Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 2020 49 þeirra og varpárangur er betri innan varins æðar- varps en á óvörðum svæð um. Enn fremur eru vísbendingar þess eðlis að stór þétt kríu- vörp hafi fyrst orðið til í kjölfar æðarræktar á vörðu m svæðum hennar. Hið eina neikvæða fyrir kríur í gegnum tíð- ina hefur verið að þar hefur oft verið stunduð tínsla á kríueggjum, og stundum í svo miklu magni að sumir viðmæl- enda okkar hafi talið eftir á að sú tínsla hafi valdið hruni í fjölda kría í vörpum sínum. Þessi hefð virðist þó að miklu leyti vera að leggjast af. „Hugaður hetjufugl“ Það kemur ekki sérstaklega á óvart að æðarbændur hafa mjög jákvæða afstöðu til kría í varpi sínu, og vilja langflestir fá fleiri kríur til sín. Enda er það svo að kríur taka þátt í vörnum æðarvarps með árásum sínum á afræningja, þótt flestir séu sammála um það að hún hreki ekki burt mink eða ref. Æðarbændur eru þó almennt sammála um að krían sé viðvörunarbjallan þeirra. Þeir geta séð af hegðun hennar hvaða afræn- ingi er mættur og í tilfelli refs og minks nákvæma staðsetningu hans. Þyrillinn, eða trektin, sem kríuger myndar yfir mink og ref, vísar svo nákvæmlega á þá að æðarbóndi sagði að hann gæti skotið blindandi á ref með því að miða neðst í trekt- ina. Einn galla hefur þó krían sem aðstoð við varnir, og það er að hún mætir helst til seint. Æðarvarp er iðulega hafið í kringum 10. maí en sjaldgæft er að krían sé orpin fyrr en í lok maí eða byrjun júní. Tengsl æðarbænda við náttúruna Fáir eyða jafn miklum tíma út í nátt- úrunni og æðarbændur á vorin við vöktun varpa sinna, sem óneitanlega leiðir til tengslamyndunar við æðar- fuglinn, afræningjana og náttúruna almennt. Tengsl æðarbænda eru hins vegar flóknari en svo að segja megi að viðhorf þeirra til hennar mótist af einhverjum einum þætti. Sem dæmi væri það ekki órökrétt tilgáta að ætla æðarbændum að vera í nöp við varga í réttu hlutfalli við skaðsemi þeirra fyrir æðarvarpið. Niðurstöður rann- sóknanna styðja það hins vegar ekki. Þvert á móti, benda þær til þess að æðarbændur hafi frekar jákvæð viðhorf til refs og hrafns þrátt fyrir gríðarlega fyrirhöfn þeirra að verja vörp fyrir þeim fyrrnefnda. Hrafni og ref fylgdu (í viðtölunum) oftar en ekki lýsingarorðin, „skemmtilegur, klókur, stórkostlegur“ ólíkt máfi og mink sem fylgdu lýsingarorðin „leiðinlegur“ og „grimmur“. Þessi tengsl þurfa þó frekari rannsókna við. Lokaorð Meginniðurstaða rannsóknanna er að kríum vegni betur innan varinna æðarvarpa og þar með að æðarækt sé mikilvægur þáttur í verndun hennar á Íslandi. Krían hefur átt undir högg að sækja á síðustu og verstu árum hamfarahlýnunar með sveiflum á fæðustofnum hennar eins og sand- síli. Ef æðarrækt hnignar, t.a.m vegna ástands markaða, og vörðum æðarvörpum fækkar má búast við verri afkomu kríu í kjölfarið. Því er æðarrækt ekki aðeins mikilvæg fyrir afkomu æðarfugla, heldur einnig kríu, og mögulega fjölda annarra fuglategunda, en það á enn eftir að rannsaka. Höfundar: Dr. Catherine Chambers, Eliza Jane-Morin, Dr Freydís Vigfúsdóttir, Hjörleifur Finnsson, Sigurlaug Sigurðardóttir. Höfundar vilja þakka öllum sem tóku þátt í rannsókninni, þeim sem lögðu henni lið, Guðrúnu Gauksdóttur og Æðarræktarfélagi Íslands fyrir samvinnuna. Kríur taka þátt í vörnum æðarvarps með árásum sínum á afræningja, þótt flestir séu sammála um það að hún hreki ekki burt mink eða ref. Mælitæki vísindamanna við kríuhreiður. Kurlari sem tekur allt að 25 cm sver tré 25 cm (90hp+) traktor RPM 1000 Kr. 995.000 + vsk 17,8 cm (50hp+) traktor RPM 540 Kr. 745.000 + vsk 10 cm (20hp+) traktor RPM 540 Kr. 425.000 + vsk Allir kurlarar eru með vökvastýrðri innmötun. (Aflþörf). Verð gildir í október 2020. Hnífatætarar 230 cm (70hp+) cat2 Kr. 525.000 + vsk 200 cm (50hp+) cat2 Kr. 495.000 + vsk 180 cm (40hp+) cat1 Kr. 305.000 + vsk 150 cm (30hp+) cat1 Kr. 285.000 + vsk Steypuhrærivél Við sendum í einum grænum Vökvadrifin skófla Kr. 475.000 + vsk Harðskafi www.hardskafi.is - sala@hardskafi.is - Sími 896 5486 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Mikið úrval varahluta í Ifor Williams og allar aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi Sími 544-4656 | www.mhg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.