Blik - 01.05.1967, Síða 6
4
BLIK
Þegar líða tekur að jólum 1846,
hefur prestsdóttirin iðulega hjá sér
næturgest, sem naumast er í frásögu
færandi.
Svo líður tíminn í ást og sæld og
agnarlitlum syndum með í bland,
eins og gengur.
Þegar leið á sumarið 1847 var
prestsdóttirin farin að þykkna all-
áberandi undir belti. Jafnframt var
það öllum Eyjabúum kunnugt, að
verzlunarstjórinn og Guðfinna
prestsdóttir voru heitbundin og
höfðu afráðið sín á milli að eigast.
I september haustið 1847 var
Fæðingarstofnunin („Stiftelsið")
'fullgerð og viðbúin til að veita
barnshafandi konum viðtöku. Þar
hafði danski læknirinn Dr. P. A.
Schleisner tryggt sér aðstoð tveggja
mætra kvenna í Eyjum, Solveigar
Pálsdóttur, hinnar lærðu Ijósmóður,
sem var hin trausta stoð sjálfs lækn-
isins við störfin, og svo Guðfinnu
Jónsdóttur Austmann. Hún var ráð-
in „Opvarteske" við fæðingarstofn-
unina, (þ. e. þjónustustúlka).
Hinn 9. október (1847) varð svo
Guðfinna prestsdóttir léttari, eða
mánuði eftir að Fæðingarstofnunin
tók til starfa. Hún fæddi einkarefni-
legt sveinbarn, sem séra Jón afi þess,
skírði fljótlega. — Sveinninn hlaut
alnefni föður síns, var skírður Jó-
hann Jörgen (Johnsen).*
* Fyrsta barnið, sem fæddist í Fæðing-
arstofnuninni, var meybarn. Það fædd-
ist þar 25. sept. 1847 og var skírt Ólöf.
Foreldrarnir voru hjónin í Brandshúsi
Meðan allt þetta gerðist, hugsaði
séra Jón, faðir Guðfinnu, ráð sitt.
Miskunnarlaust beitti hann sér gegn
því, að Guðfinna dóttir hans giftist
barnsföður sínum. Já, þar var „engin
miskunn hjá Manga", enda þótt
prestur hefði oft áminnt sóknarbörn
sín af prédikunarstólnum í Landa-
kirkju um að auðsýna miskunn og
tillitssemi hvert öðru í daglega lífi
og samskiptum. „Sælir eru miskunn-
samir, því að þeim mun miskunnað
verða", hafði hann sagt og vitnað
þannig í orð sjálfs meistarans. En
þessi orð hans giltu víst ekki um
ástarmál og hjúskaparheit!
(nú Batavía eða Fleimagata 8), Sveinn
Þórðarson og Ingveldur Guðbrandsdótt-
ir.
Sama dag fæddist þar sveinbarn, sem
skírt var Benedikt. Foreldrar voru hjón-
in í Hólshúsi, Benedikt Benediktsson og
Ragnhildur Stefánsdóttir.
Þriðja og fjórða barnið, sem fæddust
í Fæðingarstofnuninni voru tvö mey-
börn, Sophie Elisebet og Guðlaug. Þessi
börn fæddust 8. október.
Foreldrar Sophie Elisebetar voru hjón,
sem þá bjuggu i Söelyst (Sjólyst), And-
ers Asmundsen, skipstjóri, og Asdís Jóns-
dóttir. Síðar hjón í Stakkagerði. Soffía
E. Andersdóttir varð kunn kona í byggð-
arlagi sínu, eiginkona Gísla Stefánsson-
ar bónda, útgerðarmanns og kaupmanns
að Hlíðarhúsi. Þau voru foreldrar séra
Jes A. Gíslasonar og þeirra systkina.
Guðlaug, sem einnig fæddist 8. okt.,
var dóttir ógiftra vinnuhjúa, Guðmund-
ar Eiríkssonar og Kristínar Björnsdóttur.
Fimmta barnið, sem fæddist í Fæðing-
arstofnuninni, var Jóhann Jörgen John-
sen. Hann var fæddur 9. október 1847,
eins og að ofan greinir.