Bændablaðið - 19.11.2020, Page 19

Bændablaðið - 19.11.2020, Page 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 2020 19 Bragi Þór Jósefsson ljós myndari hefur myndað allar almennings­ sundlaugar landsins með flyg­ ildi, 100 talsins, fyrir utan eina, á Ströndunum, en til hennar er einungis hægt að komast með bát. Hugmyndina fékk hann í upphafi kórónuveirufaraldursins þegar rétta tækifærið gafst til að mynda sundlaugar um allt land ofan frá séð. „Ég byrjaði á þessu í vor og setti inn nokkrar myndir á samfélagsmiðla og fékk strax mikil viðbrögð. Ég byrjaði að mynda á höfuðborgarsvæðinu þegar COVID fór af stað, þá var allt tómt og það hentaði vel að fara að mynda sundlaugar. Síðan ákvað ég að þvælast um landið og fór hringinn en þá var ekki hægt að hafa þær allar tómar. Þetta er allt tekið í mikilli hæð, maður sér að það eru manneskjur á sumum myndunum en vitavonlaust að þekkja einhvern. Þetta er allt tekið með flygildi en ég hef svolítið verið í því að taka þannig myndir. Það byrjaði fyrir um tveimur árum að ég fór að fikra mig áfram með flygildi því mig langaði að fá aðra sýn á brúðarmyndatökur og fékk oft skemmtileg sjónarhorn út úr því. Þegar ég var byrjaður á því að leika mér með myndatökur með flygildi sá ég aðra möguleika og sundlaugardæmið er klassískt þannig. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt, ég byrjaði á Stokkseyri en tók ekki skipulega myndir af sundlaugunum fyrr en í mars. Síðan þróaðist þetta og ég fór út um allt land og er búinn að mynda allar útialmenningssundlaugar landsins, 100 talsins, fyrir utan á Ströndunum en þangað þarf ég að komast með bát og stefni á að ná henni líka svo þá verða þær 101,“ segir Bragi sem býður nú myndirnar til sölu á síðu sinni, bragi.is. Varðandi framhaldið er aldrei að vita nema ljósmyndarinn haldi sýningu með sundlaugamyndunum eða gefi þær jafnvel út sem bók. /ehg REKSTRARLAND ER BAKHJARL BÆNDA REKSTRARLAND verslun | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–17 Pipar\TBW A Í Rekstrarlandi fást allar almennar rekstrarvörur fyrir landbúnað. Nilfisk háþrýstidælur, Exide rafgeymar, gæðasmurefni og olíur á vélarnar, Ecolab lágþrýstiþvottatæki ásamt hreinsiefnum, sótthreinsandi og græðandi vökvar fyrir spena og júgur. Nánari upplýsingar gefur: Grétar Hrafn Harðarson Sími 892-1480 Nf: gretarhrafn@simnet.is GRÆNU VELFERÐARGÓLFIN www.comfortslatmat.com Bændablaðið Auglýsingasíminn er 56-30-300 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNIMyndaði 100 útisundlaugar um allt land með flygildi Selárlaug í Vopnafirði. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari hefur myndað allar almenningssundlaugar landsins með flygildi í kórónuveirufaraldrinum, 100 talsins, fyrir utan eina, á Ströndunum, en til hennar er einungis hægt að komast með bát.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.