Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 202048 Á FAGLEGUM NÓTUM Rannsókn Háskóla Íslands og Háskólaseturs Vestfjarða: Gildi kríuvarpa fyrir æðarbændur og æðardúnsrækt Æðarrækt hefur verið stunduð skipulega á Íslandi a.m.k. frá 19. öld og er hið einstaka samband manns og æðar, þar sem annar lætur í té vernd en hinn dún, Íslendingum vel kunn. En hvaða áhrif hefur æðarrækt á aðrar fugla- og dýrategund- ir? Eru fleiri sem njóta góðs af þessu sérstaka sambýli? Til að svara þessari spurn ingu fyrir hönd kríunn- ar hóf Eliza-Jane Morin, rann sókn á áhrifum athafna og viðhorfa æðarbænda á varpárangur kría, árið 2019. Rannsóknina gerði Eliza sem hluta af meistararitgerð sinni í haf- og strandsvæðastjórnun hjá Háskólasetri Vestfjarða, undir enska heitinu Farming for Conservation: How Eiderdown Farmers’ Practices and Perspectives Impact Breeding Arctic Terns in Iceland, sem hún og varði í maí 2020. Leiðbeinendur Elizu voru þær Freydís Vigfúsdóttir, Háskóla Íslands og Catherine Chambers, Háskólasetri Vestfjarða. Í beinu framhaldi fengu svo Háskóli Íslands og Háskólasetur Vestfjarða styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að halda áfram rann- sóknum á tengslum kría og æðar- varpa undir heitinu Gildi kríuvarpa fyrir æðabændur og æðardúnsrækt. Til verksins fengu leiðbeinendurnir Freydís og Catherine meistaranem- anna, Sigurlaugu Sigurðardóttur og Hjörleif Finnsson til liðs við sig. Líffræðilegar mælingar og viðtöl við æðarbændur Sigurlaug tók upp líffræðirannsóknir Elizu og mældi ýmsa varptengda þætti t.d. rúmmál eggja og mat lík- amsástand fullorðinna kría innan og utan varðra æðarvarpa, til að leiða í ljós hvort munur væri á varpár- angri og líkamsástandi kría eftir varpstöðum. Hjörleifur tók viðtöl við valda æðarbændur til að dýpka skilning á ýmsum félaglegum þáttum tengdum æðarvörpum og vörnum þeirra sem Eliza hafði hafið rannsókn á með spurningakönnun sinni. Allar þessa rannsóknir voru gerðar með hjálp og í samstarfi við æðarbændur og Æðarræktarfélag Íslands, en án þeirra hefði lítið orðið úr rannsóknum. Niðurstöður, væntar og óvæntar Eflaust þykir mörgum reynslu- miklum æðarbændum margar niðurstöður vísindamannanna fyrirsjáanlegar, en engu að síður er mikilvægt að koma sjálfsagðri þekkingu á vísindalegt form. Hins vegar, þegar spurninga er skipulega spurt, koma oftast einhverjir óvæntir hlutir í ljós. Hér á eftir fylgir örstutt og einfölduð umfjöllun um helstu niðurstöður rannsóknanna. Hvers vegna æðarrækt? Að meðaltali eru flestir æðar- ræktendur komnir af léttasta skeiði og hafa flestir stundað æðarrækt í meira en 20 ár. Samkvæmt rann- sóknunum virðast ástæður fólks fyrir að stunda æðarrækt ekki vera fyrst og fremst efnahagslegar. Hlutfall heilsársbúsetu (minna en helmingur) og þeirra sem svara að tekjur af æðarrækt skipti litlu eða engu máli bendir til áhugamennsku frekar en atvinnumennsku þeirra. Aðrir þættir á borð við átthagatengsl, fjölskyldutengsl og tengsl við nátt- úruna virðast ráða miklu um það að fólk fari út í æðarrækt. Varnir æðarvarpa Varnir æðarvarpa eru í raun grunn- forsenda æðarræktar en varnirnar eru kjarninn í samvist manns og æðar. Sögulega er ljóst að stór og þétt æðarvörp á landi verða fyrst til með skipulegum vörnum. Þungamiðjan í vörnum æðarvarpa er vöktunin, sem er í dag óaðskilj- anleg skotveiðum og/eða fælingu með skotvopnum. Langmesti tíminn (og þar með óbeint fjármagnið) fer í vöktunina, sem beinist í vörpum á landi að miklu leyti að refnum. Það er ljóst að hin mikla vöktun (allt að 3 á vakt allar nætur) væri æðarbændum afar dýr, ef hún væri ekki að stórum hluta rekin með sjálf- boðaliðum. Glíman við refinn virð- ist draga að sér áhugamenn um þær veiðar, svo aldrei er skortur af sjálf- boðaliðum, ef vöktunin er eigendum sjálfum ofviða. Engu að síður er það mögulega mikilvægt fyrir æðarrækt í landinu að þróa aðrar aðferðir en vöktun með skotveiðum, þó ekki væri til annars en að auka arðsemi greinarinnar. Notkun myndavéla og hreyfiskynjara, betri refagirðingar og aðferðafræði óðalshelgunar með lykt, hundum og fælingu gefa vís- bendingar um hvar væri mögulegt að þróa frekari varnir og áhugavert væri að rannsaka frekar. Krían nýtur góðs af vörnum Það að afræningjum sé haldið skipu lega frá varplandi dregur að sér kríur. Mælingar á upphafi varp- tíma, rúmmáli eggja, hreiðurstærð og líkamsstuðli kría sýna að afkoma Kríuungi veginn og mældur. Sigurlaug mælir vænglengd á fullvaxta kríu. Höfuð og gogglengd mæld á fullvaxta kríu. Það er eins gott að hafa mjúkt höfuðfat þegar gengið er inn í kríuvarp. Myndir / Freydís Vigfúsdóttir Sigurlaug og Elíza við kríumælingar á Seltjarnarnesi. Sigurlaug og Viktor mæla kríur við Gróttu. Eliza við kríumælingar á Reykjanesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.