Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 2020 23 Írsk yfirvöld og formaður við- skiptanefndar Evrópuþingsins hafa bæst í vaxandi hóp gagnrýnenda á MERCOSUR-sam komu laginu sem náðist milli ESB og Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ á síð- asta ári. Áður höfðu ráðherrar í Frakklandi og Þýskalandi lýst and- stöðu vegna skorts á sjálfbærni í Suður-Ameríku. Samningurinn þýðir meðal annars að Mercosur-ríkjunum verður heim- ilt að flytja 99.000 tonn af nautakjöti til ESB árlega með 7,5 prósenta tolli. Írland efins um samninginn Aðstoðarforsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar, sagði í viðtali við írska Independent á þriðjudag að bæta yrði við samninginn við ríki Suður-Ameríku ef Írland ætti að fullgilda samninginn. Setja yrði ábyrgðir gegn umhverfisspjöllum og skógareyðingu inn í samninginn. Varadkar telur að það væri rangt að gera sífellt strangari framleiðslu- kröfur til írskra bænda og sætta sig um leið við að regnskógurinn í Amasón verði fyrir verulegu tjóni. Andstaða frá öðrum ríkisstjórnum Fyrr í haust lýsti franska ríkis- stjórnin yfir andstöðu við samn- inginn. Ástæðan var birting á nýju áhrifamati. Landbúnaðarráðherra Þýska- lands, Julia Klöckner, lýsti því yfir á fundi með kollegum sínum í hinum ESB-ríkjunum í september að hún væri mjög efins um samninginn við Mercosur eins og hann er í dag. Einnig andstaða í Evrópuþinginu Yfirmaður viðskiptanefndar Evrópuþingsins, Bernd Lange, lýsti því yfir fyrr í vikunni að samningur- inn væri langt frá því að vera tilbúinn til staðfestingar og annaðhvort yrði að breyta honum eða setja í frystinn. Að mati Lange er of margt ábóta- vant í samningnum. Til viðbótar við skógareyðingu og umhverfis- spjöll nefndi Lange veikar reglur sem gilda í Mercosur-löndunum til verndunar starfsmanna í landbúnaði. Þá væru lítil takmörk fyrir notkun skordýraeiturs, auk þess sem illa væri farið með frumbyggja í Suður- Ameríkuríkjum. Ferlið endalausa Það er búið að taka 20 ár að hnoða MERCOSUR-við skipta- samningnum saman. Búið er að gera talsverðar endurbætur í ferlinu og þýða samninginn á öll tungumál ESB. Næsta skref er að fá full- gildingu allra ESB-ríkjanna og Evrópuþingsins á samningnum. Eins og staðan er nú virðist úti- lokað að óbreyttur samningur verði fullgildur. Áhyggjur af ein stökum þáttum samningsins innan ESB geta leitt til krafna um að samn- ingaferlið verði hafið upp á nýtt. Það hefur í för með sér bindandi ákvæði um sjálfbæra framleiðslu. Þá munu líða enn fleiri ár í þrot- lausu samningaþófi lögfræðinga frá báðum samningahópunum þar til viðskiptasamningur getur mögulega orðið að veruleika. /Landbruk.no//HKr. Í Ostóber er tími til að njóta osta. Gæddu þér á þínum uppáhaldsostum, smakkaðu nýja og prófaðu spennandi uppskriftir á gottimatinn.is, þar sem íslenskir ostar koma við sögu. Íslenskir ostadagar í október UTAN ÚR HEIMI MERCOSUR-viðskiptasamningur ESB og Suður-Ameríkuríkja að sigla í strand – Mikil andstaða meðal lykilríkja inna ESB vegna umhverfis- og velferðarmála virðist útiloka fullgildingu samningsins Eftir mörg ár með stórum hóp- uppsögnum hjá Danish Crown leita þeir nú eftir hundruðum nýrra starfsmanna vegna auk- innar eftirspurnar, sérstaklega á svínakjöti, til Asíu. Nú ræður fyrirtækið inn 160 nýja starfs- menn í sláturhúsinu í Ringsted, 150 í sláturhúsinu í Horsens og 45 í Blans ásamt nokkrum á skrifstofu fyrirtækisins. Það er ekki langt síðan fyrirtæk- ið stóð í hópuppsögnum og því eru ráðningarnar nú gleðiefni. Í fyrra var 175 manns sagt upp störfum í slátur- húsinu í Horsens og árið 2018 misstu 140 manns vinnu hjá fyrirtækinu. „Þetta eru fjölmennustu ráðn- ingarnar hjá okkur síðan við opn- uðum sláturhúsið í Horsens fyrir 15 árum. Við höfum not fyrir starfsfólk við slátrun, úrbeiningar og að pakka okkar vörum. Við reiknum með að allir nýju starfsmennirnir fái kennslu og ekki er gerð krafa um sérstaka reynslu svo ef fólk hefur ástríðu fyrir handverki og gæðum þá er góður möguleiki á að það komi sér í vinnu hjá okkur,“ segir Per Laursen, fram- leiðslustjóri í Danish Crown Pork. ehg/ politiken.dk Danmörk: Danish Crown að fjölga starfsfólki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.