin? • Ófullnægjandi vöktun: Myndavélar (árvaki) gefa færi á að telja eldisfisk (en erfitt er að greina „snemmsloppinn“ fisk með þessari aðferð) og villtan fisk sem gengur í ár. Árvaki hefur aðeins verið komið á í sex ám til þessa en áform eru um að fjölga þeim í 12. Engin önnur reglubundin fullnægjandi slembisýnataka af fullvöxnum laxi fer fram í ám og telur vís- indanefndin því þessu vöktun- arsviði ábótavant. Dæmi um fullnægjandi vöktun Vísindanefndin gerir alvarlegar athugasemdir við vöktun á hlutfalli eldislaxi í veiðiám í áhættumati erfðablöndunar og bendir á tvær vöktunaraðferðir sem stuðst er við í Noregi sem hægt væri að hafa til fyrirmyndar: • Vöktun yfir stangveiðitímabilið: Vísundanefndin telur sérstaka ástæðu til að að nefna slembi- sýnatöku úr afla/stofni úr meira en 200 ám í Noregi sem fyrir- mynd, sem byggist á að lesa úr hreistursýnum sem valin eru af handahófi úr sumarafla stangveiðimanna, svo og sér- stökum haustsýnatökum fyrir hrygningu, með stangveiði. Úr þessum slembiúrtökum, sem tekin eru úr ám, eru >30.000 hreistursýni greind árlega til þess að ákvarða hlutfall villtra laxa og eldislaxa. • Vöktun með köfun að hausti: Að auki telur vísindanefndin ástæðu að nefna rekköfun (e. drift-diving) með sjónrænni greiningu strokufiska í yfir 200 ám í Noregi. Sú vöktun byggir á formfræðilegri greiningu flökku- fiska af hálfu reyndra teyma sem vinna samkvæmt ákveðn- um tæknistöðlum. Þessi aðferð er vænlegri til þess að greina strokulax en notkun árvaka, einkum snemmstrokufisk, því hún byggir ekki aðeins á form- fræði, heldur einnig á þeim mun sem er á hegðun eldisfiska og villts lax í ám. Þessi aðferð hefur einnig verið rannsökuð og hátt nákvæmnistig hennar staðfest. Kafa í veiðiár og telja eldislax eins og vísindanefndin bendir á hefur Hafrannsóknastofnun ekki viljað leggja til við stjórnvöld af einhverjum óljósum ástæðum. Í grein minni í Bændablaðinu 30. júlí er aðferðin nefnd haustvöktun sem í raun er öruggasta aðferðafræðin til að meta hlutfall eldislaxa í veiðiám sem mögulega geta hrygnt með villtum laxi. Arfgreining á grunuðum eldislöxum Sviðstjórinn bendir á ágæti arfgrein- ingar á grunuðum eldislöxum sem veiðast í ám á stangveiðitímabil- inu. Í grein minni frá 30. júní í Bændablaðinu er bent á að taka sýni af grunuðum eldislöxum sem veiðist í stangveiði yfir sumarmánuðina geti ekki talist fullnægjandi aðferð við vöktun til að meta hlutfall eldislaxa. En hvað segir vísindanefndin? • Ófullnægjandi sýnataka: Að fara fram á það við stangveiðimenn að þeir skili inn sýnum sem þá grunar að sé strokufiskur getur ekki talist slembisýnataka og því ekki talist aðferð til þess að framkalla hlutlaus gögn um tíðni strokufiska í ám, eins og nú er gert til að mynda í Noregi. Erfðafræðileg vöktun Í grein sviðstjórans kemur fram að með rafveiðum eigi að leita eftir eldisseiðum eða blendingum í um 20 veiðiám. Fram að þessu hafa ekki fundist seiði með eldis- uppruna í íslenskum laxveiðiám fullyrðir sviðstjórinn. Í þessu sam- hengi má þó benda á skýrslur á vef Hafrannsóknastofnunnar frá árinu 2017 sem sýna það gagnstæða. Bent hefur verið á skort á vöktun og ef ekki er farið í veiðiár og tekin sýni, sérstaklega á eldissvæðum mælist að sjálfsögðu engin erfðablöndun. En hvað segir vísindanefndin? • Ófullnægjandi sýnataka: Ef gengið er út frá því að erfða- fræðilegar greiningar á Íslandi séu framkvæmdar með viðun- andi hætti ætti þessi sýnataka úr 21 á að veita yfirsýn yfir inn- blöndun eldisfiska í þessar ár/ þessa stofna. Tillaga nefndar- innar er að aukin áhersla verði lögð á sýnatöku úr unglaxi í fleiri ám, að lágmarki eitt dæmigert sýni á u.