Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 202014
HLUNNINDI&VEIÐI
FRÉTTIR
Kolbeinn Lárus Sigurðsson tekur við viðurkenningunni frá ráðherra.
Mynd/umhverfis-ogauðlindaráðuneytið
Matarbúðin Nándin fékk Bláskelina:
Sjálfbært matvælakerfi og
niðurbrjótanlegar umbúðir
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
umhverfis- og auðlindaráðherra
veitti Matarbúðinni Nándinni
Bláskelina á dögunum, sem er
viðurkenning fyrir framúrskar-
andi plastlausa lausn og prýði-
legt fordæmi. Fær Nándin viður-
kenninguna fyrir það markmið
að skapa sjálfbært matvælakerfi,
þar sem sett er upp hringrás fyrir
glerumbúðir ásamt því að selja
matvöru í niðurbrjótanlegum og
moltuhæfum umbúðum.
Um fjölskyldufyrirtæki er að ræða
sem stendur að rekstri verslunarinnar
en hún er staðsett við Austurgötu
í Hafnarfirði og í Kolaportinu í
Reykjavík. „Fjölskyldan leggur
áherslu á að hvetja viðskiptavini og
samstarfsaðila til að vinna með sér
að plastlausum heimi og um leið að
vekja fólk til umhugsunar um áhrif
umbúða á náttúruna og framtíðina,“
segir í tilkynningu umhverfis- og
auðlindaráðuneytisins.
Ómetanlegt að fá opinbera
hvatningu
Það var Kolbeinn Lárus Sigurðs-
son hjá Matarbúðinni sem tók
við viðurkenningunni fyrir hönd
fjölskyldunnar. „Í því vandasama
verkefni að setja upp plastlausa
matarbúð, finna og flytja inn um-
búðir, þróa ferla og pakka nánast
öllum vörum, er það ómetanleg
hvatning að fá opinbera viður-
kenningu sem þessa,“ sagði
Kolbeinn Lárus af þessu tilefni.
Í úrslitahóp dómnefnd-
ar komust þrír aðilar auk
Matarbúðarinnar Nándarinnar;
Bioplastic Skin, Krónan og
Plastplan. Bioplastic Skin er
verkefni sem snýr að hönnun
umhverfisvænna umbúða úr
dýrahúðum sem nota má til að
pakka kjötvörum, Krónan hefur
unnið markvisst að því að draga
úr magni plasts sem fellur til í
verslunum og auka endurvinnslu
og Plastplan sérhæfir sig í plast-
endurvinnslu, hönnun og fræðslu.
Bláskelin var veitt í fyrsta
skipti í fyrra og er viðurkenn-
ingunni ætlað að draga fram það
sem vel er gert varðandi plast-
lausar lausnir og veita nýsköpun
aukinn slagkraft. /smh
Fyrstu fræjunum sáð í Kópavogi
í landssöfnun birkifræja
Fyrsta sáningin sem tengist
landssöfnun birkifræja fór fram
föstudaginn 25. september í landi
Kópavogs í Lækjarbotnum.
Nemendur í 3. og 4. bekk í Wal-
dorfs kólanum tóku sáninguna að
sér ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni,
bæjarstjóra Kópavogs, og full-
trúum aðstandenda verkefnisins.
Landssöfnun birkifræja var
hleypt af stokkunum 16. septem-
ber en það er Landgræðslan og
Skógræktin sem eru aðstandend-
ur verkefnisins, Kópavogsbær er
einn samstarfsaðila þess, en fræjum
sem safnast á höfuðborgarsvæðinu
verður sáð í örfoka land í Selfjalli
í Lækjarbotnum. Söfnunarkassar
fyrir birkifræ eru aðgengilegir víða
á starfsstöðvum Skógræktarinnar,
Landgræðslunnar, Terru og í versl-
unum Bónuss, þá eru söfnunar-
tunnur komnar í verslanir Bónuss.
