Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 17
BLIK
15
lífi. Fyrir skiptafundinum lá bréf
frá Arna föður þeirra, þar sem hann
óskaði þess, að Kristmundur sonur
hjónanna, fengi sérgreiðslu úr ó-
skiptu búi þeirra fyrir það, hversu
lengi hann hafði unnið foreldrum
sínum launalaust, eftir að hin syst-
kinin fluttust frá þeim og burt úr
Eyjum.
III. Sigfús Árnaion, organisti
Ekki duldist meðhjálparahjónunum
á Vilborgarstöðum, Arna Einarssyni
og Guðfinnu Jónsdóttur Austmann,
gildi fræðslu og þekkingar, eins og
ég hefi drepið á fyrr í greinarkorni
þessu. Þess vegna gerðu þau sitt
itrasta til að veita börnum sínum
bóklega fræðslu, eftir því sem þá
voru tök á.
Er börn þeirra voru að vaxa úr
grasi, var enginn barnaskóli starf-
andi í Vestmannaeyjum. Því síður
unglingaskóli. En fræðslustofnanir
eða fræðslulindir áttu Eyjabúar samt.
bær voru heimili sýslumannshjón-
anna Bjarna E. Magnússonar og
konu hans Hildar Bjarnadóttur
Thorarensen, og svo prestshjónanna
að Ofanleiti, séra Brynjólfs Jónsson-
ar og konu hans Ragnheiðar Jóns-
dóttur. Um árabil tók sýslumaður
unglinga inn á heimili sitt og kenndi
þeim bókleg fræði án alls endur-
gjalds. (Sjá Blik 1962). Það gerði
presturinn einnig (Blik 1963).
Eftir því sem sonum meðhjálp-
arahjónanna á Vilborgarstöðum óx
vit og þroski, var þeim komið „í
læri" til þessara embættismanna,
eftir að öllum undirbúningi fyrir
fermingu lauk heima, svo sem nám
í lestri, skrift, kristnum fræðum og
einföldustu meðferðum talna. Þeim
kennslustörfum voru hjónin sjálf
vel vaxin.
Eftir fermingu var Sigfúsi Arna-
syni komið „í læri" hjá Bjarna sýslu-
manni Magnússyni. Það var síðasta
árið, sem sýslumaður var búsettur í
Vestmannaeyjum eða gegndi bar
embætti. Síðan nam Sigfús um skeið
hjá séra Brynjólfi sóknarpresti að
Ofanleiti. Þar mun hann hafa fengið
nokkra undirstöðu í dönsku t- d. og
ef til vill fleiri tungumálum.
Eins og aðrir uppvaxandi drengir
í Eyjum á þeim árum og fyrr og
síðar, meðan opnu skipin eða bátarn
ir voru notaðir, hóf Sigfús Arnason
snemma að stunda sjóinn á juli, þ.
e. vor- og sumarbáti foreldra sinna,
og svo á vetrarvertíðum með föður
sínum á átt-æringnum Auróru. Sig-
fús var einn af hásetunum á Auróru,
er hún stundaði hákarlaveiðarnar ár-
ið 1875. Þá var hann 19 ára gamall.
Formaður var Sigfús Arnason um
skeið á vetrarvertíð eða -vertíðum.
Á búskaparárum sínum á Löndum
var hann meðeigandi í Auróru með
föður sínum og Kristínu húsfreyiu,
föðursystur sinni í Nýjabæ og Engil-
bert Engilbertssyni í Jomsborg. Oll
áttu þau jafnmikið í skipi þessu eða
Va hluta hvert þeirra.
Vorið 1878 fluttist fyrsta orgelið
til Vestmannaeyja. Árið áður
hafði séra Brynjólfur að Ofanleiti