Blik - 01.05.1967, Síða 20
18
BLIK
safnaðarins, og hver sá talinn hólp-
inn og sæll, sem var því vaxinn að
geta innt slíkt fórnarstarf af hendi.*
Préstshjónin á Ofanleiti, 'séra
Brynjólfur og madama Ragnheiður,
áttu vel gerðar og laglegar dætur.
Ein þeirra hét Jónína Kristín Nikó-
lína. Hún var fædd 14. apríl 1856
og því vel gjafvaxta, þegar hér er
komið sögu. Þau Jónína prestsdóttir
og Sigfús organisti felldu hugi sam-
an og heitbundust svo sem átt hafði
sér stað með Einar Arnason bróður
hans og Rósu, elztu dóttur prests-
hjónanna (sjá Blik 1963).
Það sem vekur mér nokkra furðu
er það, að prestsdóttirin og organ-
istinn létu ekki lýsa með sér í kirkju,
svo sem venja var, heldur fengu þau
konunglegt leyfi til giftingarinnar,
þar sem konungur gjörir „vitterligt:
At Vi, efter derom allerunderdanigst
gjort Ansögning og Begjæring, aller
naadigst have bevilget og tilladt, saa
og hermed bevilge og tillade: at
Organist Sigfús Arnason og Jomfru
Jónína Kristín Nikólína Brynjólfs-
datter, begge af Vestmannöerne ind-
en Sönderamtet paa vort Land Is-
land, maae udan foregaaende Lysn-
ing fra Prædikestolen, hjemme i
* Ekki vitum við, hver fyrstur keypti
orgelið Brydesnaut af Landakirkju. En
við í Byggðarsafnsnefnd Vestmannaeyja
fundum það með góðra manna hjálp
suður á Grímsstaðaholti í Reykjavík ár-
ið 1958. Þar hafði sextug kona átt það í
48 ár. Faðir hennar hafði keypt þetta
notaða orgel handa henni, er hún var
12 ára gömul.
Huset sammenvies af hvilken Præst
de det begjære og dertil kunne for-
maae ............................
Givet i Vor kongelige Residentstad
Kjöbenhavn den 12 te Mai 1882
Under vort kongelige Segl
Efter hans kongelige Majestæts
állernaadigste Befaling
P. M. V.
Oddgeir Stephensen
Udleveret af Amtmanden over
Islands Sönderamt
Reykjavik d. 12. Mai 1882
Bergur Thorberg.
Leyfisbréf þetta kostaði kr. 33,66.
Það voru töluverðir peningar í þá
daga.
Svo var þá efnt til dýrðlegrar
brúðkaupsveizlu að Ofanleiti. Brúð-
urin lét vinkonu sína, frú Aagaard
sýslumannsfrú að Uppsölum, skauta
sér, áður en hún gekk til vígslunn-
ar. Það var 10. júní 1882, sem séra
Brynjólfur sóknarprestur að Ofan-
leiti gifti Jónínu dóttur sína og org-
anistann sinn, Sigfús Arnason. Þau
þóttu sérstaklega glæsileg hjón, sem
framtíðin brosti við, og myndirnar
hér af þeim bera þess nokkurt vitni.
Hjónin Sveinn Þórðarson, beykir
og mormóni, og Helga Arnadóttir
bjuggu um árabil í tómthúsinu
Vestri-Löndum. Árið 1878 flutm
hjón þessi burt úr Eyjum og alla
leiðina vestur til Utah í Ameríku,
mormónanýlendunnar nafnkunnu.
Við brottför þeirra úr Eyjum keypti
Jóhann Jörgen á Vilborgarstöðum,