Blik - 01.05.1967, Page 27
BLIK
25
35. Högni Sigurðsson frá Boston,
síðar kenndur við Vatnsdal.
Á þessu tímaskeiði báru öll íbúð-
arhús í Vestmannaeyjum eitthvert
heiti.
Hér eru skráðir þeir menn, sem
fyrr eða síðar voru í karlakór Söng-
félagsins á þeim 10 árum, sem hann
var við lýði.
Þetta eru 35 nöfn. Þau tíu ár,
sem Söngfélag Vestmannaeyja var
starfandi, voru 24 karlar í því, þá
flestir voru þar. Um tíma voru fé-
lagsmenn aðeins 18 en lengst af
20. Talan dálítið hvarflandi frá ári
til árs eins og gengur. Otulustu
söngfélagarnir og mestu hjálparhell-
ur söngstjórans voru þeir Eiríkur
Hjálmarsson, Árni Filippusson og
Sveinn P. Scheving. Eiríkur var rit-
ari félagsins bg Árni gjaldkeri fyrstu
árin. Þegar Árni Filippusson fluttist
til Hafnarf jarðar árið 1897, var Þór-
arinn Gíslason kosinn gjáldkeri
Söngfélagsiris.
Þegar Söngfélagið hafði starfað
2—3 ár ,tók að bera á óstundvísi
félagsmanna á söngæfingar. Sumir
vanræktu þá félagið gjörsamlega.
Þá voru kosnir sérstakir trúnaðar-
rnenn til þess að hvetja félagsmenn
til stundvísi og ástundunar og fylgj-
ast með því, að þeir ræktu skyldur
sinar við félagsskapinn. Þessir
„vökumenn'' voru lengst af Kristján
Ingimundarson frá Gjábakka
(Klöpp) fyrstu árin og síðar Sveinn
P. Scheving og svo enn síðar Guð-
laugur Vigfússon og Arngrímur
Sveinbjörnsson. Síðast Jóhannes
Hannesson og Pétur Lárusson.
Þegar Árni Filippusson fluttist
til Eyja aftur (1900), gerðist hann
strax söngfélagi á ný, og kaus Sig-
fús söngstjóri hann aðstoðarm tnn
sinn við söngstjórnina og starfið í
heild. Fyrir var í því trúnaðarstarfi
Eiríkur kennari Hjálmarsson, eftir
að hann hvarf frá ritarastörfum.
Þeim störfum gegndi eftir hann Árni
Sigurðsson og síðast Þorsteinn Jóns-
son frá Hrauni (frá Laufási).
Sigfús Árnason vann kappsam-
lega að því að æfa söngfélagið haust-
ið 1894 og hafði því margar söng-
æfingar það haust. Enda æfði hann
þá hvorki meira eða minna en 18
lög.
Þann 6. jan. 1895 hélt Söngfélag
Vestmannaeyja fyrsta Opinbera sam-
sönginn fyrir Eyjabúa, og svo aftur
13. s. m. Þessir samsöngvar tókust
vel, 'spáðu góðu um frámtíðina og
efldu áhuga og kjark kórfélaganna.
Nú skildu þeir og svo allir Eyjabú-
ar, hvílíkt menningarstarf hér var
af hendi innt.
Enn söng kórinn fyrir almenning
23. marz 1895. Eftir það skyggði í
álinn fyrir Söngfélaginu, því að
söngstjórinn veiktist um þessar
mundir og lá rúmfastur í nokkrar
vikur. Þá reyndust söngfélagarnir
hans honum sannir vinir og færðu
honum peningagjöf til þess að létta
framfærslu heimilisins að Vestri-
Löndum, meðan veikindin steðjuðu
að og rýrðu efnahag hins fórnfúsa
velgjörðarmanns byggðarlagsins.