Blik - 01.05.1967, Side 36
34
BLIK
Veikindi og atvinnuleysi steðjaði að.
Þá þráði hann ekkert fremur en að
komast heim í skaut ættjarðarinnar.
Hann vissi þá börnin sín munaðar-
laus heima, því að móðir þeirra var
fallin frá. Þetta var á árunum 1907
—1909. Eftir það er mér, sem þetta
skrifar, ævi Sigfúsar Arnasonar ó-
kunn, þar til hann kom heim 1915.
Jónína K. N. Brynjólfsdóttir bjó
áfram á Vestri-Löndum með börn-
um sínum, eins og fyrr getur. Brynj-
ólfur, sonur þeirra hjóna, gerðist nú
fyrirvinna heimilisins og mesta
hjálparhella móður sinnar. Hann
er búðarmaður hjá Bryde kaup-
manni, þegar hér er komið sögu, og
verður nánar greint frá honum þar
í þætti hans hér á eftir.
Þegar Sigfús Arnason hvarf úr
sveitarfélaginu, voru dagar Söngfé-
lags Vestmannaeyja þar með taldir.
Slokknað hafði á menningarvita í
Vestmannaeyjum.
Enn þá var þó söngkórinn hans
Jóns A. Kristjánssonar við lýði og
það lýsti af honum endur og eins.
(Sjá grein um hann hér á öðrum
stað í ritinu).
Og nú færðist smám saman líf í
söng og tónlistarstörf Brynjólfs Sig-
fússonar á Löndum, hins unga tón-
listarmanns, sem forsjónin hafði ætl-
að það hlutverk að feta í fótspor
föður síns, halda fram með hið
gagnmerka menningarstarf hans í
söng- og tónlistarmálum Vest-
mannaeyinga.
Jónína K. N. Brynjólfsdóttir hafði
um árabil þjáðst af brjóstveiki. Sum-
arið 1906 veiktist hún alvarlega og
var flutt í sjúkrahús í Reykjavik.
Hún var lögð inn á „St. Josefs Hos-
pital" í Reykjavík 23. ágúst um
sumarið. Þar lá hún 85 daga.
Jónína K. N. Brynjólfsdóttir lézr
í Reykjavík 16. nóv. 1906. Svo var
ráð fyrir gert, að lík hennar yrði sent
heim til Vestmannaeyja og jarðsett
þar. Þess vegna var smíðuð járnkisr-
an, sem nefnd er í útfararreikningn-
um hér á eftir. En þegar til kom,
neitaði Aasberg skipstjóri á póst-
skipinu Lauru að flytja kistu Jónínu
sáluðu til Eyja. Það gerðu fleiri skip-
stjórar, sem áttu leið til Eyja á þess-
um tímum. Jónína Brynjólfsdóttir
var því jarðsett í Reykjavík. Ragn-
heiður dóttir hennar fylgdi móður
sinni til grafar, því að hún var stöd-1
þar, þegar móðirin andaðist. Arni
sonur þeirra hjóna var við nám í
Kaupmannahöfn. Bræðurnir Brynj-
ólfur 03, Leifur urðu að gera sér það
að góðu að sitja heima á Löndum
sökum samgönguleysis.
Hinn 11. desember eða um það
bil þrem vikum eftir jarðarförina
skrifaði Brynjólfur á Löndum föður
sínum til Winnipeg og sagði honum
fréttina um fráfall móðurinnar.
Daufir eru og dapurlegir dagarnir
hjá okkur systkinunum heima á
Löndum, tjáði sonurinn föður sín-
um. „Okkar hjartkæra móðir er fall-
in frá og faðirinn vestur í Ameríku.
Já, við erum búin að missa okkar
hjartkæru, heittelskandi móður. Þar
er skarð fyrir skildi." ... Og jólin
1906 komu til systkinanna á Lönd-