Blik - 01.05.1967, Page 38
3 6
BLIK
Dagur styttist, döpur vetrarnóttin
drottna tekur yfir hugum manna,
þar sem gistir, er fæddi sóttin,
svefn og ró þær jafnan vilja banna,
grafa skugga skykkjum dökkum
klæddar,
skilaboð nær flytja þær í ranna.
Skilaboð frá hæstum alvaldsheimi,
hér að dauðinn vera skuli á sveimi
til að flytja fólk á milli stranda,
flytja það úr lífsins reynsluskóla
inn í hallir ljóssins dýrðarlanda, —
Ijómans njóta ódauðleikans sóla,
fagna þar í faðmi kærra vina,
frelsið þakka náðarríkum sjóla.
Hún, sem lifði hér með oss á foldu,
friðar naut á fögru æskuskeiði,
foreldrarnir kenndu henni að trúa,
enda sá hún ljós á föðurleiði,
liðin vildi hans við síðu búa.
Heitum tárum hafði vini grátið,
hennar sorg í gleðibros þeir snúa.
Berst nú fregnin brátt á milli landa,
búinn lífi dauðinn sé að granda.
Allt í kring hún átti vini kæra,
aldni móður þung mun fréttin verða,
sem að héðan sorgarbréfin færa,
seinna finnast, von mun þó ei skerða,
saman búa svo í ljóssins ranni.
svölun hljóta eftir volkið ferða.
Hér við kveðjum hugum ljúfan svanna,
heimi í sem blítt og trútt nam kanna,
gleðisólin gengin var í æginn,
geigvænn dauðinn veifði bitru sverði,
napur súgur náttað hafði bæinn,
nótt og dag, þótt börnin stæðu á verði,
heitt sem unnu elskuríkri móður,
ástin viðkvæm tár af vanga þerrði.
Sómi kvenna seint og snemma reyndist,
svipur tiginn engum manni leyndist,
gáfum búin, glaðvært hafði sinni,
gegndi köllun vel um sína daga,
lystakonan líður ei úr minni,
letruð þótt ei verði hennar saga.
Fegri sól og friðar bogans litum
fagnar sá í lífsins blóma haga.
Gísli Engilbertsson
Og séra Friðrik Friðriksson i
Reykjavík var fenginn til að yrkja
Ijóð eftir Jónínu húsfreyju:
Lag: Hinn signaða dag.
Hún átti fyr vor og sumarsól.
Og síungar vonir blíðar.
Og yndisdrauma’ um æsku ból.
Með unaði gæfu tíðar.
En blóm fölnar skjótt á skapanótt,
er skyggja að vetrarhríðar.
Það móðurhjarta nú hljóðnað er.
Sem heilaga elsku geymdi.
Og börnin sín fyrir brjósti sér.
Æ bar og þeim aldrei gleymdi.
Til blessunar þeim í hálum heim.
Frá hjartanu bænin streymdi.
Er strangur var kross og þjáning þung,
Hún þolinmóð beið síns dauða.
I vetrarneyð spratt upp vonin ung.
Sem vorblóm í hörmung nauða.
I sigrandi ró hún síðan dó.
En sorga hér byljir gnauða.
Frá ástvinum fjarri andvarp strítt.
Hér ómar um kistufjalir.
Og heima hér gráta börnin blítt.
Nú blasa við himnasalir.
Þau gleðjast í trú, því gott átt þú,
og engar þig angra kvalir.
Við sólarlag fagurt sofðu rótt.
Unz sól rís upp betri tíða.
Vér syrgjum þig blítt, en syrgjum hljótt.
Því sæl skín oss vonin blíða:
Að hver stillist und, og að fegins fund
Sé fljótt og sælt að líða.
Fr. Fr.