Blik - 01.05.1967, Page 23
BLIK
21
á áhuga organistans og skyldurækni
við kirkju sína og kirkjusöng.
„Hér með leyfi ég mér að biðja
hina heiðruðu sýslunefnd Vest-
mannaeyja að ljá mér til söng-
kennslu kennslustofu Barnaskólans
tvisvar í viku til byrjunar næstkom-
andi vetrarvertíðar.
Eins og nefndinni er kunnugt, eru
í hinni nýjustu sálmabók vorri
fjöldamörg lög (60—70), sem eru
að öllu leyti ókunn, og er því stór
þörf á að kenna þessi lög. En af því
hentugt húsrúm er hvergi til að fá,
þá sný ég mér til hinnar heiðruðu
nefndar í þessu efni, og vona ég að
nefndin verði við þessari beiðni
minni. Eg skal taka það fram, að
ég mun haga kennslustundum mín-
um þannig, að þær ekki komi í bága
við aðra þá, sem brúka ofannefnt
herbergi skólans.
Löndum, 18. september 1888
Virðingarfyllst,
Sigfús Arnason
Til oddvita sýslunefndarinnar í
Vestmannaeyjum.”
M. M. L. Aagaard sýslumaður
brást vel við þessari beiðni organ-
istans og kom því til leiðar, að org-
anistinn fékk kennslustofuna í
Barnaskólahúsinu til afnota. Þar
hafði síðan organistinn söngæfingar
um nokkur ár og svo lánaði sýslu-
maður honum þinghús Eyjanna þess
á milli.
Að sjálfsögðu litu ráðandi menn
byggðarlagsins með þeim góðvilja
og skilningi á þessi menningarstörf
Sigfúsar Arnasonar, að hann þurfti
enga leigu að greiða fyrir afnot hús-
anna.
Arið 1893 var Sigfús organisti Arna-
son kjörinn þingmaður Vestmanna-
eyinga. Við þingkosningar þá voru
72 á kjörskrá í kauptúninu og um-
hverfi þess og Sigfús Arnason fékk
19 atkvæði við kosningarnar. Það
atkvæðamagn tryggði honum þing-
sætið. Hann féll frá þingsetu árið
eftir fyrir Valtý Guðmundssyni.
Söngfélag Vestmannaeyja
Sigfús Arnason er sannkallaður
brautryðjandi hér í byggð um iðkun
tónlistar í kirkju og heimahúsum.
Þegar hann hafði haft organistastarf-
ið á hendi í 15 ár og jafnframt kennt
ungu fólki hér organleik og eflt
söngkór Landakirkju svo að orð fór
af, fékk hann atorkusama menn í lið
með sér til þess að stofna og starf-
rækja söngfélag eða söngkór í Vest-
mannaeyjum. Söngkór þennan, sem
var karlakór, kölluðu þeir Söngfélag
Vestmannaeyja.
Hér óska ég að gera grein fyrir
söngfélagi þessu og starfi þess, með
því að það var brautryðjandi í al-
mennri sönglist í Eyjum og var þá
í rauninni einasti menningarneistinn
í byggðarlaginu ásamt barnaskólan-
um og veitti birtu inn í menningar-
myrkrið, sem þá hafði grúft yfir
byggðarlagi þessu um langan aldur.
Söngfélag Vestmannaeyja var
stofnað 5. nóv. 1894. Stofnendur