Bændablaðið - 19.11.2020, Side 23

Bændablaðið - 19.11.2020, Side 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 2020 23 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ZETOR VARAHLUTIR Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 byko.is YLEININGAR ERU LÉTTAR STÁLKLÆDDAR SAMLOKU- EININGAR SEM FÁST MEÐ ÞÉTTIFRAUÐS- EÐA STEINULLARKJARNA. Einingarnar eru sterkar og burðarmiklar og fást með mismunandi yfirborði og litum að eigin vali. Helstu kostir þess að nota samlokueiningar er auðveld og fljót uppsetning, auðveld þrif, mikil burðargeta, mikið einangrunargildi og er ódýr kostur ef miðað er við hefðbundnar lausnir. Yleiningar henta vel fyrir eldri gripahús þar sem skipta þarf út þak- og eða vegg jaklæðningum. BALEX yleiningar eru framleiddar undir ströngu eftirliti samkvæmt viðurkenndum evrópskum stöðlum. Hafðu samband: bondi@byko.is YLEININGAR Verksmiðjan, sem samvinnufélögin Nortura og Felleskjøpet í Noregi hafa nú fjárfest í, er mjög sjálfvirk og krefst ekki margra starfsmanna en kostnaður við að koma henni á fót var í kringum tveir milljarðar íslenskra króna. Myndir / Sune Eriksen/Norilia Vinna hágæðaprótein úr kjúklingabeinum Samvinnufélögin Nortura og Felleskjøpet í Noregi hafa nú fjárfest fyrir hátt í tvo milljarða íslenskra króna í sjálfvirkri verk­ smiðju sem vinnur úr kjúklinga­ beinum hráefni sem úr verður 100% prótein. Nú vonast for­ svarsmenn fyrirtækisins til þess að varan verði vinsæl útflutnings­ vara. Hráefni sem hingað til hefur verið nýtt í dýrafóður verður nú notað til manneldis. „Próteinefnið sem kallast hydrolysat verður nú nýtt í vörur sem er viðurkennt til manneldis en áður hefur þetta til dæmis verið notað í hundafóður. Við munum byrja á að selja til Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu og okkur nægja í raun 3-5 viðskiptavinir á hverjum stað til að selja það magn sem við höfum framleiðslugetu til. Viðskiptavinirnir fá kraft í duftformi sem er tilbúinn til notkunar og er í raun á bragðið eins og kjúklingakraftur. Þetta er ekki mikið magn núna í byrjun en við erum sannfærð um að þetta muni vaxa hratt enda möguleikarnir miklir,“ segir Heidi Alvestrand, þróunarstjóri í dótturfyrirtæki Nortura, Norilia. Enn sem komið er getur fyrirtækið þó ekki nýtt varphænur við framleiðsluna þar sem þær eru oft ataðar í eggjahvítu sem er ofnæmisvaldur en unnið er að þeim möguleika að geta nýtt þær. Margir nýtingarmöguleikar Markaðssetning á vörunni gengur út á góða dýravelferð og engri notkun á sýklalyfjum. Varan er ekki ódýrasta prótínið á markaðnum. „Ferl ið sem við notum heitir ensímatískt vatnsrof þar sem við notum vatn og náttúruleg ensím í samsetningu við tíma og hitastig til að brjóta niður skrokkinn, lærlegg, háls og bein. Síðan afvirkjum við ensímin til að skilja frá þrjú innihaldsefni, prótín, fitu og óleys- anleg prótín ásamt steinefnum þar sem prótínin eru verð mætust,“ segir Heidi og bætir við: „Það er spennandi að vinna með prótín í íþróttavörur vegna þess að þau eru vatnsrofin því þá skiptast þau niður í minni einingar sem er auðveldara fyrir líkamann að vinna úr. Við erum að þróa vörur fyrir íþróttaiðnaðinn og stefnum á Bandaríkja- og Kínamarkað. Ef það tekst eins og við áætlum eru það risastórir markaðir. Einnig er hægt að nota vöruna beint í mat til bragðbætingar og til að auka prótíninnihald. Við stefnum á að nýta þetta einnig í gæludýrafóður af dýrari tegundinni en möguleikarnir eru margir, eins og sem næringarviðbót í mat fyrir eldri borgara og jafnvel í snyrtivörur.“ /ehg - Bondebladet Bænda 3. desember Framleiðsla á prótíni úr kjúklingabeinum er í kringum 10 þúsund tonn á ári og getur nýja verksmiðjan afkastað helmingi meiri framleiðslu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.