Blik - 01.05.1967, Page 10
8
BLIK
unum, því að hann var hringjari
jafnframt. Hans var að kveikja á öll-
um kertum í kirkjunni, og þau voru
þar víða. Þríarma kertastjakar úr
tré stóðu út frá veggjunum uppi og
niðri, framar og innar. I þeim öllum
voru kerti, sem meðhjálparinn tendr-
aði. (Sjá þá í Bygðarsafni Vest-
mannaeyja).
Þegar allri kirkjuathöfn var lokið,
fór meðhjálparinn um alla kirkjuna,
slökkti á kertum og lokaði glugga-
hlerum. Milli athafna sá hann um
ræstingu á kirkjunni. Það starf munu
vinnukonur meðhjálparahjónanna
hafa innt af hendi langoftast. Með-
hjálparinn sá einnig um þvott á
skrúða kirkjunnar og viðhald kirkju-
legra muna. Hann gerði sjálfur við
hinar veigaminni bilanir á áhöldum
hennar án allrar sérgreiðslu fyrir þá
þjónustu.
Meðhjálparinn lagði kirkjunni til
allt þvottaefni og allar eldspýtur.
Allt þetta starf fólst í því að vera
kirkjuhaldari Landakirkju í Vest-
mannaeyjum í tíð þeirra feðga Ein-
ars Sigurðssonar og Arna Einarsson-
ar.
Oll þessi trúnaðarstörf í þágu
safnaðarins leysti Arni Einarsson af
hendi af stakri natni og samvizku-
semi um hálfrar aldar skeið, eins og
áður segir.
Og hver voru svo launin fyrir öll
þessi störf? — Kr. 27,50 á ári hverju
síðustu 33 árin (1866—1899), en
mun lægri þar áður.
Til gamans óska ég að geta hér
smá-atriðis í sambandi við þessi árs-
laun „kirkjuhaldarans”.
Arið 1875 varð Aagaard sýslu-
manni og „reikningshaldara" Landa-
kirkju það á af einskærum misskiln-
ingi að greiða kirkjuhaldaranum að-
eins kr. 26,76 í árslaun fyrir störf
hans í þágu kirkjunnar. I þeirri upp-
hæð fólst einnig greiðsla fyrir þvotta-
efni og eldspýtur í þágu safnaðarins.
Ekki var Arni Einarsson að fást um
það, þó að hér skorti 84 aura á hin
umsömdu árslaun. Hann lét það
kyrrt liggja.
Eftir 11 ár uppgötvaði Aagaard
sýslumaður mistök sín um þessa ár-
legu greiðslu til Arna Einarssonar
kirkjuhaldara. — Auðvitað vildi
sýslumaður þá strax bæta fyrir yfir-
sjón sína, jafnmikill gæða- og dreng-
skaparmaður og hann var í öllu til-
liti. Sýslumaður lét því kirkjusjóð
greiða kirkjuhaldaranum launaupp-
bót það ár, sem nam 84*11 aurum
eða samtals kr. 9,24. Þetta var árið
1886. — Þegar svo kirkjureikning-
arnir frá Vestmannaeyjum fyrir það
ár bárust endurskoðanda kirkjureikn-
inga landsins í Reykjavík, Indriða
Einarssyni, var sem allt ætlaði af
göflunum að ganga sökum þessarar
umframgreiðslu til kirkjuhaldarans
í Vestmannaeyjum.
Aagaard sýslumanni barst bréf frá
endurskoðandanum, þar sem spurt er
hvasst, hvernig á þessari auka-
greiðslu standi. (Bréfið er dags. 13.
ágúst 1887).
Þess var krafizt, að sýslumaður