Blik - 01.05.1967, Page 39
BLIK
37
Af einskærri tilviljun hefi ég í
höndum reikning yfir kostnað við
greftrun Jónínu Brynjólfsdóttur hús-
freyju. Hann felur í sér ekki ó-
merkan fróðleik fyrir þá, sem leita
sér fræðslu með því að bera saman
þátíð og nútíð.
Jón Arnason, verzlunarmaður í
Reykjavík, bróðir Sigfúsar, sá um
útför Jónínu Brynjólfsdóttur og
greiddi alla útfararreikningana.
Brynjólfur sonur hennar og nánustu
frændur endurgreiddu síðan Jóni all-
an kostnaðinn.
„Utgjöld vegna dauða móður
þinnar'':
1 líkkista ............ kr. 50,00
Fr. Bjarnason, smíði . . — 6,00
P- Jónsson, járnkista . . — 25,00
Auglýsing í dagblaði . . — 1,00
M. Matthíasson, reikn. — 39,84
Kaffi til líkmanna .... — 1,50
Til séra Friðriks .... — 8,00
ísafold .................. — 9,50
Líkklæði ................. — 4,25
Séra Jóhann Þorkelsson — 8,00
Samtals kr. 153,09
Séra Friðrik Friðriksson flutti hús-
kveðjuna ög orti ljóðið samkvæmt
Leiðni . Séra Jóha nn Þorkelsson
flutti ræðu í kirkju og jarðsöng.
I reikningi M. M., kirkjugarðs-
varðar felst:
Legkaup ................ kr. 3,84
Greftrun ............... — 24,00
Til organista .......... — 10,00
Til hringjara .......... — 2,00
Alls kr. 39,84
ísafold: Prentun á minningarljóði
birting þakkarorða.
Auk þessa reiknings barst auð-
vitað reikningur frá sjúkrahúsinu:
85 legudagar á 2/- . kr. 170,00
Leifur Sigfússon, yngsta barn
þeirra hjóna, Sigfúsar og Jónínu,
gekk menntaveginn, sem kallað var,
og varð tannlæknir, svo sem mörg-
um eldri Eyjabúum er kunnugt, því
að hann rak hér tannlækningastofu
í Eyjum síðustu æviárin.
Sönnur eru fyrir því, að Leifur
naut námsstyrks frá föður sínum
flest menntaskólaárin sín og ef til
vill lengur.
Sigfús Árnason, fyrrverandi org-
anisti í Vestmannaeyjum, póstaf-
greiðslumaður þar, þingmaður og
m. fl., kom aftur heim til átthag-
anna, Vestmannaeyja, 23. des. 1915
eftir 11 ára dvöl vestan hafs.
Sigfús settist þá að hjá Arna syni
sínum og konu hans Olafíu Arna-
dóttur. Árni Sigfússon var þá mikill
athafnamaður í Eyjum, rak þar bæði
útgerð og verzlun.
Sigfús gerðist fyrst innanbúðar-
maður hjá Arna syni sínum. Þá at-
vinnu stundaði hann nokkra mán-
uði. Þá réðist hann næturvörður hér
í kaupstaðnum. Því starfi gegndi
hann þar til 1918, er sveitarfélagið
fékk bæjarréttindi. Þar með voru
lögð niður hreppstjórastörfin. Sveinn
Pálsson Scheving á Hjalla við Vest-
mannabraut var síðasti yfirhrepp-
stjóri í Vestmannaeyjum. Hann
gerðist næturvörður 1918, er hrepp-