Bændablaðið - 05.11.2020, Qupperneq 30

Bændablaðið - 05.11.2020, Qupperneq 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 202030 LÍF&STARF Högni Stefán Þorgeirsson hefur undanfarin 10 ár rekið fyrir- tækið Arctic Plank þar sem hann nýtir timbur sem annars væri hent og býr til úr því hina ýmsu gæðagripi, allt frá stól- um og borðum til sérsmíðaðra gólf- og veggfjala sem prýða margvíslega staði hérlendis og erlendis. Högna er ekkert heilagt þegar kemur að hrá- efninu og nýtir meðal annars millispýtur úr vörubrettum og sólbakaðan hlöðuvið til endur- nýtingar. Högni er smiður og dúk­ lagninga maður í grunninn og hefur unnið við ýmislegt í gegn­ um tíðina en upprunalega ætlaði hann að verða arkitekt. „Ég flutti til Danmerkur árið 1995 og starfaði mestmegnis sem smiður og við að leggja gólf. Smátt og smátt fór ég út í parketið líka og fór að gera upp hús með vinum mínum. Ég hef alltaf verið heillaður af gömlu timbri og ég held því fram að það hafi síast inn hjá mér í æsku en mamma er Norðfirðingur og sem krakki hef ég sterka minningu af því þegar afi tók mig með sér að rífa panil af bústað til að taka nagla úr, þétta og laga hann til en leggja hann síðan aftur,“ útskýrir Högni. Með danskt „timburrusl“ til Íslands Högni sá ýmis tækifæri í Dan­ mörku og ekki leið á löngu þar til hann var komin í uppgrip í að bjarga gömlum gólffjölum og timbri sem annars hefði verið hent. „Upp úr aldamótunum urðu gjaldþrot hjá sveitarfélaginu Vesterbro og farið var að gera upp stóran hluta af hverfinu. Þarna vann ég sjálfstætt og fékk verkefni við að rífa úr gólfefni af íbúðum hjá sveitarfélaginu. Ég sá alveg ofsjónum yfir því að verið væri að henda gömlu timbri en sum húsin þarna voru frá árinu 1880. Ég fékk vin minn með mér að rífa út um fjögur þúsund fermetra en hann sá ekki alveg tækifærin í þessu eins og ég,“ segir Högni brosandi og bætir við: „Þegar ég flutti heim árið 2000 tók ég 400 fermetra með mér til Íslands sem ég er búinn að nýta á ýmsum stöðum. Ég keypti hæð í Bankastrætinu og notaði hluta af timbrinu þar, eitthvað fór í íbúð í Miðtúni og eins í Hlíðunum svo þetta danska „timburrusl“ hefur víða nýst. Árið 2010 keyptum ég og konan mín hús en þá lausskrúf­ aði ég gömlu spýturnar á húsið og fékk vin minn Hálfdan Pedersen leikmyndahönnuð í lið með mér. Hálfdan kom að hönnun og smíði Geysisbúðanna og hann fékk restina af timbrinu til að nota í verslunina á Skólavörðustíg. Þannig að timbrið sem ég reif út úr íbúðum á Lille Ystegade árið 1998 hefur gengið í endurnýjun lífdaga á hinum ýmsu stöðum og kemur hvarvetna vel út.“ Vill upphefja söguna Högna er sem sagt ekkert heilagt þegar kemur að því að nýta gamalt timbur, hvort sem er úr gömlum eikarbátum, vörubrettum, sólbökuðum hlöðuvið eða þakefni. Því eru allar vörur sem framleiddar eru hjá Arctic Plank endurnýttar til hins ýtrasta. „Mér finnst alltof dýrmætt að slátra sögunni, ég vil miklu frekar upphefja hana. Ég komst til dæmis að því fyrir tíu árum að það var enginn að nýta vörubretti hér heima svo ég skoðaði skóg­ ræktarskýrslur í Bandaríkjunum en þar eru árlega framleidd um 300 milljónir vörubretta og á ári hverju er tugum milljóna af þeim fargað sem enda í spæni eða við landnýtingu. Þá fór ég að hugsa Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Fjársjóður og fagurt gildi í gömlu timbri Sýnishorn af þeim verkum sem Högni hefur komið að sem eru fjölbreytt og kemur endurunna timbrið sérstaklega vel út. Högni fyrir utan vinnuaðstöðu sína á Smiðjuvegi í Kópavogi, en hann hafði nýlega fengið þessa massívu bita frá Slippnum á Akureyri en skip voru dregin upp á þeim áður fyrr. „Þetta er gull sem ég fékk að norðan og mér sýnist ég muni gera skrifborð úr þeim fyrir arkitekt sem kom hérna við á dögunum,“ sagði Högni. Mynd / ehg Úr íbúð þar sem gamall efniviður hefur verði nýttur sem gólfefni og fleira. Skrokkhlutaskurðarmynd úr gömlu timbri.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.