Blik - 01.05.1967, Page 33
BLIK
31
að þessi skrá yfir aukaeignir var tek-
in með:
Ein tunna sement hjá Stefáni í Asi
(sem sé lánuð honum).
11 járnplötur 7 fóta hjá G. J. John-
sen og 1 pl. 6 fóta.
Hefilbekkur geymdur í Gröf.
Hagbeit 1 króna.
1/14 hlutur eignar í Hrútafélaginu
(Það var kynbótafélag, sem Gísli
Stefánsson í Ási beitti sér fyrir.
Það keypti kynbótahrúta til Eyja).
1/24 í skipinu Svanur.
36 pund hey hjá Hrútafélaginu.
15 krónur hjá Sigurði hreppstjóra.
Lýsiskútur hjá Ástgeir í Litlabæ.
Aukaskuld nam kr. 13,18 við hér-
aðslækninn Þorstein Jónsson.
Ekki verður annað séð, en að
eiginkonan á Vestri-Löndum hafi
verið búin að þaulhugsa þessi hjú-
skaparmál sín. Sáttafundurinn hjá
sýslumanni var haldinn 28. maí.
Eftir 2 daga er leyfisbréfið til skiln-
aðarins dagsett. Þá hefur það legið
í Eyjum, verið komið til Eyja, þeg-
ar fundur þessi var haldinn. Bréfið
er hanskrifað að sjálfum amtmann-
inum. Og strax sama daginn og bréf-
ið er dagsett fær frúin 800 króna lán
í Sparisjóði Vestmannaeyja (1893
1919) og greiðir eiginmanninum
þessar 900 krónur. Þar með er hún
laus við hann og á nú allt bú þeirra.
Svo býr hún áfram á Vestri-Lönd-
ntn með börnum sínum og þeirra
hjóna.
Ibúðarhúsið Vestri-Lönd var met-
ið til brunabóta á kr. 2000,00. Hús-
ið var vátryggt hjá Nye Danske
Brandforsikrinsselskab í Kaup-
mannahöfn. Árlegt iðgjald kr.
21,00.
Börn hjónanna á Vestri-Löndum
voru þessi:
1. Ragnheiður Stefanía, f. 7. júlí
1883.
2. Brynjólfur, f. 1. marz 1885.
3. Árni, f. 31. júlí 1887.
4. Leifur, f. 4. nóvember 1892.
Við skilnað þeirra hjóna sótti Sig-
fús Árnason um lausn frá póstaf-
greiðslustarfinu um stundarsakir.
Fékk hann þá jafnframt leyfi til að
fela Gísla J. Johnsen, kaupmanni,
frænda sínum, að annast póstaf-
greiðsluna í Vestmannaeyjum fyrir
sig. Eftir það kom Sigfús aldrei aftur
að póstafgreiðslustarfinu. Hann af-
réð að hverfa alfarinn úr Eyjum
síðla hausts 1904. Fór hann þá vest-
ur til Ameríku. Þar settist hann fyrst
um sinn að í West-Selkirk í Mani-
tobafylki. Þar dvaldist hann 2—3
ár og vann að húsasmíðum með
Vestmannaeyingi, sem fyrr hafði
flutzt vestur, Guðjóni Ingimundar-
syni frá Draumbæ. Árið 1906 eða
1907 flyzt Sigfús Árnason til Winni-
peg og á þar heima um árabil. Þar
vann hann einnig að hú'sasmíðum,
þegar hann var ekki atvinnulaus með
öllu, og lifði þá við mjög bág kjör
eins og fleiri þar á þeim árum. I
Winnipeg keypti hann sér íbúðar-
hús, meðan allt lék honum þar í
lyndi og næg var atvinnan. En svo
tók að dökkna í álinn fyrir honum.