Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 112

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 112
Útdráttur Inngangur: Tilgangur þessarar greinar er að endurskoða hugmyndir um heimilið sem umhverfi sem mótar vellíðan og möguleika hrumra eldri borgara til að líða vel. Greinin byggist á fjölfaglegri umfjöllun um heimili þar sem hugmyndir, hugtök og skilningur sem mótað hafa umfjöllun um heimili fólks, sérstaklega hrumra eldri borgara, voru greindar og skýrðar. Gerð var leit í eftirtöldum gagnasöfnum: Google Scholar, Scopus, PubMed, CINAHL og Leitir.is á árinu 2019 og að auki voru heimildalistar og tilvitnanir í lykilgreinar kannaðar. Fram komu 1052 titlar sem voru skoðaðir nánar, en alls voru notuð 40 ritverk sem endurspegluðu lykilhugmyndir og hugtök sem tengd- ust tilgangi greinarinnar. Gögn voru greind með hliðsjón af hug- tökum sem tengjast þessu fræðasviði, umhverfi, rými, stað, „að eiga heima“ og verndun einkalífs. Niðurstöður: Tvær meginhugmyndir voru greindar. Hin fyrri end- urspeglar heimilið sem efnislegt og manngert umhverfi og hin síðari fjallar um það hvernig fólk tengist og skynjar heimili sitt sem stað með ríka merkingu. Rannsóknir um heimili fólks sem nýtur heil- brigðisþjónustu heima mótast annars vegar af skoðun rýmis, hönn- unar og skipulags og því hve vel hið efnislega umhverfi fellur að þörfum og óskum einstaklingsins. Hins vegar fjalla rannsóknir sem beinast að tengslum fólks við heimilið og merkingu, um áhrif þess að „eiga heima“ á sjálfsmynd og líðan. Lokaorð: Þessi rannsókn samþættir fjölfaglegan skilning, kenningar og rannsóknir um áhrif hönnunar heimila, og tilfinninga og reynslu heimilismanna á möguleika fólks til að lifa góðu lífi heima. Niður - stöðurnar geta nýst til að skipuleggja og veita hjúkrun á einkaheim- ilum. Lykilorð: umhverfi, heimili, rými, staður, „að eiga heima“, heima- hjúkrun Inngangur Allt frá dögum Florence Nightingale hafa hjúkrunarfræðingar leitast við að skilja áhrif umhverfisins á líðan fólks (Andrews, 2016; Kristín Björnsdóttir, 2005). Nightingale taldi að um- hverfið og aðstæður fólks skiptu mestu máli fyrir heilbrigði og í bókinni Notes on Nursing fjallaði hún ítarlega um áhrif aðstæðna á heimilum til að stuðla að vellíðan og bata og koma í veg fyrir heilsutjón (Nightingale, 1860/1946). Líkt og margir samtíðarmanna hennar taldi hún að hreint loft, góð lýsing og hlýlegt umhverfi væri forsenda heilbrigðis. Þessar hugmyndir komu einnig skýrt fram í umfjöllun hennar um heimahjúkrun sem beindist að hennar mati ekki einungis að hjúkrun hins veika, heldur einnig að sjúkraherberginu og samfélagslegum umbótum (Nigtingale, 1876). Hugmyndir Nightingale áttu rætur að rekja til hreinlætishugmynda (e. sanitary ideas) nítj- ándu aldar og höfðu mikil áhrif á aðra frumkvöðla á sviði hjúkrunar víða í heiminum. Því var mótun heilsusamlegs um- hverfis ríkur þáttur í hjúkrunarstarfinu um árabil. Hugtakið umhverfi hefur verið skilgreint sem eitt af meginhugtökum (e. metaparadigm) hjúkrunar þó því hafi ekki verið gefinn mikill gaumur hin síðari ár. Í þessari grein verða hugmyndir um áhrif umhverfis á heimilum endurskoðaðar í ljósi þess að nú fer heilbrigðisþjónusta í auknum mæli fram innan þeirra. Í hinum vestræna heimi eða í löndum sem talin hafa verið til þróaðra landa átti á síðustu öld sér stað mikil uppbygging opinberrar heilbrigðisþjónustu innan stofnana, sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og endurhæfingarmiðstöðva. Er leið að lokum aldarinnar höfðu áherslur hins vegar breyst og í mörg - um löndum er hvatt til þess að fólk búi sem lengst á heimili sínum þrátt fyrir veikindi eða fötlun og fái notið heilbrigðis - þjónustu þar, á heilsugæslustöðvum, á göngudeildum, dag- deildum eða á stofum sérfræðinga (Heilbrigðisráðuneytið, 2019). Þessi stefna hefur haft í för með sér veigamiklar breyt- ingar á hjúkrunarstarfinu sem fer í auknum mæli fram á heim- ili fólks. Oft er vísað til þessarar stefnu með orðunum „að eldast heima“ og er hún yfirleitt tengd hugmyndum um sjálf - stæði og að viðhalda sjálfræði heimilismanna (Wiles o.fl., 2012). Hún endurspeglar jafnframt tilraunir stjórnvalda til að draga úr útgjöldum til heilbrigðisþjónustu samfara hlutfalls- legri fjölgun eldra fólks. Það er ósk margra að geta búið sem lengst á sínu heimili með viðeigandi aðstoð og því má segja að stefna stjórnvalda og óskir þegnanna fari saman. Í þessari grein verður athyglinni beint að heimilinu sem vettvangi heil- brigðisþjónustu með áherslu á heimahjúkrun, þó efnið tengist vissulega fjölmörgum öðrum starfstéttum. Lykilhugtök tengd fræðilegri umfjöllun um heimili Í þessari fræðilegu umfjöllun um heimilið, umhverfið og þær aðstæður sem við búum við er stuðst við hugtökin rými og staður. Bæði hugtökin eru flókin og fræðimenn hafa skilgreint þau á ólíkan hátt (Malpas, 2012; Massey, 2005). Í hinum hefðbundna skilningi tengist hugtakið rými hinu hlutlæga og óhlutbundna og mótast oft af raunhyggjunálgun. Það má hugsa um rými sem það sem rúmast innan ákveðinnar um - gjarðar, til dæmis þess sem er innan híbýla (Koops og Galič, 2017). Malpas (2012) leggur í útleggingu sinni áherslu á að í hugtakinu rými felist víðsýni og útvíkkun en jafnframt ákveðið skipulag og bygging. Rými geta þó líka vísað til huglægrar skynjunar sem mótast af menningu og hefðum þar sem félags- leg hugsmíðahyggja er lögð til grundvallar. Má þar nefna að hugtakið rými er notað til að lýsa tækifærum sem fólk hefur til athafna og tjáningar og vísar til þess sem er leyfilegt. Dæmi 112 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 Kristín Björnsdóttir, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Heimili hrumra eldri borgara sem þiggja heilbrigðisþjónustu: yfirlitsgrein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.