Bændablaðið - 19.11.2020, Side 28

Bændablaðið - 19.11.2020, Side 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 202028 LÍF&STARF Geiturnar á Brúnastöðum hafa færi á að spranga um undir fjallgarðinum á Tröllaskaga. Líka að láta fara vel um sig heima við. Geitaostur framleiddur í heimavinnslu á Brúnastöðum í Fljótum „Við höfum lengi haft áhuga á heimavinnslu og að gera seljan- legar afurðir úr því sem lítið er nýtt eða lítið verð fæst fyrir eins og geita- og sauðamjólk og afurðum eins og kindakjöti,“ segir Stefanía Hjördís Leifsdóttir. Hún ásamt eiginmanni sínum, Jóhannesi Ríkarðssyni á Brúnastöðum í Fljótum, er um þessar mundir að setja á markað fjórar tegundir af geitaostum; Fljóta, Ísar, Knörr og Brúnó. Ostagerðin er afrakstur mikils undirbúnings sem hófst vorið 2018 þegar þau sóttu námskeið hjá Farskóla Norðurlands vestra, Matarsmiðja, Beint frá býli. Fullkomin aðstaða til ostagerðar var sett upp á Brúnastöðum og segir hún ánægjulegt eftir langt, strangt og kostnaðarsamt ferli að sjá fyrstu afurðirnar líta dagsins ljós. Hjördís og Jóhannes tóku við búinu á Brúnastöðum af föður Jóhannesar, Ríkharði Jónssyni, árið 1998. Fyrstu tvö árin ráku þau búið með annarri vinnu sem þau stunduðu á Sauðárkróki. Jóhannes var um 10 ára skeið sauðfjár­ ræktarráðunautur og Hjördís lærði félagsmannfræði og starf­ aði við kennslu í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um nokkurra ára skeið áður en sveitalífið tók við. Hún segir að um langan veg sé að fara úr Fljótunum til að sækja vinnu utan bús og þau hafi kapp­ kostað að finna sér störf heima við þannig að hægt sé að afla fjölskyldunni lífsviðurværis með störfum heima á bænum. – „Og við erum alltaf að sjá möguleika og þeir eru margvíslegir,“ segir hún. Fjölbreytt starfsemi og mannmargt heimili Starfsemin á Brúnastöðum er fjöl­ breytt, en grunnurinn er sauðfjárrækt með um 800 vetrar fóðraðar kindur. Þá eru þar rúmlega 40 geitur, nokkrar holdakýr og eintak af öllum húsdýrum landsins því yfir sumarmánuðina reka þau vinsælan húsdýragarð. Þá er stunduð ferðaþjónusta á bænum, leigð út tvö stór hús og einnig reka þau félagsheimilið Ketilás. Þá stunda þau hjónin einnig skógrækt. Þau eiga fjögur börn, Ríkeyju Þöll, meistara nema í umhverfis­ stjórn málum í Stokkhólmi, Kristin Knörr, nema í landfræði við HÍ, Ólaf Ísar, sem útskrifaðist frá MA síðasta vor og Leif Hlé, sem er í 9. bekk. Auk þess eiga þau 3 fósturbörn, Júlíu Agar, nema við MA og Eld og Davíð sem báðir eru í grunnskóla. Á heimilinu dvelja að auki nemar frá grænlenska landbúnaðarskólanum í Upernaviarsuk að jafnaði í eitt ár í senn. Krefjandi búskaparjörð Jörðin á Brúnastöðum er krefjandi til búskapar, en þar er mjög snjó­ þungt svo veturnir og vorin eru á stundum erfið. Þannig taka þau ævinlega niður girðingar á haustin og setja upp á ný að vori svo þær sligist ekki. Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Hér er verið að mjólka geiturnar. Ábúendur á Brúnastöðum hafa mjólkað 35 geitur undanfarnar vikur. Mjólkin er fryst og unnið úr henni í lotum. Mjaltabásinn og ostatankurinn eru flutt inn frá Danmörku sem og mjaltartæknin. Sigtryggur V. Herbertsson hjá RML á Akureyri veitti aðstoð við innflutninginn. Hér má sjá jólaútgáfu af havartiostinum Knörr með trönuberjum, fullt af Brúnó, fetaostinn Fljóta, brie-ostinn Ísar og síðast en ekki síst sauðaostinn Mikla sem eru á leið á markað. Geitaosturinn Brúnó á klárlega engan sinn líkan, parmesanlíkur og fær reglulega bjórbað í IPA bjór frá Segli á Siglufirði. Sérlega mildur og bráðnar í munni.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.