Blik - 01.05.1967, Page 41
blik
39
vatni ausinn 12. apríl s. á. Hann
hlaut nafn móðurafa síns, séra Brynj-
ólfs Jónssonar að Ofanleiti.
Snemma bar á ríkri tónlistargáfu
hjá þessum sveini foreldrum hans til
mikillar gleði og hamingju. Þau
unnu sjálf þessari list listanna, eins
og söng- og tónlistin er stundum
nefnd, dáðu hana og iðkuðu, og J^á
alveg sérstaklega kirkjutónlistina.
Henni hafði frú Jónína Brynjólfs-
dóttir kynnzt á æskuheimili sínu að
Ofanleiti, þar sem faðir hennar söng
og spilaði sálmalög á hin „óæðri
hljóðfæri' ', svo sem einfalda harmó-
niku og langspil, þar sem ekkert var
til orgelið.
Sigfús Arnason organisti lagði
sig því snemma í líma með að kenna
þessum söngna og áhugasama syni
sínum, Brynjólfi, lög og tónlist.
Þegar Brynjólfur Sigfússon hafði
lokið barnaskólanámi hjá þeim
kennurunum séra Oddgeir Guð-
mundsen og Eiríki Hjálmarssyni, og
svo stundað framhaldsskólanám hjá
einstakíingum í Eyjum, réðist hann
innanbúðarmaður hjá P. J. T. Bryde,
þ-e. í Austurbúðina eða Garðsverzl-
un. Það mun hafa verið 1901. Þá var
Brynjólfur 16 ára gamall.
Eftir fárra ára starf innan við
búðarborðið gerðist hann „bókhald-
aft eða skrifstofumaður við sömu
verzlun og hélt þeim starfa, þar til
hann hvarf frá Bryde kaupmanni að
fullu og öllu árið 1913.
Oll uppvaxtarár sín stundaði
Brynjólfur Sigfússon tónlistarnám
°g orgelspil hjá föður sínum heima
á Löndum. Að öðru leyti nam Brynj-
ólfur tónlistina af sjálfum sér þar
sem náttúran var náminu ríkari, vak-
inn og sofinn við þetta sitt hjartans
áhugamál. Frændur hans í Reykja-
vík sendu honum nótnabækur,
kæmu þær út, og Ragnheiður systir
hans var honum hugulsöm í þessum
efnum, þegar hún dvaldist hjá
frændfólkinu í Reykjavík.
Nýjar hugsjónir fæðast, þróast og
rætast í tónlistarmálunum í Vest-
mannaeyjum. Fleiri Eyjabúar fundu
innra með sér eigindin og hvötina
til iðkunar á tónlist en Brynjólfur
á Löndum. Dásamlegt væri það að
geta verið því vaxnir að lofa Eyja-
búum í heiíd að njóta tónlistar og
söngs, hugsuðu nokkrir ungir menn
í sveitarfélaginu. Og þessi göfuga
ósk þróaðist og efldist.
Rétt eftir aldamótin impruðu svo
nokkrir ungir menn á því sín á milli,
hvort engin tök mundu á að stofna
lúðrasveit, og var þar fyrst og fretnst
treyst á unga tónlistarmanninn á
Vestri-Löndum. Þeir, sem hélzt
stungu saman nef jum um þetta, voru
þeir Gísli Jóhannsson (G. J. J.) í
Frydendal, Gísli Lárusson gullsmið-
ur í Stakkagerði, Kristján Ingimund-
arson formaður í Klöpp, Magnús
Jónsson, bæjarfógeti og Jón Ingi-
mundar'son frá Gjábakka (í Man-
dal). Auðvitað var svo Brynjólfur á
Löndum með í !hópi þessum til skrafs
og ráðagerða. Hann var einmitt hinn
fyrirhugaði stjórnandi „hornaflokks-
ins", ef úr stofnun hans yrði.
Loks var kosin nefnd til þess að