Bændablaðið - 19.11.2020, Page 45

Bændablaðið - 19.11.2020, Page 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 2020 45 FISKNYTJAR&NÁTTÚRA Mynd 1. Sviðsmynd A sýnir áætlaða dreifingu á strokulaxi úr slysasleppingu í Arnarfirði skv. áhættumati erfðablöndunar. Sviðsmynd B sýnir raunveru- lega líklega meðaltals dreifingu á strokulaxi úr slysasleppingu í Arnarfirði. Litlu laxastofnunum fórnað til að auka framleiðsluheimildir á frjóum eldislaxi Hinn 25. ágúst 2020 var lögð fram á Alþingi skýrsla óháðrar nefndar með erlendum og íslenskum sérfræðingi þar sem tekið var fyrir áhættumat erfðablöndunar. Skýrslan ber heitið ,,Skýrsla sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um niður- stöður óháðrar nefndar um athug- un á aðferðarfræði, áhættumati og grein ing um á fiskeldisburðarþoli á vegum Hafrannsóknastofnunar“. Vísinda nefnd sem fékk það hlut- verk að rýna áhættumat erfða- blöndunar fékk ekki upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun um minni veiðiárnar. Á Vestfjörðum eru a.m.k. 23 veiðiár þar sem villtur lax hrygnir þó í mjög mismunandi umfangi (tafla 1). Laxastofnar í uppbyggingarfasa á Vestfjörðum Margt bendir til að lax sé að auka landnám sitt í ám á Vestfjörðum og hefur náð að hrygna og koma upp seiðum í mörgum vatnsföllum þótt ekki sé alltaf um samfellda nýliðun að ræða eins og fram kemur í skýrsl um Hafrannsóknastofnunar. Það er sett í samhengi við hlýnun bæði í ferskvatni og sjó. Nýlegar rannsóknir á útbreiðslu laxfiska á vestanverðum Vestfjörðum á vegum Hafrannsóknastofnunar benda til að víða megi finna allsterka laxastofna á svæðinu. Ef litið er á útbreiðslu og seiðaþéttleika laxfiska á vestanverðum Vestfjörðum sést að Arnarfjörður sker sig úr hvað lax snertir en þar er að finna lax í sjö veiðiám (tafla 1). Rannsóknir á Vestfjörðum Rannsóknir sem hafa verið gerðar á vestanverðum Vestfjörðum hafa verið birtar af Hafrannsóknastofnun og eru aðgengilegar á vef stofnunarinnar. Í Ísafjarðardjúpi rannsakaði Hafrannsóknastofnun seiðabúskap í sextán veiðiám um sumarið 2016 og reyndist lax vera ríkjandi tegund í sex þeirra skv. niðurstöðum rannsóknarinnar. Niðurstöður þessarar rannsóknar er eingöngu að finna í formi bréfs til Landssambands veiðifélaga frá 28. nóvember 2016. Það er ekki vitað um ástæðu þess að rannsóknin hefur enn þá ekki verið birt opinberlega af Hafrannsóknastofnun. Veiðiár með laxalykt á Vestfjörðum Í áhættumati erfðablöndunar er að­ eins gert ráð fyrir að strokulax gangi upp í fjórar veiðiár á Vestfjörðum; Laugar dalsá, Langadalsá, Hvanna­ dalsá og Ísafjarðará. Athuganir Hafrann sókna stofnunar á seiða­ þéttleika sýna að villtur lax gengur til hrygningar í fleiri veiðiár á Vestfjörðum og hafi þar myndað náttúrulega stofna. Á Vestfjörðum eru a.m.k. 23 veiðiár með laxalykt (tafla 1). Eldislax gengur einkum upp í ár með laxalykt og af ein­ hverjum óskýrðum og óskiljanlegum ástæðum er ekki gert ráð fyrir tæp­ lega 20 veiðiám á Vestfjörðum í áhættumati erfðablöndunar. Eldislaxinn að taka yfir vistkerfi? Talið er að eldislax muni nema ný árkerfi hraðar en villti laxinn samhliða því að ný búsvæði myndast við hlýnun. Með hlýnun myndast ný svæði fyrir lax og kuldakærari tegundir víkja úr árkerfum á Vestfjörðum. Flökkulax sækir í ný búsvæði og gera má ráð fyrir að smám saman nýti þau að fullu. Ef það eiga sér stað umtalsverðar slysasleppingar á svæðinu getur eldislaxinn vera í meirihluta og líkur á erfðablöndum því miklar. Hafrannsóknastofnun er nýlega búin að staðfesta erfðablöndun í þessari gerð veiðiáa á vestanverðum Vestfjörðum þar sem er að finna laxeldi í sjókvíum í nágrenninu. Færri veiðiár og meiri framleiðsluheimildir Það má velta því fyrir sér af hverju litlu laxastofnunum var sleppt í áhættu mati erfðablöndunar á Vest­ fjörðum. Eflaust eru ýmsar skýringar á því sem höfundar áhættumatsins geta best svarað. Það er ljóst að ef gert hefði verið ráð fyrir 23 veiðiám í áhættumati erfðablöndunar í stað­ inn fyrir fjögur hefðu niðurstöðurnar verið allt aðrar fyrir vestanverða Vestfirði. Í Arnarfirði eru t.d. sjö veiðiár með laxalykt en áhættumat erfðablöndunar gerir ekki ráð fyrir að eldislax gangi upp í þær ár. Að sjálf­ sögðu gengur eldislax úr fjölmörgum slysasleppingum í Arnarfirði fyrst og fremst í veiðiár í firðinum (mynd 1) eins og íslenskar og erlendar rannsóknir sýna. Áhættumat erfða­ blöndunar hefur lítið eða ekkert með umhverfisvernd að gera, en hlut­ verk þess er