Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 2020 17 Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur birt ráðgjöf sína um veiðar ársins 2021 fyrir uppsjávar- stofna. Leggur það til meiri veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld en minna af makríl og kolmunna. Ekki er í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar á norsk-íslenska síldarstofninum, makríl og kolmunna um skiptingu aflahlutdeildar og hver þjóð því sett sér aflamark. Það hefur haft þær afleiðingar að frá árinu 2013 hafa veiðar verið umfram ráðgjöf ICES. Norsk-íslensk vorgotssíld Ráðgjöf ICES hvað varðar norsk-ís- lenska vorgotssíld er í samræmi við samþykkta aflareglu strandríkja að afli ársins 2021 verði ekki meiri en 651 þúsund tonn. Ráðgjöf yfir- standandi árs var 526 þúsund tonn og er því um að ræða 24% hækkun í tillögum ráðsins um afla næsta árs. Á vefsíðu Hafrannsókna stofnunar segir að ástæða þess sé fyrst og fremst að 2016-árgangur í stofnin- um reynist sterkur og gert er ráð fyrir að hann komi inn í veiðina á næsta fiskveiðiári af meiri þunga. Áætlað er að heildarafli ársins 2020 verði um 694 þúsund tonn sem er 32% umfram ráðgjöf. Makríll ICES leggur til, í samræmi við nýt- ingarstefnu á makríl sem mun leiða til hámarks afraksturs til lengri tíma litið, að afli ársins 2021 verði ekki meiri en 852 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 922 þúsund tonn og því er um að ræða tæplega 8% lægri ráðgjöf nú. Það skýrist af bæði minnkandi hrygningarstofni og lægra mati á honum nú en á síðasta ári. Lækkun á ráðgjöf hefði orðið meiri ef ekki hefði komið til endurmat og hækk- un á veiðihlutfalli viðmiðunarmarka sem ráðgjöfin byggir á. Kolmunni ICES leggur til, í samræmi við lang- tímanýtingarstefnu á kolmunna, að afli ársins 2021 verði ekki meiri en 929 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstand- andi árs var 1,2 milljón tonn og er því um að ræða 20% lækkun á ráð- gjöf frá í fyrra. Ástæðan fyrir lækkun á aflamarki er minnkandi hrygningarstofn sökum lítillar nýliðunar síðustu fjögur ár. Áætlað er að heildarafli ársins 2020 verði tæplega 1,5 milljón tonn, sem er 27% umfram ráðgjöf. /VH Einhugur var á aðalfundi Strand- veiði félagsins Króks, sem haldinn var á Patreksfirði fyrir skömmu, um að hafna með öllu frumvarpi sjávarútvegsráðherra um að stjórna grásleppuveiðum með aflamarki. Í umræðum um frumvarp sjáv- arútvegsráðherra um atvinnu- og byggðakvóta kom fram mikil gagnrýni á uppsetningu varðandi skiptingu 5,3% pottsins. Menn töldu hana ruglingslega, meðal annars að skiptingin væri ekki útskýrð með tölum sem sýndu hvernig hún hefði orðið miðað við veiðiheimildir á yfirstandandi fiskveiðiári. Fundurinn var sammála um að hvika ekki frá samþykkt aðalfund- ar LS 2019 að allir dagróðrabátar fengju línuívilnun. Hlutfall línuívilnunar verði aukið Strandveiðifélagið Krókur leggur til að línuívilnun verði haldið fyrir línubáta og hlutfall hennar aukið í samræmi við ályktanir LS; 30% fyrir handbeitta línu, 20% sé lína stokkuð upp í landi og 10% fyrir vélabáta. Auk þess leggur Strand veiði- félagið Krókur til að tryggðir verði 48 dagar í strandveiðikerfið, svæð- isskipting verði afnumin og ráðherra verði heimilt að banna sókn á rauð- um dögum. Strandveiðifélagið Krókur leggur til að undanþága fyrir „eldri menn“ verði leyfð varðandi notkun afladag- bókarappsins og krefst auk þess að það verði einfaldað til muna. /VH Aðalfundur Strandveiðifélagsins Króks: Slæleg stjórnun grásleppuveiða Ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins: Veiðar verði auknar á norsk- íslensku vorgotssíldinni – en dregið úr makríl- og kolmunnaveiðum Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) vill að dregið verði úr veiðum á kolmunna. Lagt er til að veiðar á norsk-íslensku síldinni verði auknar um 24%. Ráðgjöf ICES miðar við 8% samdrátt í makrílveiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.