Blik - 01.05.1967, Qupperneq 5
BLIK
3
nýju Austmann prests að Ofan-
leiti.
5. ísleifur, f. 2. júlí 1807. Dáinn
8. júlí s. á.
6. Þórlaug, f. 24. febr. 1809. Dáin
28. febr. s. á.
7. Jón, f. 14. ágúst 1810. Dáinn
26. ágúst s. á.
8. Þorgerður, f. 2. febr. 1812. Dá-
in 9. júlí s. á.
9. Sveinn, f. 10. apríl 1814. Mun
hafa látizt stuttu eftir fæðingu,
þótt mér sé dánardægrið ókunn-
ugt.
10. Magnús, f. 18. júlí 1815. Dó
rétt eftir fæðingu.
11. Jón, f. 29. júní 1816. Lézt stuttu
eftir fæðingu.
12. Kristín, f. 5. nóv. 1817. Kristín
Einarsdóttir varð hin merka
húsfreyja í Nýjabæ, gift Magn-
úsi Jónssyni Austmann.
13. Guðleif, f. 25. des. 1819. Dó
sama dag.
14. og 15. Tvö andvanafædd svein-
börn, 25. maí 1821.
16. Guðmundur, f. 15. jan. 1823,
tvíburi á móti nr. 17. Dó ný-
fæddur.
17. Jarþrúður, f. 15. jan. 1823.
Lifði 6 daga.
18. Árni, f. 12. júní 1824. Sjá 2.
ættlið í grein þessari.
II. Árni meðhjálpari Einarsson
Hann var yngstur hinna 18 barna
hjónanna Einars og Vigdísar á Vil-
borgarstöðum.
Fyrri hluta nóvember-mánaðar
1848 var mikið ifm að vera á prests-
setrinu Ofanleiti í Vestmannaeyjum.
Undirbúin var dýrðleg brúðkaups-
veizla þeirra Guðfinnu Jón'sdóttur
Austmann, prestsdóttur og fyrrver-
andi heimasætu þar, og Árna Einars-
sonar bónda og meðhjálpara Sig-
urðssonar á Vilborgarstöðum. Hinn
15. nóvember gaf síðan faðir brúð-
arinnar, séra Jón J. Austmann, sókn-
arprestur, brúðhjónin saman í heil-
agt hjónaband. Brúðguminn var þá
24 ára og brúðurin einu ári eldri,
fædd á Þykkvabæjarklaustri 1823.
Þótt prestsdóttirin væri ekki
gömul, hafði hún ratað í raunir, —
og þær ekki svo litlar.
Tuttugu og eins árs að aldri hafði
hún flutzt burt úr foreldrahúsum að
Ofanleiti og ráðizt bústýra til Jó-
hanns Bjarnásen, ekkils í Kornhól.
Allt lék í lyndi fyrir henni. Og svo
varð hún ástfangin.
Sumarið 1845 gerðist Jóhann
Jörgen Johnsen, danskur maður ó-
giftur, verzlunarstjóri („factor")
við Brydeverzlun í Eyjum eða Aust-
urbúðina. „Factorinn" bjó vitaskuld
í Danska-Garði, fast við Kornhól,
sem var raunar hluti af „Garðinum".
Ekki leið á löngu, áður en lifna
tók heit ást í hjörtu,m þeirra Guð-
finnu prestsdóttur, bústýru í Korn-
hól, og hins spengilega danska verzl-
unarstjóra.
Árið eftir (1846) er prestsdóttirin
talin vera „sjálfra sinna" í Kornhól,
enda þótt hún annist heimili ekkils-
ins.