Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 2020 29 gæðum náttúrunnar til lands og sjávar. Sumrin voru nýtt út í ystu æsar til þess að afla matar fyrir veturinn. Stíft var róið til fiskjar á sumrin áður en sláttur hófst og síðan tók heyskapurinn við og loks sláturtíðin.“ Þröngt máttu sáttir sitja Mundína og Finnur voru sam- heldin við barnauppeldið og heimilishaldið. Um margt voru þau þó ólík. Finnur var áber- andi maður í byggðarlaginu og sagði skoðun sína umbúðalaust á mönnum og málefnum. Mundína var að sögn Óskars jafnlynd kona sem skipti aldrei skapi og gekk að verkum sínum með bros á vör. „Hún sagði stundum að hún skipti sér ekki af því sem henni kæmi ekki við. Að fæða tuttugu börn er sérstakur kapítuli. Tuttugu fæðingar á tuttugu og átta árum,“ segir hann og bætir við að í barna- hópnum voru engir tvíburar. „Þrátt fyrir mikil þrengsli kvörtuðu krakkarnir ekki. Eldri börnunum var gert ljóst að for- eldrarnir kæmust ekki hjálpar- laust yfir að annast öll verk sem þyrfti að vinna á heimilinu og því yrðu þau að koma í ríkum mæli að uppeldi yngri systkina sinna. Það þótti eldri börnunum sjálfsagt og eðlilegt og því skapaðist mikil samheldni milli systkinanna sem hefur haldist alla tíð.“ Ummælin eru afkomendum ráðgáta Mundína var að sögn almennt heilsuhraust og fæddi öll börn sín án teljandi vandkvæða. Sýndi hún börnum sínum og barnabörnum alla tíð mikla ástúð og umhyggju. Ein frægasta setning íslenskrar sjónvarpssögu er að sögn Óskars afkomendum hennar nokkur ráð- gáta. Tuttugu barna móðirin sagði í viðtali við Sigrúnu , fréttakonu á Ríkissjónvarpinu, árið 1980 að hún hafi eiginlega ekki haft gaman af börnum! Og bætti svo við: – „Þetta er sjálfskaparvíti manns sjálfs að eiga svona mörg börn.“ Útgáfuhóf Á Ytri-Á í Tjarnarborg í Ólafsfirði. Sex af átta börnum Mundínu og Finns sem eru á lífi veittu fyrstu eintökunum viðtöku. Frá vinstri: Jón Albert, Aðalgeir Gísli, Fjóla Bára, Sólrún Guðrún, Héðinn Kristinn og Óskar Þráinn Finnsbörn. Horft til suðurs yfir Kleifar við vestanverðan Ólafsfjörð. Ytri-Á lengst til vinstri á myndinni, sem var tekin sumarið 1969. Við höfum vandað vöruúrvalið fyrir fjós með aukna skilvirkni, betri vinnuaðstöðu og vellíðan gripa að leiðarljósi. Hjá okkur færðu vandaðar fjósainnréttingar, steinbita, kúabursta, mjúkar mottur og fleira sem eykur vellíðan gripa í fjósum. Við bjóðum einnig upp á loftræstikerfi frá Big Dutchman og annan tæknibúnað eins og mjaltaþjón, fóðurgjafakerfi, flórsköfubúnað og fleira frá GEA sem léttir þér verkin og eykur afköst. Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 540 1100 eða sendu póst með fyrirspurn á netfangið lifland@lifland.is. Velferð og vinnuhagræðing Sala og ráðgjöf www.lifland.is Reykjavík Akureyri Borgarnes Blönduós Hvolsvöllur Sími 540 1100 lifland@lifland.is Lyngháls Óseyri Borgarbraut Efstubraut Ormsvöllur Næsta Bændablað kemur út 22. október Smáauglýsinga- síminn er: 563 0300 Eldri blöð má finna hér á PDF: .......... þegar við metum kostina, gæðin og verðið. Er svarið: Youtube kynning á: https://youtu.be/cPx7PPYvNUM Kraftmikill, léttur og lipur. Með 4kg Lithium rafhlöðu er Microlift lítið þyngri, en handtjakkur 50% afsláttur á auka lithium rafhlöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.