Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 109

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 109
Mannekla meðal hjúkrunarfræðinga er ekki ný af nálinni (Guðbjörg Pálsdóttir o.fl., 2017). Fram kom hjá þátttakendum að þeir fundu að mikið álag væri á stjórnendunum við að manna daglegar vaktir og að þeir stökkva til þegar starfsfólk vantar, og vinna þá jafnvel langt umfram fulla vinnuskyldu því það að manna allar vaktir er á ábyrgð stjórnenda. Ábyrgð deildarstjóra er mikil en aðstoðardeildarstjórunum fannst að þeir bæru þessa ábyrgð með þeim og vegna skorts á hjúkrunar- fræðingum næðu þeir ekki að sinna þeim verkefnum sem væru á ábyrgð þeirra. Mikilvægt er að rannsaka frekar reynslu stjórnenda af störfum þeirra, álagi og ábyrgð. Það getur falist mikill ávinningur í því að styðja vel við nýja stjórnendur (Hewko o.fl., 2015) eins og þátttakendur ítrekuðu. Einnig kom fram mikilvægi góðra bjargráða. Bjargráð gátu verið af mismunandi toga, eins og jóga, líkamsrækt, hand- leiðsla, að setja mörk varðandi vinnu heima og margt fleira, en það að ná að sleppa tökum á vinnunni þegar heim er komið minnkaði álag og jók jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Ef áhersla væri lögð á það innan stofnana að kenna nýju starfs- fólki mismunandi bjargráð mætti ef til vill koma í veg fyrir of mikið álag og álagstengd einkenni starfsmanna. Seigla hjúkr- unarfræðinga dregur úr vinnutengdu álagi og kulnun (Kester og Wei, 2018), en rannsókn Leng og samstarfsmanna (2020) sýnir að hjúkrunarfræðingar undir 45 ára og með minna en 6–10 ára reynslu hafa minni seiglu en þeir sem eldri og reynd- ari eru. Mikilvægt er að átta sig á þessum mun og reyna að beita aðferðum til þess að minnka álag í starfi ungra hjúkr- unarfræðinga og auka seiglu þeirra. Styrkur og takmarkanir rannsóknar Niðurstöður rannsóknarinnar dýpka skilning á þeirri reynslu að vera aðstoðardeildarstjóri en segja aðeins til um reynslu þátttakenda og segja því ekki til um reynslu allra ungra að - stoðardeildarstjóra á Íslandi. Þær gefa þó dýpri skilning á reynslu þeirra þar sem ákveðinn rauður þráður var í gegnum öll viðtölin en alltaf verður að gera ráð fyrir valskekkju. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir hér á landi um þetta efni og auka því niðurstöðurnar þekkingu okkar á reynslu ungra aðstoðar- deildarstjóra af stjórnunarstarfi sínu. Ályktanir Mikilvægt er að styðja vel við aðstoðardeildarstjóra með góðri aðlögun og skýru hlutverki en jafnframt að aðstoða þá við að koma sér upp góðum bjargráðum til þess að minnka álag og stuðla að góðri heilsu. Þátttakendur rannsóknarinnar lýstu starfi aðstoðardeildarstjóra sem starfi sem býr yfir mörgum og spennandi tækifærum sem gera þarf sýnilegri. Þörf er á frekari rannsóknum á sýn ungra hjúkrunarfræðinga í aðstoðardeild- arstjórastöðu til að fá betri mynd af reynslu þeirra. Heilbrigðiskerfið tekur stöðugum breytingum, meðal ann- ars vegna aukinnar tækni og meiri hraða sem og vegna breyttra þarfa sjúklinga. Einnig breytast gildi og viðmið heilbrigðis- starfsmanna. Því er mikilvægt að afla þekkingar um reynslu þeirra sem eru aðstoðardeildarstjórar og tilheyra Y-kynslóð - inni til að hægt sé að veita viðeigandi stuðning í starfi og tryggja að hver eisntaklingur geti vaxið og dafnað í krefjandi og síbreytilegu starfi aðstoðardeildarstjóra. Hér eru mörg sóknar - færin til að gera góða hluti enn betri. Þakkir