Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 12
komulag væri óboðlegt. Töldu margar hjúkrunarkonur að það
að stytta vinnudag bryti í bága við köllun og siðferði hjúkrun-
arkonunnar og að þrískiptar vaktir myndu valda sjúklingum
óróleika og dreifing á starfskyldum gæti spillt vinnugleði
hjúkrunarkvenna og faglegum metnaði þeirra.
Á þessum tíma gafst hjúkrunarkonum ekki mikið rými
fyrir félagslíf en allt fram á miðja síðustu öld var það alvanalegt
að hjúkrunarkonurnar byggju á sjúkrahúsinu. Þá var einnig
algengt að hjúkrunarkonur fengju hluta af launum sínum
greiddan í formi fæðis og húsnæðis. „Þær voru giftar starfinu,“
segir Elsa og jón bætir við að danskar hjúkrunarkonur hafi á
þeim tíma þurft leyfi frá yfirmanni sínum til að gifta sig.
Það var ekki fyrr en 1937 að almennur átta stunda vinnudagur
varð viðurkenndur í noregi og á Íslandi var það 1942. Vinnu-
vikan var áfram æði löng en það var ekki fyrr en í byrjun átt-
unda áratugar síðustu aldar sem fimm daga vinnuvika varð
viðtekin á norðurlöndunum.
Þriðja krafan sem sett var fram á stofnfundi SSn var bætt
laun. Þetta er sá liður sem alger einhugur hefur ríkt um innan
SSn frá upphafi. Þrátt fyrir það er þetta eina stofnkrafan sem
ekki hefur verið uppfyllt þar sem hjúkrunarfræðingar á
norðurlöndunum eru enn með of lág laun miðað við aðrar
fagstéttir með sambærilega menntun og ábyrgð.
Samstarfið við SSN mikilvægt
í kjarabaráttu
að mati Ástu, sem var fyrsti formaður sameinaðra hjúkrun-
arfélaga, skipti samstarfið við SSn miklu þegar kom að kjara-
málum. Stuðningurinn var ómetanlegur og í kjarabaráttu hér
á landi var hægt að vísa til annarra norðurlanda, en félögin
studdu hvert annað með miðlun upplýsinga, í verkföllum og
hvers kyns hugmyndafræði sem lýtur að stéttinni og starfi
hennar. Elsa segir mikinn stuðning hafa verið þegar kom að
launamálum, en ekki síður var stuðningurinn mikill þegar
kom að kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, t.a.m. um vaktaskipu-
lag. „Þetta var ný hugsun sem við vorum að reyna að innleiða,“
segir hún.
Rannsóknir og innleiðing nýrrar
þekkingar í hjúkrun
allt frá stofnun SSn hefur verið lögð mikil áhersla á rann-
sóknir í hjúkrunarfræði og voru hjúkrunarfræðingar á norður-
löndum með fyrstu stéttum til að setja sér siðareglur fyrir
þá sem stunda hjúkrunarrannsóknir. Þær voru síðan prent -
aðar og þýddar á öll norðurlandamálin. Enn leggja tiltölulega
fáir hjúkrunarfræðingar stund á rannsóknir innan SSn. Ís-
lendingar urðu fyrstir norðurlandaþjóða að hefja hjúkrunar-
fræði nám á háskólastigi og því hefur löngum verið horft til
menntunarstigs á Íslandi. Enda er óhætt að segja að íslenskir
hjúkrunarfræðingar séu framarlega þegar kemur að rann-
sóknum í hjúkrun og innleiðingu nýrrar þekkingar sem feng-
ist hefur þaðan, en þegar litið er til allra norðurlanda þá eru
eingöngu 1–2% hjúkrunarfræðinga með doktorsgráðu. Þá
hefur félag íslenskra hjúkrunarfræðinga verið í fararbroddi
þegar kemur að styrkveitingum til viðbótar- og endurmennt-
unar.
Tregða að tala ensku á fundum
Samtalið færðist frá menntun til tungumálaörðugleika en öll
samskipti hjá sam ráðsvettvanginum voru á norðurlandamál-
unum þremur, þ.e. dönsku, sænsku og norsku. „Ég var ekki
góð í norðurlandamálum og þegar ég sótti minn fyrsta
stjórnar fund hjá SSn skildi ég varla orð sem þar fór fram,“
rifjar Ásta upp. hún óskaði eftir að fá að tala ensku en þar sem
ekki höfðu allir vald á ensku var það ekki samþykkt. allt til
þessa dags hefur verið mikil tregða á meðal félaga í SSn að tala
ensku á sameiginlegum fundum, og þá sér í lagi hjá Dönum,
aðalbjörg finnbogadóttir og helga ólafs
12 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Í Kaupmannahöfn árið 1995 þar sem fjórir leiðtogar hjúkurnarstéttar -
innar fagna 75 ára afmæli norrænnar samvinnu innan SSN. Á mynd-
inni eru frá vinstri: Vilborg Ingólfsdóttir, Ásta Möller, María Péturs-
dóttir og Sigþrúður Ingimundardóttir.
Það var ekki fyrr en 1937 að almennur átta
stunda vinnudagur varð viðurkenndur í Noregi
og á Íslandi var það 1942. Vinnuvikan var áfram
æði löng en það var ekki fyrr en í byrjun átt-
unda áratugar síðustu aldar sem fimm daga
vinnuvika varð viðtekin á Norðurlöndunum.