Bændablaðið - 19.11.2020, Qupperneq 55

Bændablaðið - 19.11.2020, Qupperneq 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 2020 55 Til sölu Plast í fjárhúsgólf og stíur. Bása og drenmottur, útileiktæki, gúmmíhellur og gervigras. Heildarlausnir á leiksvæðum. Sími 820-8096 - jh@johannhelgi.is Lítið notuð vetrardekk 175 x 65 x14" á stálfelgum til sölu á kr. 40.000. Uppl. í síma 661-4292. Fullorðinn Weckmann sturtuvagn til sölu, 11 tonna. Nýleg dekk, ný- leg glussaslanga tvöföld skjólborð. Rang. ytra. Verð 800.000 kr. Uppl. í s. 862-3995. Raforkuver til sölu. Samanstendur af vindrafstöð 24v, tveimur 12v sólar- sellum og stjórnstöð. Mastur og tveir rafgeymar fylgja ásamt straumbreyti úr 24v í 12v. Tilvalið í fjallaskála eða sumarbústað fjarri rafmagni. Einnig er til sölu gaskæliskápur með litlum frysti. Sunwind Ventus 168, svartur. Kælir 129 ltr og frystir 25 ltr. Staðsett í Eyjafirði. Upplýsingar í s. 898-9826. Timbur í fjárhúsgólf 32 x 100 mm. Lengdir 4,8/5,1/5,4 m Verð kr. 265 lm m/vsk. H. Hauksson ehf. S. 588- 1130 - hhaukssonehf@simnet.is Timbur 25 x 150 mm. Lengdir 4,5/4,8/5,4 m. Verð kr. 240 lengdarm. m/vsk. H.Hauksson ehf. S. 588-1130 - hhaukssonehf@simnet.is Weckman þak- og veggjastál. 0,5 mm galv. kr. 1.550 fm 0,45 mm litað. kr. 1.590 fm 0,6 mm galv. kr. 1.890 fm 0.5 mm litað. kr. 1.990 fm. Öll verð með vsk. Afgreiðslufrestur 4-6 vikur. H. Hauksson ehf. S. 588-1130 - hhaukssonehf@simnet.is Allt sem þarf til að opna saumastofu eða bara hobby. Gott að undirbúa sig fyrir komandi framtíð. Nánari upplýs- ingar í s. 847-2306, Gerður. Safnarar. Til sölu 27.000 frímerki, 50 fyrsta dags umslög, 150 gramma- fónsplötur og myntsafn. Uppl. í síma 893-3475. Óska eftir Ég er að leita að 80 til 110 hestafla, 4x4 dráttarvél með tækjum sem er í góðu ástandi fyrir allt að 4 millj. kr. og notuð minna en 1.000 klst. Bein staðgreidd kaup. Upplýsingar í s. 863-4106. Óska eftir traktorsgröfu jcb 2cx. Upp- lýsingar í síma 892-8314. Óska eftir hagabeit fyrir 10-15 hross í jan., feb. og kannski mars. Stað- setning í nálægð við Stokkseyri eða þar í kring. Uppl. í síma 616-1569. Kaupi gamla bilaða Toyota Hilux, Land Cruiser, Hiace eða Rocky. Sæki hvar sem er á landinu. Magnús í s. 693-6780. Óska eftir ferðabíl eða bíl sem hægt er að innrétta sem slíkan, helst Toyota Hiace. Uppl. í síma 868-6829. Óska eftir ljá með brýni til að slá vot- hey. Uppl. í síma 462-3989. Óska eftir gömlum mjólkurbrúsum, mega vera í misgóðu ásigkomulagi. Vinsamlegast hafið samband við Jóhönnu í síma 863-8580. Jarðir Jörð eða hluti úr jörð óskast í fóstur til skógræktar, 50 ha+ nærri vatni eða ár- svæði/sjó. Kaup í áföngum möguleg. Upplýsingar í síma 861-7227, Ragnar. Húsnæði Lítil kjallaraíbúð til leigu rétt hjá Menntaskólanum í Kópavogi. Her- bergi, eldhús, snyrting. Sérinngang- ur. Hentar námsmanni/einstaklingi. Íbúðin er laus. Verð 100.000 kr. pr. mán. m. hita/rafmagni. S. 842-2908. Herbergi til leigu á svæði 201, með aðgangi að eldhúsi, baðherbergi með þvottavél og þurrkara. Uppl. í s. 893-3475. Þjónusta Tek að mér viðgerðir á flestum tegundum sjálfskiptinga. Haf- ið samband í síma 663-9589 til að fá uppl. og tilboð. HP trans- mission Akureyri. Netfang: einar.g9@gmail.com, Einar G. Atvinna Starf við landbúnað laust til umsóknar. Auglýst er eftir starfsmanni til bústarfa í Útvík í Skagafirði. Viðkomandi þarf að sjá um fjós með tveimur mjaltaþjónum, um 70 kúm og 50 kvígum í uppeldi. Húsnæði er ekki á staðnum og vegna bakvakta er betra að búa ekki fjarri vinnustað. