Blik - 01.05.1967, Qupperneq 25
BLIK
23
Á síðari aðalfundinum skal for-
maður gefa yfirlit yfir allar aðgjörð-
ir félagsins á hinum næstliðna sam-
komutíma, svo og leggja fram að-
alreikning félagsins, er fundarmenn
svo úrskurða.
6. gr.
Á hinum fyrri aðalfundi félagsins
skal kjósa tvo menn, er í sameining
við söngkennara skulu velja lög þau,
er æfast skulu á samkomutímanum.
Menn þessa skal endurkjósa á hverj-
um tveggja mánaða fresti, og skulu
allir félagsmenn skyldir að hlíta
þeim ákvörðunum, er þeir og söng-
kennari gjöra í því efni.
7. gr.
Hver sá karl eða kona, er æskir inn-
töku í félagið, skal skýra formanni
frá því, og skal formaður bera hann
upp á næsta fundi. Áður en til at-
kvæða er gengið um nýjan félags-
mann, skal söngkennari hafa reynt
hann og sagt álit sitt um hann.
8. gr.
Fé það, sem félagið kann að eignast
(r. d. fyrir samsöngva eða á annan
bátt) skal lagt í sjóð og geymt í
Sparisjóði Vestmannaeyja. Af þeim
sjóði skulu öll gjöld félagsins greið-
ast, svo sem húsaleiga, Ijós, bækur,
nótnaskriftir o. s. frv. — Skyldi sjóð-
ur félagsins ekki hrökkva til fyrir út-
gjöldunum, skulu félagsmenn skyld-
ir að greiða það, sem á vantar að
jöfnu hlutfalli, en fast árstillag
greiða félagsmenn eigi.
9. gr.
Sérhver félagsmaður er skyldur að
mæta á öllum fundum á söngæfing-
um félagsins, svo og samsöngvum
þeim, er það kann að halda.
Nú getur félagsmaður eigi mætt
á fundi, og er hann þá skyldur að til-
kynna formanni forföll sín, ella
greiði hann 10 aura í sekt, en hver sá
félagsmaður, sem án þess að vera
löglega forfallaður, vanrækir að
sækja þrjá fundi eða æfingar í röð,
eða mætir ekki á samsöng, skal ræk-
ur úr félaginu. Þó má, ef sérstakar
ástæður eru fyrir hendi, gjöra undan-
tekningu á því, og skal það þá komið
undir atkvæðum félagsmanna, hvort
hann skuli vera félagsmaður fram-
vegis. Félagið sker úr á fundum
sínum, hvað eru lögleg forföll.
10. gr.
Skyldir eru félagsmenn að hlýða
söngkennara undantekningarlaust
meðan á söngkennslu stendur, í öllu
því er að henni lýtur. Enginn félags-
maður má mæta ölvaður, reykja eða
viðhafa nokkurn hávaða á fundum,
er tafið geti fyrir söngkennslunni,
og skal hann sæta brottrekstri, ef
mikil brögð eru að slíku.
11. gr.
Hver sá, sem vill ganga úr félaginu,
skal skýra frá því munnlega á fundi
ella tilkynna það formanni skrif-
lega.
12. gr.
Hver sá, sem ekki er lengur félags-
maður, missir alla hluttekningu í