að úthluta framleiðslu­ heimildum til laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila. Tryggja sér ávinning Ef gert hefði verið ráð fyrir 23 veiðiám í áhættumati erfðablöndunar hefði ekki verið hægt að úthluta um 50.000 tonna framleiðsluheimildum á frjóum laxi til sjókvíaeldis fyrir vestanverða Vestfirði skv. niður­ stöðum áhættumats erfðablöndunar. Það var að tilstuðlan starfshóps sjáv­ arútvegs­ og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi að lagt var til að nota áhættumat erfðablöndunar við úthlutun framleiðsluheimilda á frjóum laxi. Stjórnarformaður Arnarlax var í stefnumótunarhópum sem mótaði leikreglurnar, en að sjálfsögðu var hann ekki einn um að taka ákvarðanirnar. Það er þó ljóst að áhættumatið virtist vera hannað til að uppfylla væntingar og þarfir Arnarlax um framleiðsluheimildir á frjóum laxi til sjókvíaeldis á vest­ anverðum Vestfjörðum – Hlutverk áhættumats erfðablöndunar er að uppfylla væntingar um fjárhags­ legan ávinning og til þess að það geti gengið þurfti að fórna litlu laxastofn­ unum á eldissvæðum. Ef rétt væri reiknað, hvað þá? Það væri áhugavert að sjá hver niðurstaðan yrði á útreiknuðum framleiðsluheimildum ef gert væri ráð fyrir öllum litlu laxastofn­ unum í reiknilíkani áhættumats erfðablöndunar. Það er eflaust ekki vilji fyrir því að endurreikna framleiðsluheimildir þar sem þá kæmi í ljós að vitlaust var gefið. Jafnframt væri áhugavert að reikna út hvaða þýðingu það hefði haft á fjárhagslegan ávinning laxeldisfyr­ irtækja í meirihlutaeigu erlendra að­ ila ef stuðst hefði verið við réttar forsendur í líkani áhættumats erfða­ blöndunar. Valdimar Ingi Gunnarsson Höfundur er sjávarútvegs- fræðingur og hefur m.a. unnið við ýmis mál tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár. Veiðiár Tilvist laxa Heimild Tálknafjörður Botnsá Laxaseiði Leó Alexander Guðmundsson o.fl. 2017 Arnarfjörður Selárdalsá Laxaseiði Leó Alexander Guðmundsson o.fl. 2017 Fífustaðadalsá Laxveiði og laxaseiði Leó Alexander Guðmundsson o.fl. 2017 Bakkadalsá Laxaseiði Leó Alexander Guðmundsson o.fl. 2017 Dufansdalsá Laxaseiði Leó Alexander Guðmundsson o.fl. 2017 Sunnudalsá Laxaseiði Leó Alexander Guðmundsson o.fl. 2017 Mjólká Laxaseiði Leó Alexander Guðmundsson o.fl. 2017 Hófsá Laxaseiði Sigurður Már Einarsson og Jón S. Ólafsson 2016 Dýrafjörður Kirkjubólsá Laxaseiði Leó Alexander Guðmundsson o.fl. 2017 Lambadalsá Laxaseiði Sigurður Már Einarsson og Jón S. Ólafsson 2016 Núpsá Laxaseiði Sigurður Már Einarsson og Jón S. Ólafsson 2016 Önundarfjörður Sandsá Laxaseiði Leó Alexander Guðmundsson o.fl. 2017 Bjarnadalsá Laxaseiði Leó Alexander Guðmundsson o.fl. 2017 Hestá Laxaseiði Sigurður Már Einarsson og Jón S. Ólafsson 2016 Súgandafjörður Staðará Laxaseiði Leó Alexander Guðmundsson o.fl. 2017 Ísafjarðardjúp Ósá Laxveiði og laxaseiði Sigurður Már Einarsson 2009 Laugardalsá Laxveiði og laxaseiði Árleg skráning á laxveiði í gagnagrunn Hafrannsóknastofnunnar Heydalsá Laxaseiði Sigurður Már Einarsson 2016 Bessadalsá Laxaseiði Óbirtar niðurstöður í bréfi til Landssamband veiðifélaga, 28. nóv. 2016 Ísafjarðará Laxveiði og laxaseiði Árleg skráning á laxveiði í gagnagrunn Hafrannsóknastofnunnar Múlá Laxaseiði Óbirtar niðurstöður í bréfi til Landssamband veiðifélaga, 28. nóv. 2016 Langadalsá Laxveiði og laxaseiði Árleg skráning á laxveiði í gagnagrunn Hafrannsóknastofnunnar Hvannadalsá Laxveiði og laxaseiði Árleg skráning á laxveiði í gagnagrunn Hafrannsóknastofnunnar Selá Laxveiði Óregluleg skráning á laxveiði í gagnagrunn Hafrannsóknastofnunnar Tafla 1. Veiðiár á Vestfjörðum þar sem sýnt hefur verið fram á að laxaseiði finnast með rannsóknum og/eða gefin upp laxveiði í skýrslum Veiðimálastofnunar/Hafrannsóknastofnunar um lax- og silungsveiði. Hægt er að sækja skýrslurnar á vef Hafrannsóknastofnunnar. Veiðiár á Vestfjörðum þar sem villtur lax hrygnir, þó í mjög mismunandi umfangi. Valdimar Ingi Gunnarsson. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Við bjóðum upp á allar stærðir og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum. Mjög hljóðlátar og einfaldar í viðhaldi. Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu. Gerðu kröfur — hafðu samband við Gunnar í síma 590 5135 eða sendu línu á gma@klettur.is og kynntu þér þína möguleika. Loftpressur í hæsta gæðaflokki Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 SÍUR Í DRÁTTARVÉLAR Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.