þ.b. tveggja til fjögurra ára fresti, eftir aldri seiða og kynslóðartíma í ánum sem um ræðir. Til samanburðar er til mat á innblöndun fyrir >200 ár/stofna í Noregi. Hér á að staðfesta tjónið, erfða- blöndun, sem er kostnaðarsöm aðferð, hugmyndafræðin röng þar sem áherslan á að vera að koma í veg fyrir tjón sem felst þá í því að vöktunin fari fram áður en möguleg innblöndun geti átt sér stað. Vöktunin er ófullnægjandi Í grein sviðstjórans er kom- ist að eftirfarandi niðurstöðu ,,Með þessum aðferðum telur Hafrannsóknastofnun að gott mat fáist á fjölda strokulaxa sem ganga í laxveiðiár og telur ekki að frekari aðgerða, svo sem köfun í ám, sé þörf“. En hver er niðurstaða vís- indanefndarinnar? • Ófullnægjandi vöktun: Nefndin hefur bent á að þótt gripið hafi verið til nokkurra vöktunar- aðgerða, svo sem vöktunar með myndavélum (árvaka), erfðarannsókna á grunuðum strokulaxi sem veiddur er af stangveiðimönnum og erfða- sýnatöku í því skyni að áætla innblöndun strokufisks við villta stofna, virðast þess- ar aðgerðir takmarkaðar að umfangi og mætti bæta þær upp með viðameiri ráðstöfunum. Athugasemdir vísindanefndarinnar á áhættumati erfðablöndunar eru í raun orðaðar á hógværan, kurteisi- legan og varfærislegan hátt. Í raun stenst áhættumat erfðablöndunar ekki skoðun og ekki minnst sá þáttur sem tekur á vöktun villtra laxastofna eins og farið hefur verið inn á í níu greinum mínum í Bændablaðinu síðustu mánuði. Á upplýsingaöld ætti að gera þá lágmarks kröfu að það liggi fyrir hvort og þá í hve miklu mæli erfða- blöndun á sér stað. Valdimar Ingi Gunnarsson Höfundur er sjávarútvegs- fræðingur og hefur m.a. unnið við ýmis mál tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár. FISKNYTJAR&NÁTTÚRA Rýniskýrslan og vöktun laxastofna Fossálar. Valdimar Ingi Gunnarsson VELFERÐARSJÓÐUR BÍ AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM Allir félagsmenn Bændasamtaka Íslands teljast til sjóðsfélaga og geta sótt um: # Styrki til endurgreiðslu aukins rekstrarkostnaðar vegna veikinda þess sem að búrekstri stendur eða slyss - Útlagður launakostnaður, verktakagreiðslur, aðkeypt þjónusta eða sambærileg útgjöld. # Styrkir til forvarnarverkefna - Verkefni tengd forvörnum og vinnuvernd, slysavarnir og önnur verkefni sem hafa það að markmiði að bæta velferð sjóðsfélaga. Nánari upplýsingar á bondi.is og umsóknareyðublað má nálgast á félagsmannasíðum á Bændatorginu. Umsóknir skulu berast fyrir 15. október nk. með rekjanlegum bréfpósti (ábyrgðarbréf) merkt: Velferðarsjóður BÍ Bændasamtök Íslands Bændahöllinni við Hagatorg 1 107 Reykjavík Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur vel og vanda umsóknir. Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Gúmmíbelti - Fyrir smágröfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.