Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 2020 33
Berglind Helga Bergsdóttir dýralæknir:
Sárin á hrossinu fóru að gróa
hægt og örugglega
„Ég er virkilega ánægð með
þau góðu áhrif sem efnið hafði
á hrossið, það dró úr ofholdg-
un og hafði græðandi og bólgu-
eyðandi áhrif,“ segir Berglind
Helga Bergsdóttir, dýralæknir
hjá Dýralæknastofu Suðurnesja.
Hún meðhöndlaði hross sem
hafði flækt sig í gaddavír og
hlotið af djúp sár framan á leggi.
Hesturinn fékk í fyrstu hefð-
bundna meðhöndlun þar sem dýpra
sárið var saumað en það sprakk upp
og var erfitt við það að eiga. Hún
hafði á þessum tíma nýlega heyrt
af sáraroði og nýtingu þess við að
græða upp erfið sár og ákvað að slá
til og prófa það á hrossið.
Sárin fóru að
gróa hægt og rólega
Helsta vandamálið við sárin á
hrossinu segir hún hafa verið mikla
ofholdgun, sem mjög erfitt var að
fást við, en eftir að sáraroð hafði
verið sett yfir sár hestsins sá hún
strax mun.
„Ég tók fljótlega eftir því að
ofholdgun minnkaði og eins virtist
roðið virka verkjastillandi á hross-
ið, það róaðist til muna eftir að hafa
fengið roðið yfir sárið. Sárin fóru
að gróa hægt og örugglega. Það
kom mér þægilega á óvart hvað
virknin hafði jákvæð áhrif, hestin-
um leið mun betur,“ segir Berglind
Helga.
Hún skipti um sáraroð á 10
daga fresti, hreinsaði sárin vel upp
í hvert sinn og lagði svo roðið yfir.
Meðhöndlunin tók 15 vikur í allt
og segir Berglind Helga að hestur-
inn sé nú fullfrískur og algjörlega
óhaltur. /MÞÞ
Hesturinn var illa særður þegar hann
kom í meðhöndlun hjá Berglindi
Helgu Bergsdóttur, dýralækni hjá
Dýralæknastofu Suðurnesja.
Tveimur vikur síðar, ofholdgunin er
nú áberandi minni og húðin byrjuð
að skríða yfir sárið.
Fimmtán vikum síðar eftir að roð-
inu og umbúðum hafði verið skipt
10 sinnum. Sárið greri mjög vel og
hesturinn er óhaltur með öllu.
Berglind Helga Bergsdóttir, dýralæknir hjá Dýralæknastofu Suðurnesja.
„Þetta er náttúrlega algjört
undraefni og flýtti verulega fyrir
því að sárið fór loksins að gróa,“
segir Trausti Gunnsteinsson,
bóndi á Rauðhólum í Vopnafirði.
Ígerð kom ítrekað í skurð yfir
kvið hans eftir stóra aðgerð. Sárin
ætluðu aldrei að gróa, en eftir að
sáraroð frá Kerecis var sett yfir
hann færðust málin til betri vegar.
Trausti veiktist jólin 2016, þegar
7–8 sentímetra rof kom á skeifugörn.
Var hann í snarhasti sendur með
sjúkraflugi frá Vopnafirði og á
Sjúkrahúsið á Akureyri. Flug sem
komst í fréttir sökum þess hversu
hvasst var og tæpt stóð um tíma.
Trausti fór í aðgerð sem lukkað-
ist ekki sem skyldi og var sendur
í kjölfarið á Landspítala þar sem
hann gekkst undir aðra aðgerð. Eftir
nokkurra vikna dvöl þar var hann
sendur á ný norður til Akureyrar
og þar á eftir í endurhæfingu á
Kristnesspítala.
Illa gekk að fá sárið til að gróa
Heim kom Trausti aftur vorið 2017
og var heima fram í nóvember
2018. Þá lá leiðin aftur í aðgerð á
Landspítala, sem átti að vera sú síð-
asta en í henni fólst m.a. að húð var
fjarlægð, net sett í kviðvegg og hann
saumaður saman á ný. Segir hann að
útlitið hafi að lokinni aðgerð verið
þokkalegt. Hann hafði viðkomu
á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað á
leiðinni heim í jólafrí, en um jólin
fór aftur að leka úr sárinu þannig
að enn á ný var haldið í sjúkraferð
suður. Mikil sýking var í sárinu og
illa gekk að fá skurðinn til að gróa
almennilega saman.
Sáraroðið skilaði árangri
Sú hugmynd kom upp í lækna-
hópnum sem annaðist Trausta að
nota sáraroð frá Kerecis. Sótt var
um leyfi fyrir aðgerð af því tagi og
fékkst það.
„Það er loksins eftir að ég fór
í aðgerðina þar sem sáraroðið var
notað að hlutir fóru að færast til betri
vegar og á endanum varð það svo
að sárið fór að gróa,“ segir Trausti
en bútar úr húð á handlegg voru
líka teknir og græddir ofan í sárið
á kviðveggnum.
„Ég var sendur heim með sára-
sugur og sáraroð og þurfti að segja
héraðslækninum til með hvernig
græjurnar virkuðu. Við héldum
þessu áfram um skeið og það má
segja að núna í lok ágúst í sumar
hafi ég náð þeim áfanga að sárið var
að fullu gróið,“ segir Trausti, sem
notar líka wound-sprey frá Kerecis
en það græðir, sótthreinsar og ver
gegn sýkingum. /MÞÞ
Baldur Tumi Baldursson húðlæknir með Trausta Gunnsteinssyni. Baldur
og Hilmar Kjartansson lyf- og bráðalæknir komu til liðs við sáraroðsverk-
efnið strax í upphafi og eiga stóran þátt í þróun tækninnar ásamt Dóru Hlín
Gísladóttur verkfræðingi.
Trausti glímdi við þrálát sár á kvið
eftir stóra aðgerð, þau greru seint og
illa, en hlutirnir fóru loks að gerast
þegar sáraroð var grætt á hann. Sjá
má árangurinn á myndunum sem
teknar eru á tímabilinu frá mars og
fram í október, en á þeirri fyrstu er
búið að „gróðursetja“ litla búta úr
handlegg hans með roðinu. Eftir það
gerðust hlutirnir hratt og sárið greri
að fullu.
Algjört undraefni
og flýtti fyrir bata
– segir Trausti Gunnsteinsson á Rauðhólum
Bænda 56-30-300