Blik - 01.05.1967, Page 28
26
BLIK
Sumir Eyjabúar urðu einnig til þess
að færa kórnum peningagjafir, og
létu þeir þannig í ljós ánægju sína
og þakklæti til þessa listræna starfs,
sem þegar varpaði Ijóma listar og
menningar yfir byggðarlagið og gat
því orðstír í nálægum sveitum. T. d.
gaf Þorsteinn Jónsson, héraðslækn-
ir, Söngfélaginu 20 krónur eftir sam-
söng fyrir almenning. Það voru ekki
litlir peningar þá, þegar tímakaupið
var innan við 20 aurar.
Annars tók Sigfús Arnason að sér
kennslustarfið og söngstjórnina án
allra launa. Astin á sönglistinni og
hinn fórn'fúsi vilji voru aðáleigindi
hans.
Árið 1895 æfði söngfélagið að-
eins 7 lög sökum veikinda söngstjór-
ans.
Upp úr áramótunum 1895 —
1896, eða 3. jan., hélt Söngfélagið
4. samsönginn fyrir almenning.
Fleira hamlaði starfsemi Söngfélags-
ins um þær mundir en veikindi söng-
stjórans. T. d. átti það í erfiðleikum
með að fá lánað hús til að æfa söng-
inn í. Tvö hús komu að vísu til
greina, Þinghúsið og Goodtemplara-
húsið, en bæði voru þau mikið not-
uð þá til fundahalda, og einmitt þau
kvöld, iem bezt 'hentaði kórfélög-
unum til æfinga.
Á vetrarvertíð og á sumrum
reyndist ógjörningur að ná saman
kórfélögunum til söngæfinga sökum
anna eða fjarlægrar dvalar. T. d.
stunduðu nær helmingur söngfélag-
anna kaupavinnu á Austfjörðum
sumarið 1895 og komu ekki heim
fyrr en síðari hluta októbermánað-
ar.
Haustið 1896 voru söngæfingar
Söngfélagsins afráðnar einu sinni í
viku hverri. Þinghús sýslunnar var
tekið á leigu til þeirra nota. Eftir þær
haustæfingar hélt kórinn þrjá sam-
söngva fyrir almenning, 29. desem-
ber 1896 og 3. og 16. janúar 1897.
Og síðasta samsönginn það ár hélt
hann svo 12. marz. Inngangseyrir
var þá 15 aurar fyrir börn og 20
aurar fyrir fullorðna. En samsöng-
urinn 16. jan. var haldinn til þess
að skemmta börnum og fátækling-
um og þessvegna ókeypis aðgangur,
enda léði St. Bára nr. 2 þá fundarhús
sitt Söngfélaginu leigulaust.
Árið 1896 gerðist Magnús Jóns-
son sýslumaður í Vestmannaeyjum.
Ekki hafði hann lengi dvalizt þar,
er hann lærði að meta starf og gildi
Söngfélagsins og söngstjóra þess í
byggðarlaginu. Eftir það lánaði hann
Söngfélaginu þinghús sýslunnar til
afnota endurgjaldslaust.
Þann 21. febr. 1897 efndu kór-
félagarnir til innbyrðis skemmti-
samkomu fyrir fjölskyldur sínar,
konur og börn, og buðu þangað vel-
gerðarmönnum Söngfélagsins. Fé-
laginu hafði þá safnast nokkurt fé
fyrir hina almennu samsöngva.
Þessu fé vörðu nú kórfélagarnir til
þess að greiða kostnað af þessari
innbyrðis-skemmtun.
I október 1897 voru söngfélag-
arnir 18 að tölu. Þá hafði Árni Fil-
ippusson, síðar í Ásgarði hér, flutzt
til Hafnarfjarðar eins og áður segir.