Blik - 01.05.1967, Síða 15
BLIK
13
Frá henni lagði ástarylinn;
öllum skýldi hún vel og lengi.
Enn bar hún af eyjarósum,
ellihélan lit þó breytti;
kostir voru eins og áður
æskunnar á björtum dögum.
Blómin daprast, bogna, hníga;
banaélið rós því felldi.
Rjóðrið saknar rósarinnar,
er ríkti í þessum aldingarði.
Breyting er á bænum orðin:
Bóndans höfuðprýði dottin;
móðir góð ei mælir lengur;
meinabótin sést hér ekki.
Húsfreyjan með hugarprýði
hnigin er að loknu starfi.
Handarvana höldur stendur,
höndina tók dauðans mundin.
Bæjarprýðin burt er horfin,
búið sínu skrauti rúið.
Burt er gestagleðin vikin;
gjöful hönd er köld og stirðnuð.
Sveitaprýðin frá er fallin;
fæstar hennar ganga í sporin.
Karlmannsdugur kærleik fylgdi,
kvenskörungamerki bar hún.
Lífið dauðans lögum hlýðir.
Lifið vekur upp þá dauðu.
Lífsins vonir lífið glæðir.
Lífið á við dauða í stríði.
S.
Arni Einarsson meðhjálpari and-
aðist 19. febrúar 1899 í Reykjavík,
nærri 75 ára gamall. Hann mun
hafa verið að leita sér lækninga, er
hann lézt.
Feðgarnir Einar Sigurðsson og
Arni Einarsson voru alls nær 90 ár
hinir trúverðugustu þjónar Landa-
kirkju og sóknarbarna hennar.
Við greftrun Arna meðhjálpara
Einarsson var séra Friðrik Friðriks-
son í Reykjavík fenginn til að yrkja
erfiljóð, sem ég leyfi mér að birta
hér. Það felur í sér að viti kunnugra
réttlátan og sannan dóm um hinn
merka bónda og fórnfúsa starfskraft
Landakirkjusafnaðarins um hálfrar
aldar skeið ásamt mörgum öðrum
trúnaðarstörfum, er hann hafði á
hendi fyrir byggðarlag sitt og sam-
borgara.
Elfan dýpst að djúpi streymir,
dynur minnst, því lygn hún er.
Indælt hana ávallt dreymir,
er til hafs hún flýtir sér.
Sjálf hún speglar himin heiðan,
veitir landi björg og bót,
berst þó ávallt hafi mót.
Lund þín virtist lík því vera,
ljúf og djúp, en þó svo sterk;
á því léztu eigi bera,
er þú framdir dáðaverk.
Friðsamt var þitt hreina hjarta,
heilagt skein þar ljós guðs bjarta;
dagsverk þarft þú hafðir hér,
himinn bjó í sálu þér.
Guð’ sé lof, hve langur dagur
lýð til gagns þér veittist hér;
guð’ sé lof, nú ljómar fagur
lífsins morgunn fyrir þér;
guði’ sé lof, sem blessun bar þér,
bót í sorg og gleði var þér,
guði’ sé lof, sem glaða lund
gaf þér lífs að efstu stund.
Þó að börn þín sáran sakni,
systir öldruð þrái fund,
og hjá frændum ami vakni,
á þó gleðin þessa stund,