Blik - 01.05.1967, Page 24
22
BLIK
voru 20 karlmenn. Þannig er söng-
flokkur þessi sannkallaður karla-
kór.
Aðalforgöngumenn sögfélags
þessa voru þeir Sigfús Arnason org-
anisti, Arni Filippusson, verzlunar-
maður og fyrrverandi barnakennari
í Eyjum og Eiríkur Hjálmarsson
kennari á Vegamótum.
Sigfús organisti var formaður fé-
lagsins þau 10 ár, sem það var Tdð
lýði, og jafnframt söngsjóri þess.
Þegar Söngfélagið hafði æft söng-
kór og starfað í 14 mánuði, settu
forgöngumenn þess því lög. Þá
töldu þeir sýnt, að sú festa væri kom-
í félagsskapinn, að honum myndi
auðið lífs eitthvað fram á leið.
Það var gert á fundi félagsmanna
í Þinghúsi Vestmannaeyja 12. jan.
1896.
—• (Hér læt ég Blik birta lög
Söngfélags Vestmannaeyja eins og
þau eru skráð framan við gjörðabók
félagsins, sem mér loks lánaðist að
fá í eigu Byggðarsafns Vestmanna-
eyja með hjálp góðra manna og
kvenna hér, eins og svo mörg önn-
ur menningarverðmæti, sem þar
geymast nú). —
LÖG
F Y R I R
SÖNGFÉLAG
VESTM ANNAEYJ A
1- gr-
Tilgangur félagsins er að efla og
útbreiða sönglist í Vestmannaeyjum.
Félagið ræður sér kennara til að
kenna í söngæfingum og stjórna
þeim. Kennarinn skal vera félags-
maður.
2. gr.
Embættismenn félagsins skulu vera
þrír, nefnil. formaður, skrifari og
féhirðir. Formaður stjórnar öllum
fundum félagsins og kallar félags-
menn saman til aukafunda, þegar
honum þykir þess þörf, eða þegar
a. m. k. 1/3 félagsmanna æskir þess.
3- gr.
Féhirðir hefur á hendi öll reiknings-
skil félagsins, innheimtir tekjur þess
og útborgar gjöld þess. Aðalreikn-
ing félagsins skal féhirðir hafa sam-
ið og sent formanni viku fyrir fyrri
aðalfund félagsins.
4. gr.
Gjörðabók skal félagið eiga, sem
skrifari annast og ritar í allt það, er
á fundum gjörist og nokkru varðar
og vert þykir að bókað sé.
5. gr.
Hinar föstu samkomur félagsins
byrja á ári hverju í byrjun október-
mánaðar og enda síðast í marzmán-
uði. A hinum fasta samkomutíma
skal félagið halda tvo aðalfundi,
hinn fyrri í byrjun októbermánað-
ar en hinn síðari síðast í marzmánuði
(síðar breytt í febrúarmánuð) eftir
nákvæmum fyrirmælum formanns.
A hinum fyrri aðalfundi skal á-
kveðið, hvenær söngæfingar skuli
byrja, og hvenær og hvar þær skuli
haldnar. Einnig skulu þá kosnir
starfsmenn félagsins.