Sérstakar þakkir fá ungu aðstoðardeildarstjórarnir sem voru tilbúnir til þess að deila reynslu sinni við gerð þessarar rann- sóknar. Einnig fær Landspítali þakkir fyrir sveigjanleika og stuðn ing við gerð rannsóknarinnar, Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga fyrir veittan styrk og dr. Finnur Friðriksson fyrir yfir - lestur. Heimildir Al Sabei, S. D., Ross, A. M. og Lee, C. S. (2019). Factors influencing nurses’ willingness to lead. Journal of Nursing Management, 27(2), 278–285. doi:10.1111/jonm.12698 Anselmo-Witzel, S., Orshan, S. A., Heitner, K. L. og Bachand, J. (2017). Are generation Y nurses satisfied on the job?: Understanding their lived ex- periences. Journal of Nursing Administration, 47(4), 232–237. doi:10. 1097/nna.0000000000000470 Baker Rosa, N. M. og Hastings, S. O. (2018). Managing millennials: Looking beyond generational stereotypes. Journal of Organizational Change Man- agement, 31(4), 920–930. doi:10.1108/JOCM-10-2015-0193 Berglind Harpa Svavarsdóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir. (2020). Streita, kulnun og bjargráð á meðal hjúkrunarfræðinga á bráðalegudeildum. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 96(1), 68–75. Boamah, S. A. og Laschinger, H. K. S. (2016). The influence of areas of work- life fit and work-life interference on burnout and turnover intentions among new graduate nurses. Journal of Nursing Management, 24(2), E164–E174. doi:10.1111/jonm.12318 Buchan, J., Duffield, C. og Jordan, A. (2015). ‘Solving’ nursing shortages: Do we need a new agenda? Journal of Nursing Management, 23(5), 543–545. doi:10.1111/jonm.12315 Cabral, A., Oram, C. og Allum, S. (2019). Developing nursing leadership tal- ent: Views from the NHS nursing leadership for south-east England. Journal of Nursing Management, 27(1), 75–83. doi:10.1111/jonm.12650 Chisengantambu, C., Robinson, G. M. og Evans, N. (2018). Nurse managers and the sandwich support model. Journal of Nursing Management, 26(2), 192–199. doi:10.1111/jonm.12534 Christensen, S. S., Wilson, B. L. og Edelman, L. S. (2018). Can I relate?: A re- view and guide for nurse managers in leading generations. Journal of Nursing Management, 26(6), 689–695. doi:10.1111/jonm.12601 Cummings, G. G., Tate, K., Lee, S., Wong, C. A., Paananen, T., Micaroni, S. P. M. og Chatterjee, G. E. (2018). Leadership styles and outcome patterns for the nursing workforce and work environment: A systematic review. International Journal of Nursing Studies, 85, 19–60. doi:10.1016/j.ijnurstu. 2018.04.016 Duffield, C. M., Roche, M. A., Dimitrelis, S., Homer, C. og Buchan, J. (2015). Instability in patient and nurse characteristics, unit complexity and pa- tient and system outcomes. Journal of Advanced Nursing, 71(6), 1288– 1298. doi:10.1111/jan.12597 Ghislieri, C., Gatti, P., Molino, M. og Cortese, C. G. (2017). Work–family conflict and enrichment in nurses: Between job demands, perceived or- ganisational support and work–family backlash. Journal of Nursing Man- agement, 25(1), 65–75. doi:10.1111/jonm.12442 Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason og Helga Ólafs. (2017). Hjúkrunar- fræðingur óskast til starfa! Vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga. Sótt á https://www.hjukrun.is/library/Skrar-NeW/utgefid-efni/Skyrslur/ Vinnumarkadur_hjukrunarfraedinga.pdf ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.