Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 87

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 87
skipulagsheildina eru allt þættir sem tengdir hafa verið við þjónandi forystu (Coetzer o.fl., 2017; Parris og Peachey, 2013). Meira en þrjátíu rannsóknir hafa verið gerðar á þjónandi for- ystu á Íslandi. Það sem einkennir þær er að í langflestum þeirra hefur vægi þjónandi forystu verði mælt með SLS-mælitækinu og jafnframt hafa tengsl þjónandi forystu og starfsánægju verið könnuð. Rannsóknirnar sýna að vægi þjónandi forystu er al- mennt hátt eða um og yfir 4,0 af 6,0 mögulegum stigum og þeir undirþættir þjónandi forystu á Íslandi sem fá almennt hæsta vægið eru ábyrgðarskylda, efling, ráðsmennska og fyrirgefning (sjá t.d. Hulda Rafnsdóttir o.fl., 2015; Sigrún Gunnarsdóttir og Birna Gerður Jónsdóttir, 2013; Þóra Gunnarsdóttir, 2019). Gildi þjónandi forystu við skipulagsbreytingar er kannað í tveimur erlendum rannsóknum. Fyrri rannsóknin var unnin af Kool og van Dierendonck (2012) en í henni var kannað meðal 135 starfsmanna fyrirtækis í Hollandi hvernig þjónandi forysta getur stuðlað að því að starfsmenn skuldbinda sig breytingum á starfsumhverfinu. Niðurstöðurnar sýna að þjón- andi forysta ásamt umbunarleiðtogastíl getur hugsanlega stuðlað að því að starfsfólk skuldbindi sig breytingum í starfs - umhverfinu. Seinni rannsóknin er rannsókn de Sousa og van Dierendonck (2014) þar sem könnuð eru tengsl milli þjónandi forystu og helgunar í starfi (e. work engagement) við skipulags- breytingar sem fólust í samruna tveggja fyrirtækja í Portúgal og náði rannsóknin til 1107 starfsmanna. Niðurstöðurnar sýna marktæk jákvæð tengsl á milli þjónandi forystu og helgunar í starfi við samruna fyrirtækjanna. Ofangreindar tvær rann- sóknir gefa til kynna að þjónandi forysta hafi jákvæð áhrif á starfsumhverfi við skipulagsbreytingar en í kjölfar þeirra dregur oft úr starfsánægju sem er einn mikilvægasti þáttur í starfsumhverfinu (Lu o.fl., 2019). Því er athyglisvert að þrátt fyrir að rannsóknir hafi sýnt jákvæð tengsl milli starfsánægju og þjónandi forystu hafa þessi tengsl ekki verið könnuð með beinum hætti í kjölfar mikilla skipulagsbreytinga. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða starfsánægju hjúkrunarfræðinga á HSN skömmu eftir miklar skipulags- breytingar á árinu 2014 og kanna viðhorf þeirra til þjónandi forystu í fari yfirmanna í hjúkrun á HSN. Settar voru fram þrjár rannsóknarspurningar: (1) Hversu mikil er starfsánægja hjúkrunarfræðinga á nýstofnaðri HSN? (2) Hvert er vægi þjónandi forystu meðal næsta yfirmanns í hjúkrun á HSN að mati hjúkrunarfræðinganna? (3) Hvaða tengsl eru milli starfs- ánægju hjúkrunarfræðinganna á HSN og viðhorfa þeirra til þjónandi forystu í fari næsta yfirmanns innan hjúkrunar? Gögn og aðferð Þessi rannsókn var lýsandi þversniðsrannsókn þar sem gagna var aflað með spurningalista til að kanna starfsánægju meðal hjúkrunarfræðing HSN og meta vægi þjónandi forystu í fari yfirmanna þeirra í hjúkrun Þátttakendur og framkvæmd Þátttakendur í rannsókninni voru