Upplýsingar um verkefnið og
hvernig á að safna fræjunum eru á
heimasíðu verkefnisins, birkiskog-
ur.is. /MHH
Á myndinni eru nemendur í 3. og 4. bekk í Waldorfskólanum Lækjarbotnum. Nöfn þeirra frá vinstri: Stella, Kría,
Edda, Nóah, Benedikt, Úlfur, Birkir og Óskar. Þá eru á myndinni Hafdís Hrund Gísladóttir, kennari í Waldorfskólan-
um, Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri
Kópavogs, Bergljót Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs og Hrefna
Einarsdóttir frá Skógræktarfélagi Kópavogi. Mynd/Kópavogsbær
Elsti Íslendingurinn lagði birkifræs-
verkefninu lið með fræsöfnun
Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslend-
ingurinn, sem er 108 ára gömul,
fædd 6. júlí 1912, brá sér nýlega
bæjarferð úr Reykjavík, þar
sem hún býr, í Hveragerði til að
safna birkifræi og leggja þar með
landsátaki um söfnun fræja lið.
Dóra hefur alltaf verið mikil
landgræðslu og skógræktarkona og
vill að útbreiðsla birkiskóga verði
aukin en talið er að þeir hafi þakið
a.m.k. fjórðung landsins við land-
nám. Birkifræinu sem safnast verð-
ur dreift á völdum svæðum í öllum
landshlutum. Allar nánari upplýs-
ingar um hvernig best er að tína
fræ, varðveita og dreifa er að finna
á vefnum birkiskogur.is. /MHH
Dóra Ólafsdóttir, sem er 108 ára og elst allra Íslendinga, ásamt syni sínum, Áskeli Þórissyni (sem heldur á fræ-
söfnunarboxinu) og Kristni H. Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs, og barnabarni hans,
Andreu Lind, sem er átta ára gömul, þegar þau hittust í Hveragerði og söfnuðu birkifræi. Mynd/MHH
Finnska leiðin í tillögum um betri merkingar matvæla:
Allt ferskt kjöt verði með sýni-
legum upprunamerkingum
Í síðasta Bændablaði var fjall-
að um tillögur samráðshóps um
betri merkingar matvæla, sem var
skilað til ráðherra á dögunum.
Tillögurnar eru tólf, en ein þeirra
er kölluð „Finnska leiðin“ og geng-
ur út á að skylda staði sem selja
óforpökkuð matvæli til að upplýsa
viðskiptavini sína með sýnilegum
upplýsingum um uppruna þess
ferska kjöts og kjöthakks sem þeir
hafa í boði.
Þær þurfi þó ekki að vera á
matseðli heldur geti verið á töflu
eða í bæklingi. Í dag er einungis
skylt að veita slíkar upplýsingar
munnlega. Reglugerðin, sem tók
gildi í Finnlandi þann 1. maí 2019,
hefur tveggja ára gildistíma og skulu
Finnar skila inn umsögn um áhrif og
virkni hennar til framkvæmdastjórn-
ar ESB að honum loknum.
Bæta skilyrði og stöðu neytenda
Að sögn Oddnýjar Önnu Björns-
dóttur, formanns samráðshópsins,
fjallaði hópurinn ítarlega um þessa
tillögu. „Markmiðið með henni er
að bæta skilyrði og stöðu neytenda
til að taka meðvitaða og upplýsta
ákvörðun tengda uppruna þess
ferska kjöts sem er á boðstólum á
veitingastöðum, mötuneytum og
öðrum stöðum sem selja óforpökkuð
matvæli og tekur til þess kjöts sem
skylt er að upprunamerkja þegar því
er forpakkað. Eins og fram kemur
í skýrslunni voru skiptar skoðanir
meðal þeirra veitingamanna sem
hópurinn ræddi við. Rekstraraðilar
lítilla veitingastaða sáu mestu
hindranirnar sem tengdust fyrst og
fremst mögulegum viðbótarkostnaði
tengdum auknu eftirliti sem og auk-
inni vinnu, þar sem uppruni kjöts í
sama réttinn getur verið breytilegur
milli sendinga og matseðlar sumra
breytast reglulega.“
Tillagan beinir því til ráðherra að
taka til skoðunar hvort taka eigi upp
slíkar reglur hér á landi verði reynsla
Finna góð. En óháð því vildi hópur-
inn að rekstraraðilar yrðu hvattir til
að eiga frumkvæði að því að upplýsa
neytendur um uppruna þess kjöts
sem þeir hafa á boðstólum,“ segir
Oddný enn fremur. /smh
Samkvæmt „Finnsku leiðinni“ er
skylda að upplýsa neytendur um
uppruna ópakkaðs kjöts.