Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 202032 „Við upphaf COVID-19 farald- ursins var óljóst hvaða áhrif hann hefði á rekstur fyrirtækisins en við gripum til ýmissa sparnað- ar- og niðurskurðaraðgerða í marsmánuði. Þegar leið á sum- arið var ljóst að áhrif þessa far- aldurs á reksturinn voru hverf- andi,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og fram- kvæmdastjóri Kerecis, sem er íslenskt lækningavörufyrirtæki sem hagnýtir náttúruleg hráefni til að viðhalda heilbrigði húðar, græða sár og endurgera líkamsvef. Raunin hafi orðið sú að alvar- legum sárum fjölgaði í því ástandi sem ríkti, hreyfingarleysi jókst og þar með sykursýki og í kjölfarið til- heyrandi fótasár. „Sjúklingar leituðu sér einnig seinna lækningar en áður, þannig að sárin voru stærri þegar komið var á heilbrigðisstofnanir, sem aftur kallar á dýrari og flóknari meðhöndlunarúrræði, líkt og Kerecis sáraroðið er,“ segir Guðmundur Fertram. Fyrirtækið framleiðir afurðir byggðar á affrumuðu þorskroði, sem hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt og eru notaðar til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum, einkum hjá fólki með sykursýki. Fiskroðið hefur einnig reynst vel til að græða sár dýra. Framleiðsla á vörum Kerecis fer fram á Ísafirði og er roð sem fellur til í fiskvinnslu á Vestfjörðum meginhráefni fyrirtæk- isins. Skrifstofur fyrirtækisins eru í Bandaríkjunum, Sviss og á tveim- ur stöðum á Íslandi, á Ísafirði og í Reykjavík. Tækni Kerecis er að sögn Guðmundar byggð á traustum vís- indalegum grunni og sjálfbærri notk- un náttúrulegra hráefna, m.a. roði og fitusýrum úr plöntum og fiski. Vörur fyrirtækisins eru einkaleyfaverndað- ar og hafa verið notaðar bæði fyrir menn og dýr. Fyrstu skrefin stigin fyrir vestan Hugmyndin að því að nota þorskroð til að lækna sár og græða líkamsvef er frá Guðmundi komin. Fyrstu skrefin voru stigin á Ísafirði á ár- inum 2010 til 2014 þar sem fram fór þróunarvinna og prófanir. Baldur Tumi Baldursson húðlæknir og Hilmar Kjartansson lyf- og bráða- læknir komu til liðs við verkefnið strax í upphafi og eiga stóran þátt í þróun tækninnar ásamt Dóru Hlín Gísladóttur verkfræðingi. Fyrirtækið Kerecis var í lok sumars valið Vaxtarsproti ársins, en sú viðurkenn- ing er veitt fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Velta fyrirtækisins á milli áranna 2018 til 2019 jókst um 142%. Kerecis er með starf- semi á Íslandi og Bandaríkjunum. Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprota- fyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands. Kerecis setti nýverið á markað í Bandaríkjunum vörulínu undir heitinu Kerecis Omega3 Vet. Um er að ræða græðlinga eða svokall- að sáraroð sem lagt er í blæðandi sár. Heilbrigðar frumur úr umhverfi sársins vaxa inn í sáraroðið og umbreyta roðinu í líkamsvef. Dýralæknar sjá um meðferðina með sáraroðinu, þar sem meðferð hefst á því að allt sýkt og dautt hold er hreinsað eða skorið í burtu og svo er græðlingurinn settur í blæðandi sár- beðinn. Venjulegar sáraumbúðir eru svo settar ofan á hann. Mismunandi er hvort græðlingurinn er saumaður fastur eða hvort látið er nægja að ýta honum vel ofan í sárbeðinn með sáraumbúðum. Stórt brunasár grætt á hundi í Sviss Guðmundur segir að á fyrstu mánuðum markaðssetningar í Bandaríkjunum hafi þó nokkur notkun verið á sáraroðinu til að með- höndla ýmsar dýrategundir. Roðið hafi til dæmis verið notað á hesta, hunda, sæskjaldböku, kalkún og fleiri dýr. Hann nefnir sem dæmi að fyrr á þessu ári var sáraroðið notað til að græða stórt brunasár á hundi í Sviss. Hundurinn Peaches fékk 3. gráðu brunasár eftir keisaraskurð þar sem hitateppi sem notað var varð of heitt. Brunasárið náði yfir allt bak hundsins. Sárið var fyrstu tvær vikurnar meðhöndlað með hefðbund- inni meðferð sem bar engan árangur. Þá var tekin ákvörðun um að nota Kerecis sáraroðið og strax á þriðja degi meðferðar virtist hundinum líða betur og sárgróning var komin strax af stað. Eftir fjóra mánuði var sárið að fullu gróið og er örvefurinn það teygjanlegur að hann hamlar ekki hreyfingum hundsins. Kerecis með 100 starfsmenn í Bandaríkjunum „Meginmarkaður okkar fyrir sára- roðið er í Bandaríkjunum er þar er roðið aðallega notað til að græða sykursýkissár sem eru afskaplega al- geng þar,“ segir Guðmundur. Einn af hverjum ellefu Bandaríkjamönnum er nú talinn vera með sykursýki og árið 2030 er áætlað að einn af hverjum fjórum verði með sjúk- dóminn. Sykursýki veldur þrálátum fótasárum sem oft tekst ekki að meðhöndla. Sárameðhöndlun um 6% sykursjúkra endar með aflimun og eru framkvæmdar yfir 100.000 aflimanir í Bandaríkjunum einum sér árlega vegna þessa. „Við erum með um 100 starfsmenn í okkar þjónustu í Bandaríkjunum, að megninu til í sölu- og markaðsstörf- um. Við bjóðum fjórar vörur til sölu þar núna; fyrir þrálát sár, brunasár, skurðsár og dýrasár. Tugir þúsunda sjúklinga hafa verið meðhöndlaðir með vörunni síðan sala hófst fyrir fjórum árum og árangurinn verið framar vonum,“ segir Guðmundur. LÍF&STARF Íslenska lækningavörufyrirtækið Kerecis – „Vaxtarsproti ársins” – öflugt á markaði í Bandaríkjunum: Góður árangur af notkun þorskroðs við meðhöndlun þrálátra sára og brunasára Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Ker- ecis. Framleiðsla á vörum Kerecis fer fram á Ísafirði og er roð sem fellur til í fiskvinnslu á Vestfjörðum meginhráefni fyrirtækisins. Myndir / Kerecis Tíkin Peaches í Sviss fékk 3. gráðu brunasár eftir keisaraskurð þar sem hitateppi sem notað var varð of heitt. Brunasárið náði yfir allt bak hundsins og fyrstu tvær vikurnar meðhöndlað með hefðbundinni meðferð sem bar engan árangur. Eftir að sáraroð var sett á hundinn virtist honum líða betur og sáragróning fór strax af stað. Sárið greri að fullu á fjórum mánuðum. Tíkin Peaches með hvolpum sínum, orðin hress eftir meðferð. Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.