allir hjúkrunarfræðingar á starfsstöðvum HSN í janúar 2015 eða 104 hjúkrunarfræðingar. Með leyfi yfirstjórnar HSN var spurningalistinn sendur til þátttakenda í tölvupósti í mars 2015. Rannsóknin var tilkynnt Persónuvernd (nr. S7327/2015). Þátttakendur samþykktu þátt- töku með því að smella á tengil inn á könnunina. Áréttað var að öllum væri frjálst að hafna þátttöku án útskýringa, svör yrðu ekki rakin til þátttakenda og farið yrði með öll gögn sem trúnaðarmál. Eftir þrjár ítrekanir höfðu 49 hjúkrunarfræð- ingar svarað spurningalistanum (svarhlutfall 47,1%), þar af voru 25 í stjórnunarstöðu. Mælitækið Spurningalistinn samanstendur af þremur þáttum. Í fyrsta lagi er spurning um almenna starfsánægju sem finna má í mörgum spurningalistum í rannsóknum á líðan starfsfólks á vinnustað (sjá t.d. Dolbier o.fl., 2005), mæld með 5 þrepa Likert-kvarða: „Mjög ánægð/ur“, „Ánægð/ur“, „Hvorki né“, „Óánægð/ur“ og „Mjög óánægð/ur“, þar sem mjög ánægð/ur fékk gildið 1 og mjög óánægður fékk gildið 5. Í öðru lagi er íslensk þýðing dr. Sigrúnar Gunnarsdóttur ásamt samstarfsfólki á spurningalist- anum Servant Leadership Survey (SLS). SLS-spurningalistinn inniheldur 30 fullyrðingar um viðhorf þátttakenda til einkenna þjónandi forystu í fari næsta yfirmanns. Í okkar rannsókn voru þessi viðhorf til næsta yfirmanns í hjúkrun könnuð. Sá hluti hjúkr unar fræðinganna sem ekki voru stjórnendur voru því spurðir um viðhorf sín til næsta yfirmanns í hjúkrun en sá yfir - maður gat jafnframt verið þátttakandi í rannsókninni. Svar- möguleikar fullyrðinganna eru mældir á 6 þrepa Likert- kvarða: „Mjög ósammála“, „Ósammála“, „Frekar ósammála“, „Frekar sammála“, „Sammála“ og „Mjög sammála“, þar sem mjög ósammála fékk gildið 1 og mjög sammála gildið 6. Sam- kvæmt van Dierendonck og Nuijten (2011) skiptast þessar 30 fullyrðingar niður í átta þætti: eflingu (sjö fullyrðingar), for- gangsröðun í þágu annarra (þrjár fullyrðingar), ábyrgð (þrjár fullyrðingar), fyrirgefningu (þrjár fullyrðingar), hugrekki (tvær fullyrðingar), falsleysi (fjórar fullyrðingar), auðmýkt (fimm fullyrðingar) og ráðsmennsku (þrjár fullyrðingar). Í þriðja lagi voru tvær spurningar um bakgrunn þátttakenda: starfsaldur (minna en 4 ár/4–14 ár/15 ár eða meira) og stjórn- unarstaða (já/nei). Ekki var spurt nánar um stjórnunar- stöðu. Úrvinnsla Við úrvinnslu gagna og gagnagreiningu var notað SPSS 17.0 og marktektarmörk sett við p < 0,05. Kí-kvaðratpróf var notað til að skoða starfsánægju eftir bakgrunnsbreytum. Innri áreiðan - leiki hvers undirþáttar í SLS-spurningalistanum var reiknaður samkvæmt Cronbachs-alfa-stuðli. Viðunandi áreiðanleiki mið - ast við gildi yfir 0,70 (Field, 2009). Til að skoða mun á meðal- stigafjölda þjónandi forystu eftir starfsaldri og stjórnunarstöðu var notað óháð t-próf og einbreytudreifigreining, eftir því hvort um tvo eða fleiri hópa var að ræða. Tengslin milli starfs- ánægju og þjónandi forystu og undirþátta voru metin með Spearman-rhó-fylgnistuðlinum. Stuðst var við skilgreiningu ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.