Blik - 01.05.1967, Page 16
14
BLIK
gleðin þinni ævi yfir,
allt, er sáðir, vex og lifir,
þroskast fyrir land og lýð;
lýsir æ þín minning blíð.
Eyjar fagrar úti’ í sævi
aldrei munu gleyma þér,
þeim þú varðir allri ævi,
ávöxt þar þinn starfi ber.
Sæmdir þar og heiður hlauztu,
heilla þar og kærleiks nauztu;
starfi þinn í trú og tryggð
týnzt fær aldrei þar í byggð.
Föðurást og elsku hreina
öll þín börn þér þakka nú;
vilja barnabörnin reyna
breyta fagurt eins og þú. —
Oll vér biðjum: Gef oss góði
guð, svo dafni landsins gróði,
marga verkamenn sem hann,
missi oss að bæta þann.
Hvílstu svo í herrans nafni,
himnadýrð þig gleður nú.
Hvílstu í drottins helgra safni,
hjarta barnsins áttir þú.
Sálarþrá í sælu fyllist,
sérhver und og harmur stillist,
frelsarann þú fékkst að sjá,
ferli hans þú gekkst hér á.
Veit oss, guð, að vinna og stríða,
veit oss, drottinn, sigri að ná,
veit í trú að vaka og bíða,
veit oss þig í dýrð að sjá.
Ver vor stoð í straumi tíða,
styrk oss veittu til að líða.
Lof sé þér um ár og öld
ævimorgna, lífs um kvöld.
Fr. Fr.
Endanleg skipti á dánarbúi Arna
Einarssonar, meðhjálpara, fóru fram
28. des. 1900. Arfurinn nam 143
krónum og 74þi eyri á hvert barn
þeirra hjóna, en þau voru þá 6 á
Kristmundur Arnason frá
Vilborgarstöðum.
Mynd þessi er tekin vestur í Chicago
1896. Kristmundur fceddist að Vilborg-
arstöðum 2. fúní 1864 og ólst þar upp
í Austurbcenum hjá foreldrum sínum.
Hann vann þeim öll uppvaxtarárin
kauplaust og var þeim stoð og stytta eftir
að eldri börn hjónanna voru „flogin úr
hreiðrinu". Vegna þessa ánafnaði Arni
Einarsson, faðir hans, honum 5 hundr-
uðin sín í jörðinni Hallgeirsey í Kross-
sókn i Landeyjum 24. jan. 1885. —
Kristmundur Arnason var barnakennari
í heimabyggð sinni veturinn 1882—
1885. (Sjá Blik 1962, bls. 85). Hann
fór til Ameríku fyrir aldamót. Þar
dvaldist hann ýmist í Chicago, Los
Angeles eða West-Selkirk, lengst af þó
í Los Angeles. Þar giftist hann um
aldamótin. Konan var heilsulítil og
heimilis'stœður erfiðar. Ekki er mér
kunnugt, hvencer Kristmundur lézt.
Hann kom heim til Eyja snögga ferð
haustið 1907. Annars stundaði hann
iðnaðarstörf vestan hafs. Kristmundur
Arnason var á lífi 1914.