Blik - 01.05.1967, Page 12
10
BLIK
4. Sigurður, f. 22. des. 1853. Hann
lézt 28. des. 1854.
5. Jón, f. 24. maí 1855.
6. Sigfús, f. 10. sept. 1856.
7. Þórdís Magnúsína, f. 6. ágúst
1859.
8. Lárus Matthías, f. 24. jan. 1862.
9. Kristmundur, f. 2. júní 1863.
Arið 1854 gekk skæð barnaveiki í
Vestmannaeyjum. Ur henni létust
báðir Sigurðarnir, synir hjónanna.
Sex af börnum 'þeirra náðu full-
orðin'aldri. Þau voru öll vel gefin
og mannvænleg og báru jafnan
heimili sínu fagurt vitni um menn-
ingarlegt heimilislíf á Vilborgar-
stöðum, prúðmennsku og manndóm.
Fjórir bræðranna, þeir Einar,
Kristmundur, Jón og Lárus urðu
allir hver á fætur öðrum brautryðj-
endur eða frömuðir í æskubyggð
sinni í fræðslumálum með því að
vera fyrstu barnakennarar í Eyjum
fyrstu 5 árin, sem þar var rekinn
opinber skóli á síðari hluta 19. ald-
ar. (Sjá Blik 1962, bls. 77 — 117).
Fimmti sonur hjónanna, Sigfús
Arnason, sem sérstaklega verður
getið hér nú, ruddi stórmerkar og
mikilvægar brautir hér í Eyjum í
tónlistar- og sönglistarmálum. Hann
var mikilhæfur og fjölhæfur starfs-
maður, traustur og áreiðanlegur og
minnti mjög á föður sinn í mörgu
tilliti.
Barnalán hjónanna Guðfinnu og
Arna spratt ekki hvað sízt af því,
að þau báru hamingju til að gera
heimili sitt að gróðrarreit hins mik-
ilvæga og sanna uppeldis. Af því
hamingjutré féllu ávextir, sem
glæddu og nærðu andlegt líf með
íbúum Eyjanna um nær hálfrar ald-
ar skeið.
Sonur Guðfinnu Jónsdóttur og
Jóhanns Jörgen Johnsen, verzlun-
arrtjóra og síðar kaupmanns í Hafn-
arfirði og á Papósi, ólst upp hjá
móðzr sinni og stjúpa á Vilborgar-
stöðum. Á milli sonar og móður ríkti
gagnkvæmur kærleikur og hlýja.
Töldu kunnugir, að Guðfinna hefði
unnað þessum syni meir en öðrum
börnum sínum. Jóhann Jörgen varð
hinn nýtasti þegn og kunnur at-
hafnamaður í Eyjum, útgerðarmað-
ur, bóndi og „vertshúshaldari”.
Guðfinna húsfreyja varð að sjá á
bak þessum syni sínum 1893. Sjálf
lézt hún svo 4 árum síðar eða 7.
apríl 1897. Þá var hún 74 ára að
aldri.
Bæði Eyjaskáldin, Gísli Engil-
bertsson og Sigurður Sigurfinnsson,
ortu minningarljóð eftir Guðfinnu
húsfreyju á Vilborgarstöðum. Eg
leyfi mér að birta þau hér.
Gísli Engilbertsson kvað:
Stóð vel í stöðu,
studdi sinn maka.
Börnum blíð móðir;
beindi veg gæfu.
Ráðdeild og röksemd
héldust í hendur
hússtjórn að prýða.
Lagði lið veikum
og lítilmagna.
Fóstraði og fræddi.
Framför ei duldist.