Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 202042 Saga viðskipta með múskat er blóðið drifin. Ásókn í kryddið og hagnaðurinn sem því fylgdi leiddi til þjóðarmorðs á Banda- eyjum árið 1621. Hollendingar útrýmdu innfæddum til að ná yfir ráðum yfir ræktun og versl- un með múskat. Seinna gerðu Holl endingar landaskipti við Breta. Hollendingar fengu eyj- una Run í Banda-eyjaklasanum en Bretar Manhattan-eyju eða Nýju Amsterdam í staðinn. Áætluð heimsframleiðsla á þurrkuðu múskati árið 2019 er 52 þúsund tonn. Indónesía framleiðir um 50% af öllu múskati í heimi. Þar á eftir eru Indland, Súmatra, Java og Srí Lanka. Holland er það land sem flytur inn mest af múskati allra Evrópu­ þjóða og Hollendingar flytja einnig út mest af kryddinu til annarra ríkja í Evrópu. Mest af múskatinu sem Hollendingar versla með kemur upprunalega frá Indónesíu. Sameinuðu arabísku furstadæm­ in eru stærsti útflytjandi múskats til annarra Arabaríkja en þar sem Furstadæmin rækta ekki múskat er það flutt inn frá Indlandi og síðan flutt út aftur. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru árið 2019 flutt inn 116 kíló af heilum múskat­ hnetum, 949 kíló af pressuðu eða muldu múskati og 1.049 kíló af pressuðu eða muldu múskathýði. Af heilum múskathnetum kemur mest frá Spáni, eða 56 kíló, af pressuðu eða muldu múskati kemur mest frá Hollandi, 620 kíló, og allt pressað eða mulið múskathýðið kemur frá Kína. Auk þess sem talsvert er flutt inn af múskati sem hluta af krydd­ blöndum og í tilbúnum réttum og drykkjum. Ættkvíslin Myristica og tegundin fragrans Innan ættkvíslarinnar Myristica teljast yfir 150 tegundir sem finnast villtar í Asíu og við vestanvert Kyrrahaf. Tegundirnar eru ólíkar að stærð og mynda aldin og hnetur sem eru misjöfn að hæð og lögun en allar eiga þær það sameiginlegt að blöðin eru ilmsterk. Sú tegund sem mest er ræktuð kallast M. fragrans og er 5 til 30 metra hátt og sígrænt tré sem er haldið í lægri kantinum í ræktun. Blöðin dökkgræn á um eins sentí­ metra löngum stilk, stakstæð, 5 til 15 sentímetra að lengd og 2 til 7 á breidd. Öll blóm á hverju tré eru einkynja þrátt fyrir að einstaka tré beri blóm af báðum kynjum. Blómin bjöllulaga, fölgul og vax­ kennd viðkomu. Karlblómin standa ein sér eða allt upp í 10 saman í hnapp og eru 5 til 7 millimetrar að lengd. Kvenblómin eitt til þrjú saman og um 10 millimetrar að lengd. Kvenplöntur eða tré mynda slétt og gult perulaga eða hnöttótt aldin sem er 6 til 9 sentímetra langt og þrír til fimm sentímetrar í þver­ mál. Inni í aldininu er hneta sem er hulin mjúku hýði sem rifnar eftir aldininu endilöngu og hylur það að hluta eftir að það stækkar og þroskast. Hnetan er það sem kallast múskat en hjúpurinn sem umliggur hana kallast múskathýði. Þrátt fyrir að hvort tveggja komi af sama aldininu er munur á því kryddi sem fæst úr muldri múskathnetu og af muldu múskathýði. Bragðið af múskathýð­ isdufti er sterkara og rammara en hnetuduftsins og rauðara á litinn. Múskathýðiskrydd er eingöngu fáanlegt sem duft. Við góðar aðstæður tekur sjö til níu ár frá því að fræ spíra þar til múskattré gefa aldin en mest er uppskeran eftir tuttugu ár og að öllu jöfnu gefur hvert tré af sér til 60 ára aldurs. Þar sem eingöngu kvenplöntur mynda aldin er trjánum talsvert fjölgað með ágræðslu. Tvær tegundir M. malabarica og M. argentea eru mikið notaðar til að drýgja og þynna út alvöru múskat­ duft úr M. fragrans. Þjóðarmorð á Kryddeyjunum Talið er að Rómverjar og Grikkir hafi þekkt til einhvers konar múskats í gegnum verslun við Araba og hugsanlega Silkileiðinni. Ekki fer mörgum sögum af nytjum þess meðal þeirra nema að þeir notuðu það sem krydd en aðallega munu þeir hafa brennt það sem reykelsi. Rómverjinn Plyni eldri, upp 23 til 79, sagði um múskat að plantan bæri hnetur með tvenns konar bragði og er þá væntanlega að vísa til hnetu­ duftsins og duftsins sem unnið er úr hnetuhýðinu. Elstu þekktar minjar um notkun á múskati til manneldis er að finna í 3.500 ára gömlum leirbrotum sem fundust á eyjunni Pulau Ai sem er hluti af Banda­eyjaklasanum austan við Indónesíu. Bandaeyjar, sem eru ellefu, voru eina uppspretta þess múskats sem barst til Evrópu fram á miðja nítjándu öld. Persneski læknirinn og fjöl­ fræðingurinn Ibn Sina, uppi 980 til 1037, var fyrsti Vesturlandabúinn sem vitað er um að hafi minnst á Banda­eyjar og Banda­hnetur, eða jansi ban eins og hann kallaði múskathnetur, í riti. Á þrettándu öld höfðu arabískir sjófarendur og verslunarmenn upp­ götvað uppruna múskats í Indónesíu en héldu honum leyndum fyrir Evrópumönnum og þannig verði þess háu. Mikil eftirspurn og hátt verð á kryddi varð til þess að heilu flotar evrópskra skipa lögðu í háskaför um öll heimsins höf í leit að gulli, gimsteinum og kryddi eftir að Kólumbus fann Ameríku. Leiðangur Kólumbusar var upphaflega ætlað­ HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Múskat og þjóðarmorð Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Kryddið sem unnið er úr múskathnetum og múskathnetuhýðinu var svo eftirsótt að 15 þúsund íbúum á Banda-eyjum var útrýmt árið 1621 til að ná yfirráðum yfir múskatræktuninni og verslun með múskat. Múskathnetur og duft. Aldinið er gult og hnöttótt og inni í því er hneta sem er hulin mjúku hýði. Blöðin dökkgræn á um eins sentí- metra löngum stilk, stakstæð, 5 til 15 sentímetra að lengd og 2 til 7 á breidd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.