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, vera natinn við skepnur og vanur fjósverkum með mjaltaþjóni. Starfið er laust frá 1.2.2021. Nánari upplýsingar í s. 893-5960. Árni Hafstað. Sorin Vilcu óskar eftir fullri vinnu í 4-6 mánuði. Hefur reynslu af fjöl- breyttum bústörfum og er með öku- réttindi B. Upplýsingar gegnum s. 769-1061 eða gegnum netfangið sorin.vilcu08@gmail.com Bændablaðið Næsta blað kemur út 3. desember GORMUR.IS öðruvísi gjafavara GORMUR öðruvísi gjafavara GORMUR Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is OKKAR ÆR OG KÝR — STARTARAR OG ALTERNATORAR — Smiðjuvegur 30, 200 Kópavogur Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KEÐJUR OG KEÐJUVIÐGERÐAREFNI GOTT ÚRVAL Ég skal segja ykkur það Tuttugasta bókin í flokknum Austfirsk ljóðskáld er komin út og ber hún titilinn „Ég skal segja ykkur það“. Bókin er eftir austfirskan sauð­ fjárbónda, Sólveigu Björnsdóttur, sem rekur myndarlegt sauðfjárbú á Laufási í Hjaltastaðaþinghá á Héraði. Sólveig Björnsdóttir er fædd á Gilsárvelli á Borgarfirði eystra árið 1958 og ólst þar upp. Ásamt því að stunda búskap með fjölskyldu sinni vann hún einnig í frystihús­ inu á Borgarfirði. Árið 1979 yfir­ gaf hún Borgarfjörðinn og flutti í Laufás í Hjaltastaðaþinghá, hinum megin við Dyrfjöllin og hóf búskap með Guðmundi K. Sigurðssyni þar sem þau búa enn. Flest ljóð Sólveigar hafa orðið til við hin daglegu störf. Lengi vel var hún betur þekkt fyrir gamanvísur í tengslum við þorrablót og aðrar skemmtanir. Ljóðin í þessari bók eru hugljúf og oft á tíðum ljúfsár, þar sem helstu hugðarefni Sólveigar eru samspil náttúrunnar, búskapar og fólks sem hefur snert hjarta hennar. Einnig leitar hugurinn oft heim á bernskuslóðir þar sem fegurðin og kyrrðin heilla. Hér kemur fyrsta bók Sólveigar fyrir sjónir lesenda, en ljóð eftir hana hafa birst víða í bókum og á geisladiskum. Sem dæmi um ljóð í þessari bók er á baksíðu bókarkápu birt ljóðið Afi, en í því er að finna heiti bókarinnar. Það er mjög lýsandi fyrir búskaparhætti fyrri tíma sem vikið hafa fyrir vél­ tækninni. Hefur gefið út 39 bækur eftir austfirska höfunda Útgefandi bókarinnar er Félag ljóðaunnenda á Austurlandi, en forsprakki þess er Magnús Stefánsson og félagsmenn rúm­ lega eitt hundrað. Félagið var stofnað árið 1996 og hefur gefið út 39 bækur eftir austfirska höf­ unda. Framtak og þrautseigja Magn­ úsar og Félag ljóðaunnenda á Austurlandi í útgáfumálum er sannarlega aðdáunarvert og þakk­ arvert, en Uppbyggingarsjóður Austurlands styrkti útgáfu þessar­ ar tuttugustu bókar félagsins. Prentmet Oddi sá um umbrot, bókband og prentun, en Torfi Jónsson hannaði kápuna. /HKr. Sólveig Björnsdóttir. Afi Hurðin er opnu, þú hleypur inn, undir hendinni kassi með vörum. Þú heilsar, brosir og kyssir kinn, kaffi þiggur í bollan þinn, ert svo óðar á förum út í slægju með orf og ljá, ekki þurrkinum glata má. Hrífan er tekin, þú hamast ferð heyið að garða og raka. Söxuð föngin í sátur berð - ég skal segja ykkur það, nú fljótur verð og skellir á skokk til baka. Eftir mat og mínútu blund BÆKUR& MENNING

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.