Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 32
30
BLIK
Þannig liðu þá árin fram yfir alda-
mótin í önn og amstri við marghátt-
uð skyídustörf og trúnaðarstörf. Fá-
ir vissu annað en að allt væri með
felldu í sambúð hinna mætu hjóna
á Vestri-Löndum, Sigfúsar organ-
ista, söngstjóra og póstafgreiðslu-
manns og frú Jónínu K. N. Brynj-
ólfsdóttur, hinnar góður eiginkonu,
móður og húsfreyju. En smám sam-
an varð lýðum annað Ijóst. Einhver
fúla var komin í hamingjueggið á
bænum þeim.
Síðari hluta vetrar 1904 var prest-
urinn, séra Oddgeir Gudmundsen að
Ofanleiti, kvaddur að Vestri-Lönd-
um til þess að tala milli hjónanna
og koma á sættum. Það tókst ekki.
Alls ekkert verður hér sagt um það,
hvað á milli bar eða hvað olli ó-
hamingju þessari. En víst er um það,
að í maímánuði 1904 gengur eigin-
maðurinn á fund sýslumanns og bið-
ur hann að kveðja þau hjónin á tal
við sig og reyna að koma á sættum
milli þeirra. Sýslumaðurinn, Magn-
ús Jónsson, varð við þessari beiðni
eiginmannsins á Vestri-Löndum.
Þegar á sáttafundinn kom, var
ékki við það komandi hjá eiginkon-
unni, að hún gengi til sátta við eigin-
mann sinn. Hún krafðist skilnaðar.
Astæður bar hún fram fyrir kröfu
þessari, en þær Verða e'kki greindar
hér. Loks gat frúin á það fallizt, að
skilnaður þeirra hjóna yrði aðeins
að borði og sæng fyrst um sinn og
svo færu jafnframt fram fjárskipti
milli þeirra.
Með bréfi dagsettu 1. júní 1904,
undirritað af Júlíusi Havsteen amt-
manni Suður- og Vesturamtsins, var
hjónunum gefið leyfi til skilnaðar að
borði og sæng með „venjulegri rétt-
arverkun” og þeim skilmálum, sem
þau hafa komið sér saman um
frammi fyrir sýslumanninum í Vest-
mannasýslu, sem sé að öllu fjárfé-
lagi þeirra skuli vera slitið. Konan
Jónína Brynjólfsdóttir eignast allar
eigur búsins, þar með talin húseignin
Vestri-Lönd og 6 hundruð og 78
álnir að nýju mati í jörðinni Álftar-
hól í Austur-Landeyjum og yfir-
leitt állar eigur búsins samkvæmt
lista frá eiginmanni yfir þær, sem
hann sýndi fram við hina „verzlegu
sáttatilraun”, og ennfremur allar
þær ótilfærðar eignir, gegn því að
hún greiði eiginmanni sínum, Sig-
fúsi Arnasyni, 900 krónur í pening-
um." ... „Skuldir þær, sem hvíla á
búinu, tekur konan að sér, eðlilega
með samþykki skuldheimtumanna".
... Greindur drengur 11 ára, Leifur,
dvelur hjá móður sinni. Hvorugu
hjónanna er heimilt að giftast aftur
að hinu lifandi, fyrr en þau hafa
öðlazt leyfisbréf til algjörs hjóna-
skilnaðar.
Suðuramtið í Reykjavík, 1. júní
1904.
J. Havsteen.
Eignir hjónanna, smáar og stórar,
voru nú metnar á kr. 4.475,00.
Skuldir búsins námu alls kr.
1.452.00,
Svo nákvæmlega var allt tínt til,
J