Blik - 01.05.1967, Page 11
BLIK
9
sendi án tafar ítarlega skýringu á
þessu óvenjulega fyrirbrigði.
Sýslumaður skýrir málið með hóg-
værum orðum, telur þar upp allt það
starf, sem Arni meðhjálpari (kirkju-
haldari) inni af hendi fyrir kirkjuna.
I árslaununum felist einnig greiðsla
fyrir eldspýtur og þvottaefni í þágu
kirkjunnar, segir hann. I bréfi þessu
viðurkennir sýslumaður yfirsjón sína
og misskilning um árlega launa-
greiðslu til kirkjuhaldarans.
En þetta bréf nægði ekki endur-
skoðandanum. I næsta bréfi til sýslu-
manns krafðist hann þess, að sér-
staklega væri gefið upp, hve mikið
væri greitt meðhjálparanum fyrir
eldspýturnar, hve mikið fyrir þvotta-
efnið og hve margar krónur fyrir
ræstingu á sjálfri kirkjunni. Allt
skyldi þetta sundurliðað í reikningn-
um.
Loks hætti endurskoðandinn þessu
rexi og meðhjálparinn við Landa-
kirkju fékk framvegis eins og áður
kr. 27,50 árslaun fyrir hin marg-
víslegu og mikilvægu trúnaðarstörf
sín í þágu safnaðar og kirkju.
Heimili bóndahjónanna á Vil-
borgarstöðum, Árna og Guðfinnu,
bar í ýmsu tilliti af flestum heimil-
um í Vesímannaeyjum í sinni tíð
um mennilegan heimilisbrag og
tnyndarskap, enda búið við góð efni.
Aðeins kaupmaðurinn og sýslu-
tnaðurinn gátu þá veitt sér og
skylduliði sínu þann munað um
heimilisprýði og húsbúnað, sem ein-
kenndi þetta Vilborgarstaðaheimili.
Þar ríkti sannkallaður bjargálna-
blær yfir heimilisháttum, mönnum
og málleysingjum. Naumast komst
prestsheimilið að Ofanleiti nema í
hálfkvisti við það um húsbúnað og
heimilisprýði. Þar var t. d. „stáss-
stofa" með bólstruðum húsgögnum.
Þar hékk stór spegill á vegg. Hann
var í breiðri, gulllitaðri umgjörð og
vakti aðdáun og umtal. Stofuborð
úr mahoní stóð á miðju gólfi í „stáss-
stofunni". Margt annað var eftir
þessu.*
Og svo áttu þessi hjón á Vilborg-
arstöðum miklu hjúaláni að fagna.
Ekki átti Guðfinna húsfreyja minnst-
an þátt í því. Hún var artarleg
drengskaparkona, sem hjúin mátu
mikils og treystu. Hjá þessum hjón-
um sannaðist vissulega hið forna
orð, að „dyggt hjú skapar bóndans
bú". Þegar athafnalíf þeirra hjóna
var með mesta móti, höfðu þau allt
að 17 manns í heimili. Þá var þröngt
setinn bekkurinn í austurbænum á
V ilborgarstöðum.
Hjónin Árni Einarsson og Guð-
finna J. Austmann eignuðust 9 börn.
Þau voru þessi:
1. Ólöf, f. 29. des. 1848. Hún fædd-
ist heima á Vilborgarstöðum en
ekki í Stiftelsinu og lézt stuttu
eftir fæðingu.
2. Sigurður, f. 19. maí 1850. Hann
lézt 19. sept. 1854.
3. Einar, f. 16. okt. 1852.
* Nokkrir þessara muna eru nú geymd-
ir í Byggðarsafni Vestmananeyja.