Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 14
12
BLIK
Árna heitins símritara og þeirra
systkina. Hann missti föður sinn,
er sex-æringurinn Gaukur fórst við
Klettsnef 13. marz 1874 með allri
áhöfn. (Sjá Blik 1965, bls. 95).
Annar kunnur Vestmannaeyingur
ólst upp hjá hjónunum, Sigurður
Oddgeirsson prests Guðmundsen að
Ofanleiti. Hann dvaldist hjá þeim
í 7 ár á bernsku- og æskuskeiðinu.
Magnús heitinn Guðmundsson,
sem bjó í Hlíðarási við Faxastíg (nr.
3), ólst upp hjá foreldrum sínum í
Háagarði, sem er ein af Vilborgar-
staðajörðunum. Hann sagði svo frá:
„Um það leyti, sem móðir mín
fæddi síðasta barnið, yngsta systkinið
mitt, misstu foreldrar mínir einu
kúna sína, svo að heimilið varð
mjólkurlaust. I Austurbænum hjá
Guðfinnu og Árna voru þá tvær kýr
mjólkandi. Guðfinna húsfreyja fékk
því ráðið, að önnur kýrin var leyst
úr fjósi og flutt í auða fjósið í Háa-
garði. Hjónin í Háagarði höfðu
síðan kúna að láni allan veturinn og
fram á vorið. Þá keyptu þau sér
kú af landi."
Guðmundur, fyrrum bóndi í Hlíð
undir Eyjafjöllum, sagði þessa sögu:
„Á yngri árum mínum stundaði
ég sjóróðra á vertíðum úti í Vest-
mananeyjum. Eina vertíðina lág ég
við á Vilborgarstöðum. Kom þá þar
upp taugaveiki og veiktust þrír
menn. Á heimili hjónanna Guðfinnu
og Árna voru nær 20 manns. Guð-
finna húsfreyja tók það ráð, að
einangra sig með taugaveikissjúkl-
ingana og annast þá að öllu Ieyti
undir læknishendi. Henni tókst
þannig að hindra útbreiðslu veik-
innar, svo að engir fengu hana aðrir
en þessir þrír menn og komust allir
til góðrar heilsu aftur."
Á jólum var oft mannmargt hjá
hjónunum í Austurbænum á Vil-
borgarstöðum, Guðfinnu og Árna.
Þá voru fjölskyldboðin. Föst venja
var að bjóða hjónunum í Frydendal,
Jóhanni Jörgen og Sigríði Árnadótt-
ur, með alla drengina 'sfna í veizlu
einhvern jóladaginn. Þá var hangi-
kjöt á borðum eða sauðasteik. Þetta
árlega jólaböð hjá ömmu á Vilborg-
arstöðum var mikið tilhlökkunar-
efni drengjanna í Frydendal. Þarna
voru þá einnig í sama jólaboðinu
hjónin á Vestri-Löndum, Sigfús og
Jónína, með börnin sín.
Ekki mundi með sanni sagt, að
Sigurður hreppstjóri Sigurfinnsson
hefði verið gjarn til oflofsins. Við
lesum þetta háfleyga minningarljóð
um Guðfinnu húsfreyju með athygli:
Lífið dauðans lögum hlýðir.
Lífið vekur upp þá dauðu.
Lífsins vonin lífið glæðir.
Lífið á við dauða í stríði.
Vetrarbragur er á öllu:
Andinn svalur, himinn dimmur.
Eljagangur grár og úfinn
grandar oft þeim beztu rósum.
Fimmtíu árin, — fátt í einu, —
fagurt rjóður stóð í blóma;
blóm þar fegurst uxu á Eyju;
einhver var þar tignarsvipur.
Rósin bar þar ein af öllum
aldingarðsins mörgu blómum.