Blik - 01.05.1967, Page 30
28
BLIK
að kirkjan væri notuð til slíkra
hluta og keypti sig þess vegna ekki
inn á samsönginn. Keyptir voru að-
göngumiðar fyrir kr. 4,70 og gáfu
greiðendur það fé í Ekknasjóðinn,
enda þótt ekkert yrði af samsöngn-
um.
Eftir þetta virðist dofna mjög yfir
Söngfélaginu. Þó efndi félagið til
samsöngs í Kumbalda 20. jan. 1901,
og var þá þéttsetið hús.
Þetta ár sagði Arni Filippusson sig
úr Söngfélaginu sökum anna. Þar
með missti félagið einn sinn allra
bezta mann. Þó hélt félagið uppi
söngæfingum að einhverju leyti
haustið 1901 og efndi tvívegis til
samsöngs fyrir almenning í janúar
1902.
Haustið 1902 hófust söngæfing-
ar enn á ný, er félagarnir voru komn-
ir hei'm úr kaupavinnu, flestir af
Austfjörðum, en ekki er getið fram-
ar um samsöng fyrir almenning.
Síðasti aðalfundur Söngfélags
Vestmannaeyja var haldinn 11. okt.
1903. Átti þá félagið kr. 94,21
geymdar á sparisjóðsbók sinni í
Sparisjóði Vestmannaeyja. Á aðal-
fundi þessum voru kosnir „aðstoð-
arsöngkennarar" samkv. 6. gr. fé-
lagslaganna þeir Sveinn P. Schev-
ing og Þorsteinn Jónsson, frá Hrauni
(síðar Laufási).
Áformað var á fundi þessum að
reyna að halda uppi söngæfingum
og söngkennslu með félagsmönnum
eins og öll undanfarin haust.
Á fundi þessum var vakið máls á
því nýmæli, að konur yrðu fengnar
til þess að ganga í Söngfélagið. Var
gjörður að þeirri hugmynd góður
rómur. Auðvitað var það deyfð og
drungi í félagsskapnum, sem olli
því, að nú væri reynandi að fá
blessaðar konurnar eða stúlkurnar
til þess að hressa upp á félagsand-
ann og glæða á ný áhugann fyrir
sönglistinni, sem sé breyta karla-
kórnum í blandaðan kór. En til
þessa kom þó aldrei, því að um
þetta bil breyttist allt viðhorf söng-
stjórans um framtíð hans í Vest-
mannaeyjum.
Sönglög þau, sem Söngfélag Vest-
mannaeyja æfði og söng, voru þessi.
Árið 1894:
1. Sumardaga brott er blíða.
2. Væri ég orðinn ógnar langur áll.
3. Ég veit ekki af hverskonar völd-
um.
4. Sjung om Studentens lykkeliga
dag.
5. Den friske vind og den milde
luft.
6. Brosandi land, fléttað af sól-
hýrum sundum.
7. Þú bláfjallageimur með heið-
jöklahring.
9. Hið blíða vor sig býr í skrúð.
8. Heyrið vella á heiðum hveri.
10. Velkominn yfir Islands sæ, vor
öðling hár!
11. O. guð vors lands, og lands vors
guð!
12. Buldi við brestur og brotnaði
þekjan.
13. Heyrið morgunsöng á sænum.